Fríkirkjan - 01.12.1899, Síða 6
182
frelsa íslendinga eins og aðra menn á jörðunni, getur ekki
staðist af sjálfri sér, þá á hún að falla.
..Fornt allsherjarskipulag kann að sýnast sjúkt og komið
rótt í kör, og get.ur þó iifnað við“. Yiti menn! Ætli nokkur
neiti því, að það megi iífga við eða endurbæta íákiskirkju-
skipnlagið. Það dettur víst engum í hug að neita því; en
hvort það verður hinu innra til gagns, er annað mál. Það
getur faiið svo. að hinn ytri maður kirkjunnar endurnýist., en
hinn innri maður hrörni.
Þannig hefir það einmitt verið í þjóðkirkjunni á landi
voru. Allir vita, að það hefur verið reynt að dubha upp hið
forna allsherjarskipulag með ýmsu móti, svo sem sóknar-
nefndum, héraðsfundum, prestskosningarlögum o. fl., en þó
hnignar kirkjulifinu fremur en að það glæðist, og það þi'átt
fyrir nýja barnalærdómsbók og nýja sálmabók, er út hafa
komið á sama tímá, og hætt er við, að hið sama verði uppi
á teningniprn, þó endurskoðaða handbókin komi til með ný
víxlsönglög til að brúka í kirkjunum. Það má að vísu í
lengstu lög segja, að ekki só fullreynt, hvað komast megi með
þjóðkirkjufyrirkomnlaginu til framfara og fulikomnunar i trú-
arlífinu ; en með erm meiri rétti má segja, að það er full-
reynt, að það má komast langt aptur á bak með því, þó það
sé liklega ekki fullreynt heldur, hversu■ langt má komastaptur
á bak.
Pegar M. er að líkja ríkiskirkjunni við „lífskerfi hinna
gölnlu skógareika", þá er, eins og svo opt, blandað saman
hinum innra lífskjarna eða lífskrapti kirkjunnar við hinar ytri
umbúðir. Umbúðirnar eru mannaverk og fyrnast sem öll
verk maunanna; en kjarninn, lifskrapturinn, er drot.tins verk
og- get.ur ekki fyrnst né liðið undir lok. Þó ailar ríkiskirkjur
í veröldu féllu um koll, þá mundi hin gamla eik kristindóms-
ins standa, því að hún er sífellt ung, og lífskraptur hennar
mundi þá fyrst koma til fulls í ijós í frjálsum kirkjufélögum,
sem eingöngu byggðu traust sitt á hinum máttuga drottni
kirkjunnar, en ekki á rikisvaldi, lögum, stéttum, auði og á-
liti. Enginn, sem elskar Krist, mundi því þurfa að ráfa um
auða staði með sorg og söknuði, eins og M. segir, þó ríkis-
kirkjueikin væri upprætt, og er það ófyrirgefanlegt af manni,