Fríkirkjan - 01.03.1901, Blaðsíða 13

Fríkirkjan - 01.03.1901, Blaðsíða 13
45 svo að orði: „Sú stofna, sem einkennir sig með nafninu „hærri kritík“, þýðir í meðvitund manna nú sem st.endur sama sem vísindaleg vantrú.“ Síðar í sama blaði fer ritstjóri „Sam.“ nokkrum orðum um ritgjörð síra B. og tilefni hennar, og gefur að endingu til kynna að hann sjálfur búist við að taka siðar til máls nm þetta efni. Orð farast honum þannig: „Ritgjörð séra Björns B. Jónssonar um „bibhufræðina nýju“, sem byrjar i þessu „Sam.“-blaði, verður vist af mörgum vand- lega lesin og af sumum að minnsta kosti mjög vel þegin. Svo- langt sem hún nær, skýiir hún málið ágætlega. En þetta er að eins byrjan. Hann heldur máli sínu áfram í nokkrum rit- gjörðum, er „Sam.“ síðar kemur með. Séra Biörn var til þess neyddur að taka til máls, úr þvi „Verði ljós!“ réðst eins óvægi- lega á skoðan hans á heilagri ritning og það hefir gjört í rit- dómi sínum um innblásturs-fyrirlestur hans í „Aldamótum.“ Hefði séra Björn engu svarað, né neinn annar, sem sömu eða líka skoðan hefir, mátti ætla, að sú hlið málsins hefði engin rök fyrir sig að bera og stæði uppi algjörlega varnai'laus. Vænt- anlega þykir og vini vorum séra Jóni Heigasyni betur að tek- ið er til að ræða rnálið einnig hér hjá oss Vestur-íslendingum, þó að ekki só honum allir samþykkir. Því auðsætt er, að hann hefir gjört sór rnjög mikið far um að koma því á dagskrá hvervetna í kirkju þjóðar vorrar. Vér erum nú ekki þeirrar skoðunar, að rétt hafi verið að gjöra þessa tegund bibliufræðinnar að sliku aðal-máli i kirkju- legu alþýðublaði, eins og gjört hefir verið í „Verði ljós!“ En úr því að svo er komið sem komið er, og úr því að tvær eru hliðar á þvi máli, þá dugir ekki, að að eins annar málspartur- inn hafi orðið. Og af þvi að skorað hefir verið á ritstjóra'„Sam.“ að láta líka til sín heyra um ágreiningsefni þetta, þá býst hann við að segja eitthvað í þá átt síðar, ef guð lofar.“ í fyririestri sinum um „Mótsagnir" sagði síra Jón Bjarna- son: „Ég skal nú lýsa því yfir að óg er ongan veginn að öliu leyti samþykkur sira Jóni Helgasj’ni í þvi er hann i blaði sínu hefir sagt um mótsagnir í biblíunni." Þannig hefur hann auðvitað kornizt að orði mestmegnis af kurteysi við dócentinn. En í V . . . . ljósinu eru orðin, „engan veginn að öllu leyti“

x

Fríkirkjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.