Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 15.05.1978, Blaðsíða 7
Alþýðublað Hafnarfjarðar / > ................ Spjallað við Svend-Aage Malmberg. Friðlýsing, útivistarsvœði og fólkvangar eru þýðingarmikil mál. ■ . Þú hefur áhuga á náttúru- verndarmálum. Hvernig at- vikaðist það, að þú tókst til starfa í náttúruverndarnefnd Hafnarfjarðar? Náttúruvernd er góðu heilli almennt það viðurkennd a.m.k. í orði, að allir vilja stjórnmálaflokkarnir þá Lilju kveðið hafa. Náttúruverndarnefnd Hafn- arfjarðar er kosin til fjögurra ára í senn samkvæmt náttúru- verndarlögum frá 1971 af Bæj- arstjórn Hafnarfjarðar, sem einnig ákveður formann nefnd- innar. Ég, hef verið formaður frá því nýju lögin gengu í gildi. Það var Ragnheiður Svein- björnsdóttir, þá bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins hér í bæ, sem fyrst ræddi við mig um þetta mál og tjáði hún mér að samstaða væri í bæjarstjórn um þessa nefnd og fylgdu starfinu engar flokkspólitískar kvaðir heldur aðeins að vinna vel. Annars hefði ég þá heldur ekki tekið þetta að mér, en á- huginn fyrir náttúruvernd réði úrslitum. Eftir kosning- arnar 1974 var það Snorri Jónsson, yfirkennari og einn nefndarmanna fram að því, sem hafði milligöngu um að ég héldi áfram starfinu á sama grundvelli og áður. Það var vegið að ykkur nátt- úruverndarmönnum í Hamri um daginn. Hvað viltu þú segja um það? Hvergi stendur það i nátt- úruverndarlögum að nefndar- menn veljist eftir flokkum. Það vekur því nokkra eftir- tekt, þegar blaðið HAMAR nú í annað sinn vegur að skoðana- frelsi náttúruverndarmanna. Athugasemdir blaðsins um náttúruverndarmenn í álögum hljóta að vera á misskilningi byggðar, nema þær séu þá sprottnar af andstöðu við nátt- úruverndina sem slika. Ég vona nú að svo sé ekki. Athugasemdirnar í HAMRI sýna væntanlega aðeins, að margir vilja eigna sér náttúru- verndina eins og t.d. fiskveiði- landhelgina og komast færri að en vilja. Betur væri ef HAMAR ræddi um verksvið náttúru- verndarnefndar, hvernig megi efla starf hennar og auka tengslin við bæjaryfirvöld og almenning. Ég tel mjög brýnt að þessi mál séu tekin til alvar- legrar athugunar hér í Hafnar- firði, svo að nefridin verði ekki áfram aðeins málamyndanefnd áhugamanna, sem hægt er að leita til þegar svo sýnist og til að þóknast lögum Alþingis á pappírnum. Þú hefur ekki tekið áður opinberlega pólitíska afstöðu? Hvað olli því, að þú gafst kost á þér á lista Alþýðuflokksins nú? Blaðið HAMAR gerir því skóna að ein símhringing ráði úrslitum um afstöðu náttúru- verndarmanna til stjórnmál- anna. Heldur þykir mér þetta lágkúrulegt sjónarmið. Ég tók sæti á lista Alþýðuflokksins að vísu með nokkrum óróa sökum reynsluleysis á hinum pólitíska vettvangi, en ég ákvað að mál væri til komið að taka pólitíska afstöðu og láta slag standa. Enginn annar starfandi stjórn- málaflokkur í Hafnarfirði en Alþýðuflokkurinn kom til greina fyrir mig nú. Fleiri mínir líkar hljóta að geta stutt Al- þýðuflokkinn nú með Hörð Zophaníasson i broddi fylking- ar, með það markmið í huga að efla baráttuhug flokksins og fylgi. Hvað viltu segja um frið- lýsingar og fólkvanga? Friðlýsing, útivistarsvæði og fólkvangar eru þýðingarmikil mál, ekki síst í þéttbýli. Hafn- firðingar hafa notið samvinnu við nálæg sveitarfélög og Nátt- úruverndarráð um þessi mál þannig að árangur hefur náðst. Skal þar fyrstan nefna fólk- vanginn á Reykjanesi, sem nær allt frá Heiðmörk að sjó sunnanvert á Reykjanesskaga. Með þátttöku í þessum