Gelmir - 01.04.1954, Blaðsíða 9

Gelmir - 01.04.1954, Blaðsíða 9
Málfundafélagið hetur nú hin tvö síðustu ár fært út kvíarnar. Má þar fýrst nefna, er það gekkst fyrir nemendaskiptum við Reykjavíkurskólann, og hafa þau nú órðið tvívegis. Er enginn vafi á því, að þetta er hin mesta lyftistöng fyrir íélagslífið, er að þessu hin mesta tilbreyting og kynning, ef rétt er á haldið. Þá hefur félagið stofnað innan sinna vébanda nú í haust bókasafns- deild, sem skal efla bókakost nemenda, einnig var stofnuð bókmennta- kvnningadeild, sem h -:fur það markmið að auka og glæða áhuga manna á íslenzkri tungu og bókmenntum. Að síðustu hefur það sett á stofn tón- listadeild, sem efli tónlistalíf skólans. Verður því ekki annað sagt, þrátt fvrir allt, en að málfundafélagið hefur sennilega aldrei, nú um langan tíma, Verið öflugra og aðsópsmeira en einmitt nú, og er gott til þess að vita. Leyfi ég mér að þakka þetta a. m. k. að nokkru suðurför nemenda í fyrravetur. Annað fjölmennasta félag skólans í. M. A. er sennilega kraftmesta fé- lagið í skólanum, hefur það haldlð mörg mót og úthlutað mörgum æfinga- tímum í húsinu, og er gott eitt um það að segja, en hins ber mönnum að gæta vel, að einn félagsskapur má aldrei yfirtaka allt annað. Tvær eru þær íþróttir eða menntir, sem virðast í mikilli lægð í skólan- um nú, en það eru bridge og skák. í miklum erfiðleikum gekk að koma á hinu árlega bekkjamóti í skák, og þó varð að strika sjöttubekkinga út, eftir miklar tafir af þcirra völdum, vegna þess að þeir ekki mættu. Má þeirra skömm lengi uppi og að makleikum öðrum til varnaðar á komandi árum. En samt verðum við að athuga eitt, við megum ekki skella allri skuld fyrir það, sem aflaga fer, á 6. bekkinga, þólt vissulega sé til mests af þeim ætlandi. Neðri bekkirnir verða einnig að taka á sig sinn þátt og sína ábyrgð til þess að verða starfi sinu vaxnir, þegar þeir koma í hið gullna hásæti sjöttubekkinga. Þó situr sízt á 6. bekk áð bregða fæti fyrir aðra í þeirra störfum, eins óg þarna er gert. Vónir síanda þó til, að skákin sé fremur á uppleið aftur, a. m. k. er nokkuð mikið teflt í neðri bekkjunum, og vil ég hvetja þá til þess að halda því áfram. Bridge hefur varla verið snert, það sem af er vetrinum, og engin keppni hefir verið háð nú tilsvarandi þeirri, sem háð var í íyrra. Eru það bág öilög, sem þessi göfuga íþrótt hefir hlotið hér í musteri hinna frjálsu lista. Virðist þó sem nú hafi menn vaknað við vondan draum, er þeim barst áskorun starfsmannafélags KEA, og vár þá komið nafni á hina ár- legu keppni milli kennara og nemenda. GELMIR 9

x

Gelmir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gelmir
https://timarit.is/publication/454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.