Framtíðin - 01.04.1908, Blaðsíða 10

Framtíðin - 01.04.1908, Blaðsíða 10
26. FRAMTIÐIN. óþ reytandi ættjar'ðar-vinar. Það má með sanni segja, að hann reit dagskrá þjóðar sinnar um aldur og æfi, með þvi að byrja að rita um hin áðurnefndu mál; þau urðu þá i raun og veru fyrst til meðal þjóðar- innar, spruttu eins og lifvænlegir viðar- teinungar upp úr kjöltu hennar; nú eru þessir teinungar orðnir að trjám; ákvörð- un þjóðarinnar er að hlúa að þeim og þroska þá á ókomnum öldum, ef hún vill lifi halda. Hvervetna í ritgerðum sínum kom séra Tómas fram með eitthvað nýtt, nytsamt og frjálsmannlegt. Trú hans á land sitt og þjóð, viðreisn hennar, vöxt og viðgang var sterk og heilbrigð ; engin tröllatrú eða hillingatrú, en trú studd skynsamlegri og athugulli þekkingu á þjóð og landi; þess vegna var grundvöllurinn undir starfi hans bjargfastur. Hann trúði á Iifið og menn- ina; þess vegna trúði hann líka á sjálfan sig ; hann trúði því, að maðurinn ætti að vinna; að mikið mætti vinna og til einhvers væri að vinna; að eigi væri unnið fyrir gíg, j)ótt eigi sæust strax ávextir. Mark- mið hans var, aö vinna meðan dagur var,— dagur atorku og óvciklaðra lífskrafta á æfihimninum. Hann áleit, að hann væri í skuld við ættjörð sína — stórri skuld, sem aldrei yrði að vísu greidd að fullu, en skylda mannsins væri, að reyna að afborga smátt og smátt eftir föngum; þess vegna vann hann þjóðinni og landinu alt það gagn, er hann mátti; helgaði því líf sitt og krafta. Hann vildi lifa til nytsemi, og hann varð nytsemdar maður; hann hugði ckki framar öllu öðru á frenid og frægðir; hann vissi, að fremdin og frægðin fylgja nytsömu lífi sstarfi, eins og sólin stafar geislum þegar hún skín í heiði; þótt starf- iö sé vanþakkað, misskilið og að engu metið um hríð,— af samtíðarmönnunum,— meðan verið er að vinna það, — þá hlýt- ur viðurkenningin að koma í Ijós fyrr eöa síðar; annars átti Tómas því láni að fagna, að margir samtíðarmcnn hans kunnu að meta hann og starf hans. T>egar á námsárum var Tómasi ljóst, hvað hann vildi; hann eygði niarkið fram undan sér í hillingu; þetta mark var stórt og liátt; til þess að ná því þurfti mikils viö; þess vegna bjó hann sig svo rækilega undir lífsstarfið. Hann misti aldrei þess marks, er hann skaut til í lífinu, örvar hans geiguðu ekki; sökum þess hörfuðu svo margir af óhcillavættum landsins fyr- ir skotum hans. Fjölnismenn voru allir — hver með sínu móti — afburðamenn fyrir sakir gáfna og lærdóms; en Tómas bar af þeim öllum í lífinu sökum óbilandi starfsvilja, þreks og festu í framkvæmdum, hagsýnnar notvirkni og ljósrar og ákveðinnar lífsskoðunar. Hann var ekki leiksoppur atvika og áhrifa, hvarflaði ekki frá einu til annars. Tómas fékk kristilegt uppeldi á guð- hræddu sveita-heimili. Áhrif þau, sem unglingurinn veröur fyrir í æsku, eru drjúgust, livort sem þau eru góð eða ill; hann var þaö hamingjubarn, að verða fyrir hinum góðu áhrifum bæði í föðurgarði og cigi síst í Odda; einmitt á þeim árum, |>cgar mannssálin er gljúpust og hæfust til bess aö mótast af áhrifum; vafalaust hefur þá þegar skapast hjá honum kristilegt hrek og festa í skóla jafn alvörumikils á- gætismanns, eins og séra Steingrimur Jóns- son var. Svo mikið er víst, að í lífinu voru hinar kristilcgu hugsjónir undiraldan í sálu hans. En þær eru máttkastar allra hugsjóna til þess að skapa og móta manninn og gera hann að manni: þær skapa samræmi, ein- ingu og festu í lyndiseinkunn mannsins; þær tengja saman hina einstöku hæfileika, svo að þeir vinna einugir og verða styrkir. Tómas Sænnmdsson var kynkvistur hinnar kristilegu menningar; hún var honum í brjóst og bein runnin; hann lifði og starf- aði á hennar merg; líf hans bar yfirbragð hennar og ættamerki. Þ'ess vegna varð hann rnikill maður, fyrirmynd samtíðar sinnar og eftirkomandi kynslóða; því dreifðust eigi kraftar hans og fóru á ringulreið; því fóru eigi fyrirætlanir hans í handaskolum; því veik hann aldrei frá settu marki né uxu hin stóru hlutverkin í augum. T>ess vegna varð hann fslands heill og fslands blómi. Tómas Sænmndsson var ímynd hins vaknandi þjóðaranda; alt hið besta, ein-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.