Framtíðin - 01.04.1908, Qupperneq 16
32.
F R A M T ÍÐ I N.
þess hvað sterk vínbanns-hreifingin er far-
in að verða. Guð gæfi að sú iireifing
magnaðist svo, að þær krár yrðu gerjðar
landrækar. Það yrði þó landhreinstp!
----o----
FYRIRSPURN.
Bandalagið eitt langar til að fá að vita
hjá einhverju systur-félaginu, hvaða vegur
sé til þess að koma lifi i félag, ef eitthvert
uppdráttar óhræsi er komið í það. Að
þessu er spurt frá ctlmcnnu sjónarmiði.
það verður að skilja spurninguna á þann
veg. Það er ekki verið að drótta nenu að
veg. Það er ekki verið að drótta neinu að
spyr, að það verði fyrir nokkrum grun, þó
það i grannleysi spyrji. Það er gott að
vita svona hluti fyrir frarn, ef eitthvað ó-
happ skyldi koma fyrir. Það eru hyggindi
að vera við búinn. Og betri er sóttvörn en
lækning. Það er alveg áreiðanlegt.
Svo er annað. Ritstjóri Framtíðarinn-
ar hefitr ekki heyrt hiö allra minsta til
neins bandalagsins — ekki einu sinni tíst.
Og þó heyrir hann mæta-vel, þó ekki sé
hcyrnin alveg eins góð og hún var hjá
Heimdalli gamla. Ef hann ætti eins góð
eyru og hann, þá heyrði hann vitanlega
margt og mikið gott og gagnlegt, sem á
seiði v;eri hjá þeim. En nú eru honum ekki
slík eyru sköpuð. Og þurfa bandalögin því
að hafa ögn hærra — brýna ofur-lítið bet-
ur gogginn. Og til þess nú að hjálpa þeim
til að lirýna hann og koma þeim á stað, er
kontið meö fyrirspurnina og beðið um
svar upp á hana. Það er líka betra að
spyrja, þó eitthvað sé að spurningu, heldur
en að stein-þegja.
Núnú. Vill þá ekki eitthvert bandalagið
liafa oröið? Það er ágætt að hugsa sig
vel um. En of mikiö má úr öllu gera. Sá,
sem ætlar sér að synda, má ckki hugsa sig
of vel um. Það er þá hætt viö því, að
ekkert veröi úr sundinu.
Jæja, hver biöur um orðið?
/ tilcfni af beiðni um ,að senda blað-
stranga til póstafgrciðslumanna, en ekki
þeirra, sem áskrifendum hafa safnað, skal
skýrt frá því, að póststjórnin leyfir það
ekki fyr en hún er búin að gefa leyíi til
þess, að senda blaðið eins og hver önnur
blöð með pósti. Vonandi verður það bráð-
um. Nú kostar undir blaðið sama og undi '
bækur.
Svo eru þeir beðnir, sem senda inn pen-
inga fyrir fleiri kaupendur í senn, að muna
eftir því að skýra frá, hverjir borg-i
------
GAMAN.
-- —■-JG=
Einn kunningi ritstjórans hvíslaði að
honum þessari sögu hérna um daginn: —
Kennari biður barn að segja sér, hvað
hrœsni sé. Barnið svarar: Að koma hlæj-
andi í skólann.
Vitanlega fara ekki öll börn með ólund
í skóla. Mörgum þykir vænt urn það og
koma i skólann brosandi — brosa, af því
þeim er það eðlilegt.
Hann vissi töluvert. — Maður, sem vildi
fá að vita um náunga einn, hvað mikið
liann vissi, spurði kunningja sinn: „Veit
hann mikið.“ — Kunningi hans svarar:
„Hann veit ekki að eins, hvað litið hann
veit; en hann veit lika nóg til þess að láta
ekkcrt bera á þvi.“
BORGUN fyrir blaðið ern áskrifendur beðnir
að senda nú þegar til br. J. A. Blöndal, P.O. Box
136, Winnipeg, Man.
UTGEFENDUR BLAÐSINS eru HiÖ ev. lút. kirkju-
félag ísl. í Vesturh. (•« hin sameinuðu bandalög.
U I GÁí' UNEF ND : Súra N. Steingr. Thorlaksson,
ritstj., adr.; Selkirk, Man., Can.; súra Friðrik Hallgríms-
son, forseti; hr. Jón A. Blöndal, féhirðir, adr.: P. O. Box
136, Winnipeg, Man,; hr. Hallgrímur Jónsson, skrifari;
h 1. Geo. Peterson. — BlaÖiÖ á að borgast fyrirfram. —
Arg. hver er 75 cts.» en ef 10 eintök eru send til sama
manns og hann sór um útbýting þeirra, þá 65 cts.
I’RENTSMIÐJA LÖGBERGS