Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1983, Blaðsíða 1
A Iþýðublað Hafharfíarðar Málgagn jafnaöarstefhunnar 2. TBL 42. ARG. APRIL1983 Gleðilegt sumar Kjartan Karl Steinar Kristín H. Þetta er okkar fólk, góðir fulltrúar jafnaðarstefnunnar Þetta er okkar fólk, fjórir efstu menn á A-listanum í Reykjaneskjördæmi. Þetta eru góðir fulltrúar jafnaðarstefnunnar og sóma sér vel á Albingi. Kjartan er formaður Alþýðuflokksins og er þekktur fyrir skýra hugsun, rökvísi og réttlætiskennd og stefnufesta hans og farsæld í störfum kom vel í Ijós þann stutta tíma sem hann var sjávarútvegsráðherra. Karl Steinar hefur í mörg ár verið forystumaður verkafólks og sjómanna, verið kennari, sjómaður og alþingismaður. Hann þekkir því vel og skilur hvar skórinn kreppir í kjörum og lífi þessa fólks, bæði mín og þín. Hann er góður fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar á Alþingi og um leið fólksins í Reykjaneskjör- dæmi. Kristín H. hefur alls staðar getið sér gott orð fyrir dugnað og hæfileika þar sem hún hefur starfað, hvort heldur sem það hefur verið við kennslustörf, húsmóðurstörf, störf í þágu BSRB, námsefnissamn- ingu eða baráttu fyrir hugsjónum sínum og hugðarefnum í ræðu og riti. Kristín H. er glæsilegur fulltrúi þeirra kvenna, sem hafa tekið þátt í jafnréttis- og kjarabaráttu undanfarinna ára. Hauður Helga er ung og dugmikil kona, sem hefur vaxið í öllum þeim störfum sem henni hafa verið falin. Hún þekkir kjör einstæðra mæðra af eigin raun og sama er að segja um líf og vandamál unga fólks- ins. Það er engin tilviljun að Hauður Helga hefur gert jafnaðarstefnuna að lífsviðhorfi sínu. Hún er ágætur fulltrúi unga fólksins og á áreiðanlega eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Hauður Helga er fulltrúi unga fólksins og framtíðarinnar á A-listanum í Reykjaneskjördæmi. Við höfum góðan málstað. Við höfum góða, skýrt markaða stefnu. Við viljum breyta til um stjórnar- hætti. Við viljum styðja réttlætið og berjast gegn ranglætinu. Við viljum þjóðfélag, sem einkennist af réttlætiskennd og mannhelgi. Við viljum að öryggi heimila í landinu sé í heiðri haft. Og við eigum góða fulltrúa til að kjósa á Alþing íslendinga, til þess að koma þessum ináluin fram. Takmarkið er: Kjartan kjördæmakjörinn og Karl Steinar uppbótarþingmaður. Að þessu vinnum við. Þá verða þær Kristín H. og Hauður Helga varaþingmenn. Stöndum fast saman um Alþýðuflokkinn og jafnaðarstefnuna. Það þjónar best hagsmunum almennings og íslensku framtíðarþjóðfélagi. Hauður Helga Alþýðu- flokkurinn er í sókn. Þitt atkvæði eykur sóknina. Atkvæði þitt er mikilvægt. Það getur ráðið úrslitum. X A Alþýðuflokkurmn og þú eiga samleið

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.