Fríkirkjan - 01.03.1901, Blaðsíða 9
41
vel trú ið því, Arthúr, að ef á þyríti að halda, þá legði hann
líf sitt i sölumar fyrir þig.“
„Eg veit það, eg er viss um það; en til hvers er að vera
að tala um það? eg get ekki að þessu gjört. Mér þykir vissu-
lega mikið fyrir því, að þú skulir taka þetta svona nærri þér,
Emilía,‘; sagði Shelby, „en og segi þér satt, að eg get ekki
að því gjört. Eg ætlaði mér ekki eð segja þér það, Emilía;
en í stuttu máli, það er ékki annar kostur, en annað hvort
að selja þessa tvo eða selja allt; annað hvort verða þeir að
fara eða allt. Haley hefur þunga veðskuldakröfu gegn mér,
sem hann ætlaði að taka allt upp í, ef eg borgaði ekki strax.
Eg var á hans valdi, og vart að gjöra það.
Frú Shelby stóð sem þrumulostin. Loksins gekk hún til
herbergis síns, fól andlitið í höndum sér og andvarpaði þungan.
„Þetta er bölvun guðs yfir þrælahaldinu! Beiska, beiska,
meinbölvaða ástand. Bölvun fyrir húsbóndann, og bölvun
fyrir þrælinn! Eg var heimskingi að hugsa, að eg gæti leitt
nokkuð gott út ur slíkri dauðans villu. Það er synd að halda
þræl undir slíkum lögum sem vorum. Eg hef ávallt fundið
það. En eg hugsaði að eg gæti gjört gott úr því; eg lnigsaði
að eg með góðsemi, umhyggju og uppfræðslu, gæti gjört æfi
þeirra betri enn frelsið. Hvílík fásinna!"
IV. Móðirin.
Hjónin grunaði lítið, að það væri manneskja, sem hlýddi
á þessa samræðu þeirra. Elísa, sem var bæði óttasiegin og
kvíðafulk hafði falið sig í stórum skáp, er opnaðist bæði inn í
berbei'gi frúarinnar og út i ganginn.
Þegar þau slitu talinu, kom Elísa fram úr fylgsni sínu,
og gekk hljóðlega burt.
Hún var föl og skjálfandi, með harðlega andlitsdrætti og
samanklemmdar varir, og með öllu ólík hinni viðkvæmu og
veigalitlu manneskju, sem hún hingað til hafði verið. Hún
gekk gætilega fram eptir ganginum, staðnæmdist eitt augna-
blik fyrir framan dyr húsmóður sinnar, og fórnaði upp hönd-
um í þegjandi hjálparbæn til himinsins, og svo hvarf bún inn i
herbergi sitt.
Það var lítið en snoturt herbergi, á sama gólfi og her-