Fríkirkjan - 01.12.1899, Side 5
181
íslenzka kirkjan getnr hvorki sem rikiskirkja, né sem frí-
kirkja, gjört presta sína að auðugum prelátum, eins og gjörist
sumstaðar í öðrurn löndum, enda er það ekki eptirsóknarvert;
en ríkiskirkjan hefir gjört og gjörir enn margan prestinn að
ágjörnum og yfirgangssömum mammons þjónum, er hafa setið
í embættum sínum sjálfum sér til skammar og kirkju drott-
ins til niðurdreps. Þessu verður ekki neitað, og þó að segja
megi, að fríkirkjuprestar geti líka gjörst ágjarnir og yfirgangs-
samir, þá er því það svar að gefa, að bæði er það i sjálfu
sér ólíklegra, með því þeir mundu ekki ganga í prestskapinn
af gróðalöngun og eigi heldur hafa neitt jarðagóss yfir að
ráða; og svo er sá kostur við fríkirkju, að liver söfnuður get-
ur þegar er hann vill losnað við prest sinn, svo að það mundi
varasamara fyrir frikirkjuprest að sýna fégirni i framkomu
sinni eða óreglu í lifnaði sínum, heldur en fyrir ríkisprestana,
sem ávallt mun reynast erfiðara að víkja úr sessi, og sem
dærnin sanna að geta árum saman og til æfiloka setið í em-
bættum sínum í úlfúð og trássi við sóknarfólk sitt.
Ein af undarlegustu setningunum hjá M. ei' þessi: „Að
vísu kunna þeir að hafa rétt fyrir sér, sem segja, að kreddu-
bundnar kirkjur verði smámsaman ómögulegar, en hvað þá
ef rikin hættu að styðja þær með valdi sínu, lögum, stéttum,
stofnunum, auði og áliti'! !“ fessi setning er meistarastykki
af Mattíasarlegri logík. Fyrst gefur hann þeim rétt, er segja
að „kreddubundnar kirkjur verði bráðum óinögnlegar“, og er
auðvitað, þó hann að eins segi að þeir „kunni að hafa rétt
fyrir sér“, að hann er þeim samdóma og vill eins og þeir að
þær verði ómögulegar; en svo í sömu andránni setur hann
sig sem kredduprest og sér eptir því, að ríkisvaldið skuli ekki
styðja hinar kreddubundnu kirkjur, svo þeér geti enzt sem
lengst. Hér kemur og einkar glögglega fram, hvað það er,
sem hann álítur að eigi að halda ríkiskirkjunni saman, nfl.
„vald ríkisins, lög, stéttir, stofnanir, auður og álit“. Þetta
allt ætlast hann, og yfir höfuð rikiskirkjuvinirnir, til að styðji
kirkjuna; þeir þora ekki annað en hafa hana girta þessum
megingjörðum. En vér fríkirkjumenn segjum : burt með allar
slíkar megingjarðir, því að ef kirkja Jesú Krists, sem eins vill