Framtíðin - 01.12.1909, Blaðsíða 32

Framtíðin - 01.12.1909, Blaðsíða 32
158 F R A M T t Ð I N. Söngsamkoma að sumri. Síöastliöiö sumar gat ekki af því orðiö, fyrir atriði, sem stjómar- nefndirj gat ekki við ráðið, að Hin sam. íslenzku lútersku söngfélög héldu samkomu. En nú er svo ráð fyrir gert, að söngsamkoman verði ha'.din á sumri komancla i Winni- peg, í sambandi v.ö kirkjuþing. .Ettu nú safnaða-söngfélögin að taka höndum saman um það, að van.'.a sem bezt til þeirrar sam- koimi', og taka nú sem fyrst til að ;efa þá söngva, sem valdir hafa ver ð. Notað verður sönghefti það, sem prentað var í fyrra vetur. Menn geta pantað það hjá hr. J. S. Björnson, Mountain, N.D.,; borg- unin, 25 cents fyrir eintakið, á að fylgja pöntun. Auk þess verða sungnir nokkrir söngvar aðrir, sem ekki eru í heftinu, og mun söngstjórinn, séra H. B.Thorgrím- sen gefa bendingar um það áður en langt liður. Á þær tvær söngsamkomur, sem þegar hafa haldnar verið, hafa söngfróð'r menn lokið miklu lofsorði, og bent á þetta fyrirtæki hinum kirkjudeildunum hérlendu sem fyrirmynd. Þetta ætti að vera oss hvöt til þess, að láta nú áfram- haldið vera byrjuninni samboðið. Það er enginn efi á þvi, að þessar söngsamkomur geta orðið til mik- illar blessunar og ánægju fyrir unga fólkið, ef vel er á haldið, og yfir höfuð að tala orðið til þess að glæða hjá oss áhuga fyrir sönglist- inni. Miklir sönghæfilei'kar eru hjá oss óæfðir og ónotaðir,— eins og ljós undir mælíkéri. Látum oss veita með þeim ný'jum 'straumum feguirðar og heilbrigðrar glaðværð ar og ljóss inu í félagslif vort. Það er mikið á boðstólum af óhollum sken.tunum, seui tjóni hafa valdið og óláni meira en orð fá lýst. Með cngu mót. veröur þeim betur út- rýmt en því, að bjóða aðrar góðar og hollar i staðinn. En góð skemt- 1111 og göfgandi er söngurinn þeim er hann temja sér. Eldra fólkið ætti því að hafa áhuga .á þessp máli, og hvetja unga fólkið til þess að sinna því og leggja sem mesta rækt við það. Söngsamkoman fyrirhugaða á ekki að verða gróðafyrirtæki. Öll- um tekjum sem afgangs verða nauðsynlegum kostnaði, verður varið til þess að endurgjalda söng- flokkrun ferðakostnað. Verði sam- koman vel sótt, ætti sá kostnaður því ekki að verða söngflokkum til- finnanlegur og ef til vill litill sem enginn. Þau söngfélög, sem taka vilja þátt i þessari söngsamkomu, geri svo vel að láta undirritaðan vita um það sem fyrst, ómögulega seinna en fyrir nýár, og munu þe’rn þá verða látnar í té nauðsyn legar bendingar þessu máli við- víkjandi. Tökum nú höndium saman um það, að halda við þeim heiðri, sem vér höfum þegar hlotið. Og lát- um oss fara fram, svo að orðstír- inn geti farið vaxandi. Látum sjást að Vestur-íslendingar geta staðið öðrum jafnfætis hér í landi í fögrum listum, engu síður en bókmentum og verklegum fram- kvæmdum. Baldur, Man., 19. Nóv. 1909. Fr. Hallgrimsson. . -------o------■-

x

Framtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framtíðin
https://timarit.is/publication/460

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.