Fríkirkjan - 01.12.1899, Page 2

Fríkirkjan - 01.12.1899, Page 2
178 „Verði ljós!“ og fríkirkjan. „Verði ]jós!“ er hið eina íslenzka kirkjublað, sem hefur vorið eindregið á móti aðskilnaði ríkis og kirkju á íslandi, og virðist það undarlegt, að blaðið skuli geta gengið alveg fram- hjá vitnisburðum sögunnar, heilbrigðrar skynsemi og guðsorðs, sem allir saman augljóslega benda á yfirburði fríkirkju yfir ríkiskirkju. Haldi blaðið áfram að vera eins rammt rikiskirkjublað, eins og það hefur gjört, þá hljóta dagar þess að vera taldir, því að fríkirkjuandinn liggur í loptinu, og menn kaupa ekki til lengdar blað, sem í raun ráttri hrópar: „Verði myrkur!“, þó það beri hinn glæsilega titil „Vei'ði Ijós! “ Sá sem berst móti fríkirkju, berst móti málefni sjálfs Jesú Krists. Hann og postular hans voru hinir fyrstu frí- kirkjumenn. Þegar hinir gömlu ríkiskirkjumenn með prestahöfðingjann í broddi fylkingar ofsóttu postula drottins, þá tókst hinum vitra lögfræðingi Gamaliel eitt sinn að hepta grimdaræði ráðsins mikla, þegar menn þar í ráðinu „skárust innvortis og voru þegar alráðnir í að hfláta þá.“ Gamaliel lauk máli sínu með þesssum orðum: „Og nú segi eg yður, hættið við þessa menn og látið þá vera, því ef þetta áforrn oða fyrirtæki er af mönn- um, fellur það sjálfkrafa; en sé það frá guði, þá megnið þér ekki að kefja það; svo þér ekki verðið fundnir í að vilja stríða gegn guði“ (P. g. 5, 88. 39.) — Þessi orð ætti V. lj. og allir mótstöðumenn frikirkjunnar að hugleiða, og minnast þess, „að allt sem áður er skrifað, það er áður skrifað oss til upp- fræðingar. “ Aldrei hefur, „Verði ljós!“ lagt sig niður við að rita með ástæðum gegn fríkirkjumálinu, né að reyna að hrekja ástæðurþær, er fram liafa verið bornar þvi til stuðnings. En hafi úr penna hjá einhverjum öðrum hrotið vanhugsaðar ástæður og orða- reykur gegn fríkirkjunni, þá hefir blaðið fegins hendi gripið það á lopti, smellt því mergjaðasta á prent hjá sér og ýmist „undirskrifað hjartanlega" eða iýst það „hverju orði saunara." Pannig :;.:di:>.krifaði „Vorði ljós!“ hjartanlega kaíla úr grein

x

Fríkirkjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.