fólk- vangi lögðu Hafnfirðingar mikið af mörkum til að fólk hér á þéttbýlissvæðinu fái not- ið útivistar í sérstaklega fögru umhverfi á næsta leiti við heimili sín. Fólkvangurinn í Bláfjöllum, en Hafnfirðingar gerðust aðilar að honum eftir stofnun hans, er öllum skíða- unnéndum vel kunnur. Beinar ferðir úr Hafnarfirði í Bláfjöll hafa auðveldað æsku bæjarins að njóta útivistar þar. Enn má þó bæta þá þjónustu sýnist mér. Hvað um Ástjörnina? Friðlýsing Ástjarnar nú alveg nýverið var gamalt mál sem stöðugt hélt velli hvað sem á dundi. Við Ástjörn er fjöl- breytt fuglalíf og þar eru varp- stöðvar fugla sem annars sjást ekki svo nálægt mannabyggð. Vestan við tjörnina eru sér- kennilegir hraunbollar í hrauninu, en það er reyndar nokkurs konar stífla tjarnar- innar. Gróður og lágdýralíf er einnig afar fjölbreytilegt við tjörnina, og er hún og um- hverfi hennar t.d. einstök í sambandi við fræðslu i nátt- úrufræði fyrir unglinga frá öllu höfuðborgarsvæðinu. Nauð- synlegt er að umhverfis hið friðlýsta svæði við Ástjörn verði stærra útivistarsvæði fyrir byggðina í kring, og er það sjónarmið viðurkennt af skipulagsnefnd og bæjarráði. Yfirleitt ber að stefna að þvi að sem flestir geti notið útivist- ar og náttúruskoðunar, bæði ungir og gamlir. Þá vaknar spurningin hvernig þeim mál- um sé háttað hér á landi og hve margir hafi í raun efni og tíma til að njóta þeirra lífsgæða sem ísland býður upp á. Hvað er annað að frétta af náttúruverndarmönnum? Aðrar nýustu fréttir af vett- vangi náttúruverndar er Nátt- úruverndarþing í lok apríl s.l., sem haldið er þriðja hvert ár. Ég sat þingið fyrir hönd Hafnarfjarðar. ýmis mál voru þar að vonum á dagskrá og skipta sum þeirra Hafnarfjörð töluverðu máli. Verður hér aðeins stiklað á stóru, en hreinskrifaðar niðurstöður hafa ekki borist enn og þær því ekki kynntar að svo komnu máli í Náttúruverndarnefnd Hafnarfjarðar né yfirvöldum. Meðal þeirra mála sem um ræðir eru olíumengunarvanda- mál og varnir gegn þeim í höfnum. Rik áhersla var lögð á að fyrir sé nauðsynlegur bún- aður til varnar ef slys ber að höndum, og einnig til hreinsunar á venjulegri úr- gangsolíu i skipum. Höfnin i Hafnarfirði er olíuhöfn og hljóta þessi mál að vera á dag- skrá hér. Sorphreinsun á sjó og landi var einnig til umræðu. Bent var á nauðsyn þess að hafa sorpmóttöku í höfnum til að koma i veg fyrir þann hvim- leiða sið að fleygja drasli fyrir borð rétt utan við hafnarmynn- ið eins og almennt tíðkast. Þetta sorp og annað sem fýkur frá sorphaugum dreifist um allar fjörur hér i Faxaflóa. Eld- stöðvar á Reykjanesskaga voru til umræðu. Á þinginu var á- kveðið að Náttúruverndarráð geri þegar í stað úttekt á eld- stöðvum, hraunum og jarðvegi á Reykjanesskaga til að skipu- leggja verndun og nýtingu þeirra. Eins og flestum er ljóst þá gætir mikillar ásóknar í gjall og hraun á þessu svæði og er ekki seinna að vænta átaks í skipulagningu þessara mála. Náttúruverndarnefnd Hafnar- fjarðar hefur orðið lítið ágengt á þessu sviði þrátt fyrir tölu- verða viðleitni. Á þinginu var einnig kveðið á um að mengun frá iðnrekstri spilli ekki um- hverfi né heilsu manna sem við hann vinna. Kröfur verði gerð- ar um mengunarvarnir starf- andi fyrirtækja eins og vinnslu- stöðva atvinnuveganna og verksmiðja. Hvað viltu svo segja að lok- um? Að lokum vel ég geta þess að lög um náttúruvernd eru nú í endurskoðun, og má ætla að hin nýju lög ef fram ganga leggi aukna áherslu á samvinnu heilbrigðismála, umhverfis- og náttúruverndarmála