Framtíðin - 01.12.1909, Síða 28

Framtíðin - 01.12.1909, Síða 28
154 F R A M T I ÐIN. þá liöi henni vel á heljarþröminni. En ,svo auðmjúk er hún ekki, að hún álíti sjáifa sig gagnslausa og hamingju sína það aS deyja sem fyrst. Hún vill vinna og gera gagn, og þykist eiga erindi inn á hvert einasta íslenskt heimili. Þess vegna vill hún fá aS lifa, ef nokkur kostur er á því. En þaS veit hún, aS þaS er minst undir vilja hennar komiS, heldur undir því, hvort hún hefur náS hylli þeirra, sem hafa keypt hana, og hvort þeir vilja, aS hún lifi, og leggja henni liS. ÞaS er lítil saga í blaSinu núna um fá- trekan mann, sem baS sér ölmusu. Besta hjálpin, sem hann naut, var hluttekningar- koss ungrar og faljlegrar stúlku, en fá- trekrar, sem ekkert annaS hafSi til þess aS gefa honum. Hluttekningar-koss myndi FramtíSinni þykja vrent um að fá frá öllu nnga fólkinu íslenska, og öllum mæSrunum íslensku, sem er ant um hana — rembings- koss, er rekinn væri að henni á þann hátt, — aS hcnni vœri sendir þrjii til fjögur hundruS nýir kaupcndur. T’á yrði hún ekki lengur á heljar-þröminni. HvaS margir vilja reka að' hcnni þcnnan remhings-koss á jólununi? Syngdu við verkið þitt. Kona sá dreng sælda öskú, og söng hann hjartanlega á meðan hann var að því. Hún hlustaöi á hann um stund; svo spurSi hún hanrt: “Nonni! þvi synguröu á tneS- an þú ert aö'sælda öskuna?'’ — “Já, þaS skal jcg segja,” sagöi hann. “Mér leiöist verkiö. Þess vegna svng jeg: en þá geng- ur þaS miklu fljótar.” ÞaS er mikil speki fólgin i þessu svari drengsins. Alt, sem gott er, fæst fyrir vinnu. En ntörg vinna er sumum mjög ó- geSfeld. En söngur kemur okkur í gott skap, og örvar mann yfirleitt til vinnu. Hersöngur er alveg nauSsynlegur í orustu. Söngur hressir mann viö vinnu. Grátur veikir mann. ÞaS cr satt, sem hér segir: “Syngl.og menn syngja meö þér; Grát.! og þú grætur einn.” Drengur sá eSa stúlka sú, sent fer syngj- andi aö verki sinu, er til ánægju og. upp- örvunar á heimilintt, Menn og konur, sem vinna verkiö sitt við söng, efla samrœmiS í lífinu, og flytja alstaöar meS sér friS og ánægju. KegSu ofurlítiS meira af söng ánægjunnar inn í hlutskifti þitt, og skyldu- starf, þá verSur lifiö þér árei'Sanlega miklu skemtilegra. Young Folks. „Guð blessi þig, pabbi minn“. Jeg gekk meö þér á götu, grátperlur titruöu á kinn, og baö meS barnslegum rótni: “GuS blessi þig, pabbi minn!” Og heim kominn gekk jeg hljóður aö hvílunni þinni inn, og baö þá svo blitt aö nýju: "Guö blessi þig, pabbi minn!” Aö kveldi jeg baö minnar bænar og baö mér tárin á kinn, því bak viS bænina var þaö: “Guð blessi þig, pabbi minn !” Jeg sofnaSi sætum blundi og sá þá engilinn minn; hann sagSi meS blíðu brosi: “GuS blessar hann pabba þinn”. Og þegar j'eg brá svo blundi burt var hvert tár af kinn; jeg' sagSi meö björtu brosi: “GuS blessar þig, pabbi minn.” — Bjarmi. Wilbur Wright, annar .hinna frægu Wright bræöra, flaug á loft-fák sínum 4. Nóv. fram og aftur eftir Hudson-fljótinu um 20 tnílur. Á einni vél þeirra bræöra flaug franski grcifinn De Lambert yfir Parísarborg .18. Nóv. um 31. mílu á tæpurn 50 mínútum. Stundum var hann 200 fet, stundum eitt þúsund fet írá jöröu. Hring- inn i kring um Eiffel turninn flaug hann, og til baka aftur á sömu stöðvarnar, þaöan sem hann fór. . .,

x

Framtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.