Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Síða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.04.1978, Síða 8
A Iþýðublað Hafnarfjarðar Framboð Alþýðuflokksins Framhald af bls. 1. 11. Ingvar Viktorsson, 12. Guðrún Emilsdóttir, kennari. hjúkrunarfræðingur. 13. Guðfinna Vigfúsdóttir, húsmóðir. 14. Gylfi Ingvarsson, vélvirki. 15. Svend-Aage Malmberg, haffræðingur. 16. Margrét Á.Kristjánsdóttir. 17. Dagbjört Sigurjónsdóttir, ritari Verkakv^ Framtíðin 18. Guðni Bjöm Kjærbo, kennari 19. Yngvi Rafn Baldvinsson, íþróttafulltrúi. 20. Hrafnkell Ásgeirsson, hæstaréttarlögmaður. 21. Stefán Gunnlaugsson, deildarstjóri. 22. Þórður Þórðarson, fv. framfærslufulltrúi. Afmœlisgjöfin tekin aftur. Framkvœmdum við Lœkjaskóla frestað. Lækjarskóli átti hálfrar aldar afmæli á siðastliðnu hausti og af því tilefni var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu við skólann við hátíðlega athöfn. Allir vel- unnarar skólans og allir sem láta sig skólamál í Hafnarfirði nokkru skipta fögnuðu þessum atburði og sáu í anda hiklausar og þróttmiklar framkvæmdir hafnfirskum skólamálum til heilla. Og ekki stóð á því að fram- kvæmdir hæfust. Byggingarfé- lagið Knútur og Steingrímur hófst handa við að undirbúa að steypa grunninn. Þetta olli skólastarfinu að sjálfsögðu ýmsum óþægindum, svo sem hávaða sem slíkum fram- kvæmdum er samfara, skertri nýtingu á leikvöllum skólans, læstum bakdyrum á skólahúsinu og fleira mætti telja. Félagsaðstöðu nemenda varð einnig að skerða vegna byggingaframkvæmdanna. En slík óþægindi stóðu hvorki í nemendum né starfsfólki, sem sá betri daga og betri starfsað- stöðu ihillingum. Svo var lokið við að steypa grunninn og auglýst var eftir tilboðum í viðbygginguna. En nokkrar blikur voru á lofti um seinkun framkvæmda, þar sem í útboðinu var ekki gert ráð fyrir meiri hraða en það, að húsið yrði fokhelt 1. september þessa árs. Margir reyndu þó að leyna vonbrigð- um sínum og hugguðu sig við það, að enn mjakaðist þótt hægt færi. Átta tilboð bárust í verkið. Lægsta tilboðið áttu nokkrir ungir og framtakssamir Hafn- firðingar, Viðar Halldórsson, Jón Rúnar Halldórsson og Jón V. Hinriksson. Tilboð þeirra var 4% undir kostnaðaráætlun og var samþykkt að taka til- boði þeirra. En nú tóku veður að gerast válynd. Skólastjóri Lækjar- skóla er veðrglöggur maður og fékk einhvern grun um að ekki væri allt sem skyldi með þessar framkvæmdir. í fundar- gerð Fræðsluráðs Hafnar- fjarðar frá 5. apríl s.l. segir orðrétt: „Skólastjóri Lækja- skóla spurðist fyrir um það, hvað liði áframhaldandi fram- kvæmdum við væntanlega við- byggingu Lækjaskóla. For- maður Fræðsluráðs svaraði því til, að hann vissi ekki betur en áætlun viðvíkjandi þessari framkvæmd myndi standast, þ.e. viðbyggingin yrði fokheld fyrir næstu áramót.“ Formaðurinn í þessu tilviki er Vilhjálmur G. Skúlason bæjar- fulltrúi og einnig var á þessum fundi fræðsluráðsmaðurinn og bæjarfulltrúinn Oliver Steinn. Hvorugur þeirra vissi betur. En daginn eftir, hinn 6. apríl ætla ungu mennirnir að ræða um nauðsynlegar tryggingar vegna verksins við bæjarverk- fræðing. Bæjarverkfræðingur vísaði þeim niður til bæjar- stjóra, sem sagði þeim þá að hætt væri við allar fyrirhug- aðar framkvæmdir í bili. Eftir hádegi þann sama dag staðfesti meirihluti bæjarráðs þessa ákvörðun, en Kjartan Jóhannsson taldi rétt að leita eftir samkomulagi við tilboðs- aðila um samninga með rúmum og sveigjanlegum tíma- mörkum framkvæmda. Á það mátti ekki heyrast minnst. Hætta skyldi við verk þetta án frekari athugana! Á bæjar- stjórnarfundi næsta þriðjudag á eftir kom greinilega í ljós, að þessi ákvörðun hafði verið tek- in án minnsta samráðs við þá bæjarfulltrúa meirihlutans sem í fræðsluráði eru, þá Vilhjálm og Oliver. Sem betur fer munu vinnu- brögð af þessu tagi vera eins- dæmi. í fyrsta lagi er það lág- marks tillitssemi og kurteisi gagnvart flokksbræðrum sín- um og samstarfsmönnum í bæjarstjórn, sem sérstaklega hefur verið falið af þessum sömu mönnum að hafa með höndum forsjá skólamála í bænum, að hafa við að minnsta kosti einhver samráð við þá, áður en ákvörðun sem þessi er tekin. í öðru lagi er framkoman gagnvart verktök- unum, lægstbjóðendum í verki, siðlaus. í þriðja lagi er öll þessi málsmeðferð vægast sagt ámælisverð gagnvart Lækjaskóla, nemendum hans, starfsfólki og fyrirsvars- mönnum. Blaðið hafði samband við hina ungu verktaka og spurði þá um viðhorf þeirra til þessa máls. Þeir sögðust vera mjög óánægðir með þessa óvæntu frestun, þar sem þeir hefðu þegar eytt miklu fé og tíma í áætlanir og undirbúning vegna þessa verks. Þeir sögðu að frestunin bitnaði ekki aðeins á þeim, heldur einnig á fimm undirverktökum þeirra, sem hefðu þegar gert ráð fyrir vinnu vegna Lækjarskólafram- kvæmdanna og hafnað ýmsum öðrum verktilboðum þeirra vegna. Það eru því margir sem eiga um sárt að binda vegna máls þessa. Mottóið rœður. Mikið öngþveiti virðist nú ríkja í málefnum Bæjarút- gerðar Hafnarfjarðar. Sundrung ríkir milli yfir- manna og verkafólks, og meirihluti útgerðarráðs virðist bæði skorta vilja og getu til að greiða þar úr. Hefði tillaga minnihluta- flokkanna í bæjarstjórn um atvinnulýðræði verið sam- þykkt, hefðu þessi mál verið auðleyst. Samband út- gerðarráðs við verkafólk hefði þá gert það að verk- um, að auðvelt væri að miðla málum. En motto meirihluta útgerðarráðs í samskiptum sínum við verkafólkið er ekki málamiðlun heldur að deila og drottna. Eflum áhrif jafnaðarmanna

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.