Gelmir


Gelmir - 01.04.1954, Side 10

Gelmir - 01.04.1954, Side 10
Næst vildi ég aðeins fara fáum orðum um félagslíf heimavistanna al- mennt. Haldin hafa verið tvö heimavistarkaffikvöld, bæði fremur vel heppnuð og vel sótt af heimavistarfólki, mættu þau áreiðanlega vera fleiri, ef tök væru á. Var tekin upp sú nýlunda í vetur að láta herrana draga nafn einnar dömunnar, er svo skyldi verða hans borðdama. Ekki er vitað, hvort þeim hefur öllum fallið það vel, en það blandaði fólkinu saman og hefði getað aukið kynningu manna, og má slíkt vel endurtakast. Hitt sýnir skort á félagslegum þroska að hirða ekkert um þá döinu, sem dregin var, og hlaupast þannig brott frá skyldunni, eins og henti suma þetta kvöld. Heimavis'ardansleikir hafa verið nokkrir, en þó með færra móti. Hafa þeir yfirleitt verið fjörugir og mættu áreiðanlega vera fleiri. Krakkarnir úr bænum hafa kvartað undan því, að þeim fyndist anda köldu til sín, ef þau kæmu á slíka dansleiki. Mest virðist hafa borið á slíku hjá heimavistarmeyjum. Mættu þær athuga, að slík afbrýðisemi er ástæðu- laus af þeirra hálfu, hlulföllin eru þannig á milli karla og kvenna í vistun- um. Slík ónot og afbrýðisemi myndi valda hinum leiðinlegasta anda innan skólans, og ber okkur að uppræta slíkt. Við megum vera hverjum þeim þakklátur, sem vill skemmta sér með okkur frekar en annars staðar, og skyldum við taka honum opnum örmum íremur en reyna að útskúfa honum. Annars virðist þró-min vera þannig, að menn vilji heldur fá leyfi til skemmtana í bænum heldur en skemmta sér í skólanum. Því miður er eins og stundum virðist sem mönnum finnist sjálfsagt að gera eitt og annað, það verður aðeins einhver annar en hann sjálfur að gera það. Þetta er hættulegur hugsunarháttur, sem við verðum að upp- ræta. Ég er ekki ósmevkur um, að þetta sjónarmið gildi allt of oft í sam- bandi við „Muninn“, á hverju hausti eru honum valdir ritstjórar tveir, síðan þykjast flestir .ausir allra mála við hann, en vilja saint, að blaðið komi út, og setja óspart út á, ef eitthvað fer aflaga. Að lokum vildi ég segja þetta. Verum þess ætíð minnug, hvert fyrir sig, að allt íélagslif, hverju nafni sem nefnis', bygg.'st á einstaklingnum, hverj- um og einum, og hvert félag verður því öflugra sem fleiri virkir þátt- takendur eru. Við skyldum ætíð, ef okkur finnst eitthvað vera öðruvísi en það ætti að vera, líta fyrst í eigin barm hvert fyrir sig og athuga, hvort við höfum gert okkur til þess, að það yrði sem bezt. e 10 GELMI.B

x

Gelmir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gelmir
https://timarit.is/publication/454

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.