Framtíðin - 01.12.1909, Síða 24
150
F B A M T 1 Ð T N.
það margir, sem blástirnif) ininnir á inisk-
unarfaðm föðursins ?
Sporléttur héri hoppaði þangaS sem
Jens lá i snjónum og sperti upp eyrun og
liorfði forviða á þenna gest, sem hafði
dirfst að vanhelga musteri hans.
Á svipstundu voru þau komin, skógar-
vörðurinn og dóttir hans. Og með nokkr-
ran erfiðismunum komu þau sjúklingnum
heim í húsið og upp í rúm. En þar virt-
ist sú hjálp, sem þau gátu veitt hinum ó-
kunna manni, á enda.
Margir drykkjumenn fá hið ofboðslega
ölæði, sem kallast delirium tremens, rétt
áður en vínið gjörir alveg út a'f við þá.
t’egar líkamskraftarnir eru að þrotum
komnir, og skilningarvitin ncita að starfa,
er sem hin fallna sál fái skygnst út í ógnir
og skelfingar þær, sem hún má búast við
að mæta í eilífðinni. í þessu ástandi var
Jens. Hann byltist og hentíst um rúmið
öskrandi og veinandi. Iiann kvartaði um
höggorma, sem vöfðu sig kaldir og blautir
tim líkama haiis. Hann sá ljót og hræðileg
skorkvikindi skríða alt í kring um sig. Og
stundum ginu við honum hræðilegir villi-
dýrakjaftar. Kaldur svitinn braust út á
honum og andlitið tapaði allri mannsmynd.
Og Hans varð að binda hann niður með
reipum, svo hann hefðist vfð í rúminu.
Svipur skógarvarðarins lýsti bæði undr-
un og vandræðum. Hann var búinn að
þekkja bróður sinn og minkuðu ekki vand-
ræðin við það. Hann gekk fyrst um gólf,
en settist svo út í horn, eins langt frá
rúminu eins og harrn gat. Gréta liorfði
með tárin í augunum á hinn örvita aum-
ingja. og vissi ekki hvað hún áttti til
bragðs að taka. Hún reyndi að tala við
hann, en sýnilega skildi hann ekki eitt ein-
asta orð. Einu sinni leit hann á hana og
nefndi nafn hennar, og þá hrökk hún við,
því hún var viss um að hún hafði aidrei
séð hann fyr, en hana grunaði ekki, að
það var móðir hennar, sem honum fanst
hann sjá við rúmið.
Eftir nokkrar árangurslausar tilratinir
að tala við sjúklinginn, og þar eð óhugs-
andi var að reyna að sofna. tók Gréta fiðl
tma sína og lék nokktir einföld lög, sem
hún hafði verið að æfa áður en hún kom
heim. Það fór að koma kyrð á sjúkling-
inn og óráðið minkaði. Hann var jafnveí
fariim að fylgja meö augunum hönd Grétu
sem hélt boganum. Og þegar hún varð
þess vör að hljóðfæraslátturinn hafði þessi
áhrif á hann, varð hún svo glöð, að hún
gleymdi alveg laginu og spilaði eitthvað
frá sínu eigin brjósti. Nú þurfti hún að
svæfa hann. Sælir og þíðir töfratónar
vöknuðu við strengina og liðu inn í hina
hreldu sál og veittu henm trið. Gréta
vissi varla af sér lengur. Henni fanst sem
himneskar verur hvisluöu að sér indælli
vögguljóðum en hún hafði nokkurn tírna
áður heyrt. Og faðir henna- sat agndofa
og starði á hana, eins og hún væri dratint-
sjón, sem hverfa mundi á burt ef hann
hreyfði sig. Það var líka sjón að sjá
hana! Þangbrúnt hárið hafði losast úr
fléttunum og liuldi axlirnar. Höftiðið
laut að fiðlunni, augun vóru hálflukt og
einhver himnesk ró hvíldi yfir liinu fagra
andliti hennar. Eins og drifhvítur álftar-
háls leið armur hennar til og frá með
bogann. Alt af varð lagið þýðara,
ljúfara og sætara, þar til tónarnir virtust
koma langt að úr öðrum og betra heirni,
og áður en áheyrendtirna varði, var rödd
Grétu komin inn í lagfð -— svo blíð og
hrein, og orðin féllu inn í sálu manns eins
og lognmjöll á sléttan sæ.
“Sjá, liimins opnast hlið”— Var það
engill í fjarska sent vildi benda manni á
lilið himinsins? Svo fanst Hans; en
svefninn var að flytja sál sjúklingsins út
á reginhaf gleymsktinnar.
Morguninn eftir var komið eftir Jens.
Hestarnir höfðu staðið skjálfandi við hest-
liúsið um morguninn, og var strax farið
á stað að leita. Jens, sem var mjög eftir
sig, var vafinn innan í feldi og borinn út í
sleðann. Hann kvaddi skógarvörðinn með
handabandi, kvaðst hafa komið til að ráð-
stafa skógvarðarembættinu, og sagðist
mundu bráðlega senda honum skeyti því
viðvíkjandi. En þcgar Gréta rétti honum
bendina, dró hann hana að sér og hvíslaði
einhverju að henni. Hún hikaði ögn, laut