Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 6
6 Alþýðublað Hafnarfjarðar framh. af bls. 8 aukinn kaupmátt. En í því verðbólgubáli sem við búum við þarf krónunum stöðugt að fjölga til þess að kaupmáttur haldist óbreyttur. Þegar verð- lagið hækkar um 40% þarf 40% kauphækkun til þess að tryggja óbreyttan kaupmátt. Verðbólguvandinn verður ekki leystur með því að stöðva kauphækkanir. Það eru verð- hækkanirnar sem þarf að stöðva. Góðir Hafnfirðingar. Virðist ykkur að úr verðhækkununum hafi dregið? Hækkar ekki verð- lagið dag frá degi? Úr verð- hækkununum hefur ekki verið dregið en kauphækkanirnar skal helminga. Verkalýðshreyfingin verður að standa vörð um sinn rétt. Verkalýðshreyfingin verður að tryggja samningana í gildi. Við erum í dag saman komin til þess að sýna samstöðu okkar. Ekki bara I Hafnarfirði heldur um land allt. í barminum ber- um við kröfuna: Kjara- samningana í gildi. Fyrir þess- ari kröfu verðum við að berj- ast. Ályktanir og áskoranirhafa engu um þokað. Beinar að- gerðir hafa reynst nauðsynleg- ar. Atvinnurekendur hafa gefið samninganefnd ASÍ langt nef. Ekkert hefur örlað á samúð- inni með þeim lægstlaunuðu í viðræðunum við Verkamanna- samband íslands. Atvinnurek- endur treysta því að geta skotið sér undir pilsfald ríkisstjórnar- innar og sloppið við að standa við gerða samninga. Góðir Hafnfirðingar. Kraf- an um samningana í gildi er krafa okkar allra. Við munum standa saman um að knýja hana fram. Okkur greinir á um ýmislegt í íslenskum þjóðmál- um, en um þess kröfu erum við einhuga. Kjaraskerðingunni verður að hrinda og tryggja samningsréttinn. KJARASAMNINGANA í GILDI. Guðríður Elíasdóttir Tilkynning um lóðahreinsun. Samkvæmt heilbrigðissamþykkt er lóðar- eigendum og umráðamönnum lóða skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Eigendur og umráðamenn lóða eru því alvar- lega áminntir um að flytja án tafar af lóðum sínum allt rusl, er veldur óþrifum eða óprýði. Að öðrum kosti má búast við að hreinsun verði framkvæmd á kostnað lóðareigand. Óheimilt er og stranglega bannað að fleygja hverskyns rusli á annan stað en sorphauga bæjarins og eftir fyrirmælum um- sjónarmanns. Um förgun eiturefna og hættulegra efna skal hafa sérstakt samráð við heilbrigðisyfirvöld. Að gefnu tilefni er mönnum bent á að skylt er að hafa lok á sorpílátum og fást slík lok í Áhaldahúsi bæjarins við Flatahraun. Heilbrigðisfulltrúi f 5. gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara og að- stöðugjalda er 1. júní. Vinsamlegast gerið skil á réttum gjalddögum og forðist með því dráttarvexti, sem eru 3% fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. Innheimta Hafnarfjarðarbæjar r Aðvörun Samkvæmt heimild í heilbrigðisreglugerð svo og lögreglusamþykkt Hafnarfjarðarkaup- staðar verður á næstunni hafist handa um brottflutning bifreiða og annarra muna, svo sem skúra, byggingarefna, umbúða o. fl., sem staðið hefur í óhirðu og veldur þannig ó- þrifum og slysahættu. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Heilbrigðisfulltrúi Hafnarfjarðar ... Val Tökum upp nýjar barna og unglinga- vörur vikulega. Gjörið svo vel að líta inn og athuga verð og gæði. Verslunin Val s. 52070 INNRITUN í VINNUSKÓLA HAFNARFJARÐAR OGí SKÓLAGARÐA HAFNARFJARÐAR FER FRAM í ÆSKULÝÐSHEIMILINU VIÐ FLATAHRAUN 16. — 27. MAÍ KL. 4 — 7 e.h. í vinnuskólann eru teknir unglingar sem fæddir eru árin 1963,1964 og 1965. í skólagarðana eru tekin börn sem fædd eru árin 1966,1967,1968 og 1969. NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR í ÆSKULÝÐSHEIMILINU SÍMI52893 VINNUSKÓLI HAFNARFJARÐAR ÆSKULÝÐSHEIMILI HAFNARFJARÐAR Hafnfirðingar Síðari gjalddagi fast- eignagjalda er 15. maí. Vinsamlegast gerið skil og forðist kostnað og óþæg- indi sem af vanskilum leiðir. Innheimta Hafnarfjarðarbæjar Skrifstofumaður Fyrirtæki í Hafnarfirði óskar eftir aó ráða skrifstofumann frá og með 1. júní næst- komandi. Upplýsingar gefnar í símum 52015 og 50168. Aðvörun frá heilbrigðisyfir- völdum Hafnarfjarðar. Vegna ákvæða Heilbrigðisreglugerðar ríkis- ins frá 8. febr. 1972, vill Heilbrigðisráð Hafnarfjarðar minna alvarlega á eftirfar- andi: Þeir sem hyggjast setja á fót starfsemi til framleiðslu eða dreifingar matvæla, eða fóð- urvöru, svo og hvers konar iðnað og þjón- ustu, þurfa að sækja um leyfi til Heilbrigðis- ráðs Hafnarfjarðar. Þeir aðilar, sem hafa með höndum fram- leiðslu eða dreifingu matvæla, þurfa að end- urnýja framangreind leyfi á fjögurra ára fresti. Ávallt ber að endurnýja umsóknir við eigendaskipti fyrirtækis. Umsóknir, styrktar teikningum og lýsingu á tilhögun á vinnustað ber að senda heilbrigð- isfulltrúa Hafnarfjarðar með góðum fyrir- vara, en hann gefur nánari upplýsingar um gögn þau, sem krafist er. Vanræksla getur valdið stöðvun atvinnu- rekstursins. Heilbrigðisfulltrúinn í Hafnarfirði

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.