Framtíðin - 01.04.1908, Blaðsíða 9

Framtíðin - 01.04.1908, Blaðsíða 9
FRAMTIÐIN. 25. I1 ctta sama vor tók hann vió staSnum og fór aí) búa þar; var þaö vori'S 1835. Nú licfst sá þátturinn, sem merkastur cr í lífi séra Tómasar, — aöal-starfstími hans. T'ótt hann liföi úr þessu eigi nema 6 ár, — því aö hann lést áriö 1841—, þá afkastaði hann meiru og mcrkilegra starfi.en margur á heilum mannsaldri. Öll þessi ár var hann meira og minna sjúkur, oft dauðvona; má því undrum sæta, þegar þess er gáö, hversu ntiklu hann fékk til leiöar komiö. Áriö 1833 hyrjaöi tímaritiö „Fjölnir“ aö koma út í Kaupmannahöfn til viöreisnar íslensku þjóöerni; meö útkonm rits þessa hófst aðallega tímabil þaö í sögu íslensku þjóöarinnar, sem kallaö hefur veriö „viö- reisnar-tímabil“. Hingaö til haföi þjóðin varla rumskast, því síður risið upp af margra alda áþjánar-svefni, þótt margir á- gætir menn reyndu til (þess aö vekja hana til meðvitundar um sjálfa sig og þjóðerni sitt. Ritiö „Fjölnir" vill fá þjóðina til iþess aö glaövakna, rísa á lcgg og taka til starfa; það vill vekja til lífs og starfs alt. scm ís- lendingar ciga gott og gilt í fórum sínum; en jafrnfamt veita lífsstraumum menning- arinnar inn í landið, svo að ísland fari ekki varhluta af þeirri blessun heimsmenning- arinnar, sem aðrar þjóöir höföu orðiö hlut- tákandi í. Tórnas Sæmundsson átti mest- an og hestan hlut í að setja ,,Fjölni“ á stofn; hann reit innganginn að honum, og markaði bar stefnu hans skýrum og djúp- um dráttum; sjálfur var hann einn útgcf- endanna; og lifið og sálin í ritinu, þótt hann fyrir sakir margra hluta, auk fjar- lægöarinnar, stæði verst að vigi til þess aö beita sér og gera þáö sem hest úr garöi. Rithöfundurinn Tómas Sænmndsson kem- ur 'bar fyrst fram með öllum sínum ein- kennum. Upp frá því tók hann að rita margt og mikiö uni liagi lands síns og þjóðar; lýst' alt, er hann reit, lifandi á- huga, miklu skynsamlegu viti, víðtækri þekkingu og óbilandi viljaþreki. Hanti var nú sí-starfandi að áhugamálum sínuni, er hann mátti sig hræra sökutn vanheilinda. Aðal-starf hans var ritstarfið, er hatm fékk tóm til þess frá embrettisskyldum; voru þær ærið umfangsmiklar, einkum eft- ir að hann varð prófastur i Rangárþingi; fjölguðu þá ferðalög og mörg umsvif, er hann skyldi svo margs gæta; cr mælt, að hann hafi rækt embættisstörf sín tneð rögg og prýði. Tómas Sænmndsson reit um öll helstu mál þjóðar sinnar, er hann hafði skapað henni þau; hann kveikti áhuga hjá henni á þeim, aö svo miklu leyti sem það var unt á þeim tíina. Líf án viðfangsefna, — einstaklinga eða þjóða,—verður að dauða- dái; Tómas fékk þjóðinni viðfangsefni; hlutverk til þess að íhuga og glíma við; þannig vakti hann meðvitund þjóðarinnar til lífs; þjóðlífiö af draumadái. Fáir sáu hvaö að var — aðal-orsökin til eymdar og niðurlægingarr landsmanna; enn færri vissu hvað gera skyldi, hvaða ráðum skvldi heita til þess að endurfæða þjóðfélagið. Tómasi var þetta ljóst; mentunin hafði kent honum það, ásamt vðkynningu lians við þjóðir þrer, sem lengra voru koninar áleiðis á menningarbrautinni. Þó hefði betta tvent eigi veriö einhlítt, ef hann heföi ekki viljað verða að liöi, koma á um- hótum; sníöa þjóðinni nýjan stakk, úr nýju og haldgóðu efni, sem hæföi vexti hennar; cöli og ásigkomulagi. Áhuginn er sál starfsviljans; starfsviljinn eggjar hæfileik- ana og lætur manninn enga ró hafa fyr en hann hcfst handa. Þannig var Tómasi fariö ; hann gat ekki setiö hjá og horft á að bjóðinni hlreddi út; hann var skápaöur af guði stríösmaður i friöarins ríki; hetjan sem hjó og lagði í senn, vó svo hart og titt að me’nsemdunum, óvrettum þjóðfélagsins, aö mörg vopn sýndust á lofti í senn; full- lmginn, sem ekki kunni að hrreðast óvild né mótspyrnu óviturra manna og aftur- haldssamra Viðfangsefni hans voru mörg og niarg- hrevtt; honum var ekkert þjóðlegt óvið- kontandi; ekkert. sem til heilla og viðreisn- ar mátti horfa landinu. Hann reit um mentamál, verslunarmál, stjórnmál, húnað- armál; um alþingi, sem þá var í kalda koli; auk fjölda bréfa, rnargra hinna merkileg- ustu að efni og anda. Alt, sem hann reit, var með sama inark- inu brent — fangamarki hins fölskvalausa.

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.