Fríkirkjan - 01.12.1899, Qupperneq 4

Fríkirkjan - 01.12.1899, Qupperneq 4
180 fyrirkoraulagimi að nema af þeim mönnum, sem fylgja ])eim meginreglum „að guðs orð eitt, en ekki rikið né biskupar", eigi að ráða löguin og lofum. Um Ameríku segir hann: „mikiu meira líf og hreyíing er þar í kirkjum en nokkurstaðar í gömlu löndunum. Eptir að síra Mattías hefur lokið þessu lofsorði á frikirkj- urnar, þá kemur hjá honum lýsing á ekta ríkiskirkju, nefnilega biskupakirkjunni á Englandi, og er sú lýsing alit annað en fögur eða fyrirmyndarleg: „ofmetnaður og eigingirni, skinhelgi og þráiyndi, apturhald og hroki — aliar syndir skriptlærðra og farísea. “ Vér bætum við: allar venjulegar ríkiskirkju syndir. Hún vill „eiga allt, gína yfir öllu“ (gín ekki kirkjan á landi voru enn yflr rangfengnu fé ?). . . . Forréttindi auður og ofmetn- aður. . . . Fjöldi presta lifir við sult og seyru, en aðrir fá laun eins og biskupar (þetta frá 2,000 til 15,000 pund, 36,000 til 270,000 — kr.).“ Verður ekki hver, sem les þetta, ósjálfrátt að færast nær fríkirkjuhugmyndinni? Síra Mattías kannast við að fríkirkjuhreyfingar i öðrum löndum hafi haft mjög góð áhrif í tímanlegu tilliti og tekur auðsjáanlega þær fríkirkjur, sem hann þekkir þar, framyfir ríkiskirkjuna. Getur þess að margir (og má bæta við hinna vitrustu manna t. d. Gladstone) vilji afnema rikiskirkjubáknið enska, sem ekki er nein furða eptir lýsingu síra Mattíasar á henni. En á íslandi á þetta að vera allt með öðrum hætti, þar á fi íkirkja að vera óhugsanleg, og hið mesta óráð, að losa kirkjuna úr sambandinu við rikið. Og fyrir hverjar sakir? í einu orði fyrir það, að „ísland er ekki Ameríka!" Það er hægt að kasta fram svona ástæðu. en það er erfiðara að sanna að hún liafi verulegt gildi. Auðvitað er ísland ekki eins fjölbyggt og auðugt eins og sum önnur lönd; en til þess að þar af .verði dregin sú álykt- un, að vér íslendingar hljótum þess vegna að fara á mis við blessun þá, sem fríkirkja annarstaðar hefur haft í för með sér, þá verður að leiða rök að því, að fátækt landsins gjöri fríkirkju ómögulega. En það verður erfitt viðfangs, eptir að söguleg sönnun, reynslusönnun, er komin fyrir hinu gagnstæða, þar sem lítill hluti einnar sveitar hefur urn mörg ár haldið uppi hjá sér frjálsri kirkju.

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.