Framtíðin - 01.04.1908, Blaðsíða 13

Framtíðin - 01.04.1908, Blaðsíða 13
FRAMTÍÐIN. 29. nútrðar-framfarirnar þar. En a'ð breyt- ingin komi snögglega er óhugsandi. Og svo lengi sem sú breyting á sér ekki stað, svo lengi sem rnynd ættjarðarinnar á mest í hugsunmn fslendinga, svo lengi sem radd- ir íslands snerta betur strengi hjartna þeirra en nokkuð annað, svo lengi munu þeir kveða og syngja. Og hvað syngja l>eir? Vögguljóö, sem þeir námu við brjóst ættjarðarinnar, ljóð, sem Jónas og Bjarni og fleiri góðskáld þjóðarinnar báru gæfu td aö kveða fyrst, og gáfur til að kveða best. Flest-allir gáfumenn þjóðarinnar yrkja Ijóð. En syngur hver með sínu nefi, enda eru margir hjáróma, og er það leitt, Itve rnargir óhreinir tónar eru í íslenskum skáldskap. Þó má búast við að svo sé, þvi fjöldi þessara ljóða-sntiða hafa litla hugmynd um, hvað skáldskapur er, en sumir hinna, sent ekki yrkja, leggja hönd í Itagga til að lyfta leirburðinum upp á ís- lenskar bókáhillur og ata nteð því ljóða- bækur Jónasar og Gröndals og annara slíkra skáldmæringa. ----o---- ENGILLINN, UXINN OG OKID. Eftir /. W. Kcnnard. Níu af hvcrjum tíu karlmönnum hefðu skilið Maríu Cavarly; því hún talaði bæði skorinort og skýrt. Og annað hvort hefðu þeir hneigt sig og farið, af því ekki væri annars kostur, eða þeir hefðu haft sig alla við að telja henni hughvarf með bænum og fullyrðingum. En nú var Roger Grant tí- undi maðurinn, gagn-ólikur hinttm níu, og geröi hvorugt. I stað þess sat hann um stund þegjandi, þegar lntn hafði lokið máli sínu, og var utan við sig aö fitla viö lítinn gullhring, scm hún hafði fleygt í lóf- ann á honum, augsýnilega í vandræðum út af því, sem komið hafði fyrir. Loksins sagði hann — og hreimurinn í röddinni bar það mcð sér, að hann vildi afsaka sig: ..Hræddur cr jeg um það, María! ltvað sem jeg gcri, þá muni þér þykja lítið til þess koma. Jeg er ekki æfður i leiknum, enda höfunt við enga æfingu haft. Og trúöu mér: jeg hef ekki minstu hugmynd um hver vinningurinn verður eða leikur- inn, sem jeg á að leika næst. Og Iþykir mér fyrir því.“ „Vinningur? Leikur?“ — sagði hún, og var eins og hún biti sundur orðin. „Hér er ekki að ræða urn leiki og vinninga, Mr. Grant! Jeg óttast, að þú hafir ekki skilið neitt af því, sem jeg sagði. Það er best aö jeg itreki það; þvi skilningur þinn virð- ist allur kominn á ringulreið. Jeg var að segja, að vegna ástæða, sem óþarfi er að skýra frá, væri öllu nú lokið, sem farið hefði okkar á milli. Trúlofun okkar er slitið, og mér hlotnaðist sá heiður rétt núna, að skila Iþér aftur hringnum þínurn. Er það nú nógtt ljóst?“ Grant brosti, og var eins og hugsandi um stund, svo sagði hann: „Já, góða mín, jeg skil fyllilega orö þín. Og jeg þakka þér fyrir, hvað vel þú hefur umborið skilningsleysi mitt. En jeg verð að segja það, að mér finst þú fara heldur geyst ■— svo að segja hraða um of ferðinni. Gantall skólakennari minn var vanur að segja, að stór-galli væri það hjá mönnum okkar tíina, hvað fljótir þeir væru á sér með að leiða almennar ályktanir út af fám, einstaklegum dæmum. Og jeg hygg hann hafi átt við það, hvaö mönnum nú er gjarnt til að komast í einu stökki að niður- stöðu þeirri, sent þeir eru áfrain um að komast að. Uggir mig þess, að konum sé enn þá hættara við því en karlmönnum." Fvrirlitningar-glott virtist leika um varir stúlkunnar, og hún sagöi kttldalega: „Fyrirgefðu! Jeg sé ekki, hvað þessar ánægjulegu heimspekis-athugasemdir þínar konta rnálinu við, sem utn er að ræða.“ „Nú, einmitt það? Mér er það full-ljóst. Þú ert of fljót á þér með að gera almennar ályktanir — þú kemst á hendings-kasti að niðurstöðu þinni.“ „Jeg vona þú vitir, hvað >þú átt við, Mr. Grant! Því jeg játa, að ekki veit jcg það.“ „Ilvaöa skclfilegur klaufi hlýt jeg að vera að útskýra,“—sagði hann með bliðu-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.