og fegr- unarnefnda. Sérstök stjórn- deild mun eiga að fjalla um öll þessi mál, einskonar heilbrigð- is- og umhverfismálaráðuneyti eða deild innan ráðuneytis. Má vænta mikilla bóta í fram- kvæmd mála ef af verður og vel er að staðið. Svend-Aage Malmberg, haffræðingur, skipar 14. sæti A-listans í Hafnarfirði við bæjarstjórnarkosning- arnar í vor. Hann er kunnur fyrir störf sín í sinni fræði- grein, en ekki síður er Svend-Aage þekktur fyrir störf og áhuga á náttúruverndarmálum. Alþýðublað Hafn- arfjarðar átti viðtal við Svend-Aage Malmberg hér á dögunum bæði í tilefni að því, að hann er nú í fram- boði fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði og eins hitt að hann hefur frá mörgu athyglis- og áhugaverðu að segja. Fer viðtalið við Svend-Aage hér á eftir. ÞETTA VILJUM VIÐ: Alþýðuflokkurinn boðar atvinnulýðraeði ■ Alþýftuflokkurinn krefst lýb- ræbislegra yfirráfta þjóðar- innar yfir atvinnulifi sinu. ■ Hann vilt dreifa efnahags- vaklinu meðal hins vinnandi fólks. * Hver maður á rctt til aö njóta vinnu sinnar og afraksturs hennar. • I-aunþegum ber hlutdeild I rekstri og stefnumótun fyrirtækjanna. Þaö er andstætt jafnaöar- stefnunni aö yfirráö yfir fjár- magni véiti rett til að ráöstafa vinnu almennings og afrakstri hcnnar. Atvinnulifiö á aö þjóna hagsmunum þjóöarinnar i heild og vera undir hennar stjórn, þaö eitt cr jöfnuöur og lýðræði. Þvi var rikiseign helztu at- vinnutækja löngum stefnumiö jafnaöarmanna. Nú hefur þaö verið endurmetið í ljósi nýrra aöstæðna. Hinir þjóökjörnu valdhafar ráöa hagstjórnartækjum, sem nægja til aö inóta á skipulegan hátt þróun atvinnulifsins og leiörétta skiptingu teknanna, þótt aöeins lltill hluti atvínnu- tækjanna sé beinlinis undir þcirra stjórn. Innan ramma áætlunarbiiskapar og almcnnr- ar hagstjórnar cr rctt aö fyrir- tækin njóti sjálfstæöis, þannig aö efnahagsvaldinu sé drcift. IVIörg atvinnutæki eru þó svo mikilvæg i atvinnulifi og valda- kerfi landsins og einstakra byggöarlaga, aö þau eiga aö vcra samfélagseign og stjórn- endur þeirra ábyrgir fyrir al- menningi. Eigendur þeirra geta veriö sveitarfélög, samvinnufé- lög og sjóöir i umsjá iaunþega- samtaka, og cr slikt eignarform oft vænlegra til aö dreifa valdinu en bein rikiseign. Samfélagseign i þessum myndum — þjóðnýtingu i vlö- ustu merkingu — vill Alþýöu- fiokkurinn auka og finna hennt sem lýöræöislegust form. Viö hliö miöstýrös áætlunarbúskap- ar er hún aðalstoð þess lýö- ræöistega efnahagslifs sem jafnaöarmenn vilja. Atvinnurekstur, sem aökalt- andi er aö færa i atmannaeign. er bankastarfsemi, tryggingar, lyfsala. heildverzlun meö oliu- vörur og inikitvæg fyrirtæki i útgerö o.g fiskvinnslu. Auk lýöræöiSlegrar stjórnar á meginþáttum atvinnulifsins á vinnandi fólk rétt til áhrifa, iiver á sfnum vinnustaö, til þess aö laga vinnustaöina og tilhögun vinnunnar aö vilja sinum og þörfum og gera starfið frjórra. I rekstri sem ekki er stór i sniöum né fjármagnsfrckur. verður þessu marki bezt náö meö þvi aö hann sé eign þeirra einstaklinga sem við hann vinna. Slikan einstaklingsrekst- ur styður Alþýöunokkurinn. Flest vinnandi fólk hlýtur þó áfram aö veröa launþegar, og vill Alþýöuflokkurinn tryggja þeim aöild aö stjórnun fyrir- tækjanna. Leiöir til þess eru einkum: ■ s kipu lagsbundiö samráö stjórnenda viö starfsfólk og fúlltrúa þess. ■ aöild starfsfólks aö stjórn fvrirtækja og stofna'na. ■ áhrif verká^ýösféíaga og trúnaöarmanna þeirra.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.