Fríkirkjan - 01.03.1901, Síða 11
43
„Sameiningin“ um hina vísindalegu biblíurannsókn,
í janúarblaði „Sameiningarinnai " 1901 hefst ritgjörð, senr
hefur titilinn: „Biblíufræðin nýja.“ Það er síra Bjftrn B. Jóns-
son, sem þar tekur til máls, sami maðurinn, er átti hinn rök-
samlega fyrirlestur í 9. árgangi „Aldamóta" um „guðiegan inn-
blástur heilagrar ritningar.“
Það eru ekki nema örfá upphafsorð, sem enn eru komin;
en auðsætt er af þeim, að höfundurinn er einn af þessum „fá-
fræðingum, sem ekki hafa getað „fylgzt með“. Oss er ekki
kunnugt um aldur þessa höfundar; má vera að hann sé undir sama
númeri, eins og séra Jón Bjarnason, sem V . . . . Ijósið kemst
svo að orði um: „ — enda væri rangt að ætlast til slíks
(o: að hann geti orðið samdóma hinum lærða dóeenti) af manni,
sem kominn er á aldur síra Jóns og auðvitað hefir ekki átt
kost á sem skyldi að fylgjast. með í þeim vísindagreinum guð-
fræðinnar, sem um það mál hafa fjallað."
„Miklir menn erum við, Hrólfur minn!“
Yegna þeirra, sem ekki sjá „Sameininguna“ viljum vér
taka upp í blað vort nokkra kafla úr ritgjörð síra Bjarnar:
„Prestaskólakennari séra Jón Helgason hefir á síðustu miss-
irum í blaði sínu „Verði ljós! “ og á annan hátt gjört sér mik-
ið far um að útbreiða meðal landa sinna þekking á því, sem
kallað hefir verið „Hinar nýju vísindalegu biblíu-rannsóknir. “
Hefir hann viljað telja mönnum trú um, að úti i menntaða
heiminum hvervetna sé „allir hinir trúuðustu og ágætustu
vísindamenn“ fallnir fiá þeirri gömlu kenning, að öll ritningin
sé innblásin af guði og sé óskeikult guðs orð. Hann hefir
leitazt við að sýna fram á, að mikið sé um „þversagnir" og
„mótsagnir" í biblíunni og að þessi trúarbók kristinna manna
sé mjög ófullkomin og að ýmsu leyti óáreiðanleg..........
Hér fyrir vestan hefir framkoma séra Jóns Helgasonar í
þessu máli orðið til að hneyksla fjölda fólks, og hefir mörgum
verið það stórt sorgarefni, að einmitt sá maðurinn, sem vinir
kristindómsins væntu svo mikils góðs af, skyldi snúast þannig
á móti einum aðal-lærdómi „orþodoxu" kirkjunnar. Og lak-
ast af öllu er, að þessi háttvirti kennimaður hefir einatt verið
mjög óvarkár með staðhæfingar sínar og sagt þau tíðindi af