Jólablaðið - 24.12.1929, Qupperneq 8
8
JÓLABLAÐIÐ
1929
■isQnrlrar: ;
'' e
Orgel. Pianó. Grammófónar, frá kr. 8,00. •
— Allar íslenskar plötur. Mest úrval af ®
grammófónplötum, verð frá kr. 1,00. Nótur. •
Munnhörpur. Ýms hljóðfæraleikföng handa ,
börnum. ' ©
Hjóðfæraverslun ®
Helga Hallgrímssonar. ®
(Áöur versl. L. G. Lúðvigsson). •
Sírai: 311. •
Jólamaturinn og jólabrauðið verð-
ur best, sje það búið til eftir hinni
nýju Matreiðslubók Jónínnu Sigurðar-
dóttur. Bókinn segir fyrir tilbúningi
á yfir 500 rjettum og um 100 brauð-
tegundum. Hana þurfa allar húsmæð-
ur að eignast. Fæst hjá bóksölum.
VORUHUS LJÓSMYNDARA.
CARL ÓLAFSSON. y
Lækjargata 8. Reykjavik. Sími: 2152.
Fyrir jólin:
Ljósnujndavjelar, og margs konar áhöld.
Sporöskjulagaðir rammar, gyltir og mahogni,
í öllum stærðnm, mikið úrval í smærri römm-
um úr mahogni og málmi. Vinnustofa mín
annast stœkkun á myndum, vönduð og ó-
dýr vinna, stækkað jafnt eftir jnyndum sem
»Amatör«-filnium. Myndir innrammaðar.
Hamjikjötið,
harðfiskurinn, riklingurinn
og íslenska smjörið, reynist
best frá
Verslun
Kristíiiar J. Hagbarð,
Laugaveg 26. Sími: 697.
Útsala Gefjunar,
Laugáveg 46.
Sími: 2125.
Fataeíni. Band.
Lopi og fl.
Vandaðar vörur, gott verð.
Fallegustu jólagjafir-
nar fást í
versluninni „París".
ooooooooooooooooooooooo
o <>
0 Höfíím ávall mlkíar
£ byrgðír af aíls kon-
ar skófatnaðí, karla,
kvenna og barna.
Landsíns mesfa ár-
vaí af ínnískófatnaðí.
Eíríktir Leífsson,
skóverslím, Latigaveg 25.
Símí: 822. P. ö. Box ílí.
ÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
niest, heldur óttinn, og auk þess er eitthvað sjerstakt, sem
angrar hana, eitthvað, sem hún verður að skýra frá, áður
en hún getur öðlast frið. Þess vegna varð jeg að fara. Jeg
vildi helst bíða dags, en Margrjet þorði ekki að bíða. Þeg-
ar hún vissi, að presturinn var ekki heima, bað hún mig
að fara til Hjálpræðishersins. Það er hræðilegt að draga
slikt, þangað til maðurinn er orðinn svo aumur, að hann
getur naumast talað«.
Það var stór, fornfáleg baðstofa. Þegar foringinn kom í
dyrnar, heyrði hún, að konan stundi í rúminu. Foringinn
gekk til hennar og heilsaði. Margrjet greip báðum, sótt-
heitum höndunum um litla, kalda hönd hennar. Hana
langaði að segja eitthvað og þakka fyrir, að hún kom, »n
henni var erfitt um mál, sökum hósta og andþrengsla.
Sjúklingurinn benti á stól og kapteinninn settist niður. Um
stund var alt hljótt. /
Gamla veggklukkan sló 4 stutt högg. Tómleiki og alvara
vöktu einkennilegar tilfinningar í brjósti kapteinsins. Hjer
var alvara lífs og dauða á ferðum. Hjer gat verið öllu að
tapa og líka alt að vinna. Hún bað til Guðs í huganum,
að hann gæfi henni vitsku og styrk, og að hann ljetti af
henni þrcytubyrðinni, sem hún ætlaði að örmagnast undir,
þegar hún settist niður í þessari kyrlátu, hálfrokknu stoíu.
Stúlkan, sem vakað hafði hjá sjúklingnum, var farin upp
á loft að leggja sig. Þau voru aðeins þrjú, maðurinn, kon-
an og kapteinninn. Sjúklingurinn fjekk ákafa hóstakviðu.
Maðurinn hennar og kapteinninn hjálpuðu henni eftir föng-
um. Hún lá með aftur augun, en samt var hún orðin svo
óröleg. Hendurnar virtust leita einhvers. Kapteinninn söng
súlmavers, beygði svo knje sín fyrir framan rúmið í bæn.
Þegar hún stóð aftur á fætur, var eins og loftið þar inni
væri ljettara. Og Margrjet hóf frásögn sína — slitrótt, með
löngum hvíldum. Þegar hóstaköstin komu, studdi maðurinn
hana, en kapteinninn söng smávers, sem átti við eins og
á stóð.
Hið illa byrjar smátt, en verður oft bráðþroska. Fjand-
skapur manna á milli getur byrjað sem lítill neisti, en orð-
ið að stóru báli. Margrjet átti grannkonu, sem hún hafðj
lagt fæð á um nokkurt skeið. í fyrstu höfðu bændurnir,
menn þeirra, deilt út af girðingu, en þeir komu sjer fljótt
saman aftur. Hjá konum þeirra festi óvináttan rætur.
Margrjet hugði á hefndir, af því að henni fanst mannj
sínum gert rangt til. Og hefnigirni er hlutur, sem óvinur
sálnanna kann að færa sjer i nyt. Svo fór og hjer. Hjá ná_
grannanum var kaupstaðardrengur niðursetningur. Gefið
var með honum, en samt varð hann að vinna, þegar hann
var ekki í skólanum. Hann smalaði, hjó niður eldivið og
fór í snúninga. Hvernig sem nú á þvi stóð, var drengurinn
jafnan gugginn og beygjulegur. Margrjet hafði veitt þessu
athygli, og hún færði sjer það í nyt.
Hún bar það út, að illa væri farið með drenginn. Verst
Kjötbúðín
í Ingóífshvoíí
e r best.
Þar fæst alt á jólaborðíð.
Sendlð pantanír yðar i tíma.
Vírðíngarfylst.
M. FREDERIKSEN.
Sími 147.
■ J O L H -
kjólarnir á börn og fullorðna, úr ull og silki,
hafa verið, eru og verða, ódýrastir, vandað-
astir og fallegastir, hjd okkur.
Versi. nnnnn,
Laugaveg 56.
Bifreiðastöð
KRISTINS & GUNNARS,
Hafnarstræti 21 (hjá Zimsen),
hefir ávalt fyrsta flokks bíla
til leigu í lengri og skerari
ferðir. Sjerstök áhersla lögð
á áreiðanleg og sanngjörn
viðskifti.
Sími 847 og 1214.
== SPEGLAR,
IH í stórti tírvali; margar nýjar
r——• tegtmtíír komnar.
m B AÐHERBERGISÁHÖLD,
m margs konar.
ss MARMARAPLÖTUR
— i híílttr yfír míðstöðvarofna.
m SPILABORÐ og STÓLAR, =
m sém má íeggja saman, þegar ==
EEEE þaa ertt ekkí notttð, o. m. fl. ■
m henttigt tíl jólagjafa. m
LUDVIG STORR, m
LAUGAVEG 15. |5|
11íllll!!llll!ll!!ll!llllll!l!l!ll!l!lllllllilll!lllllllllllll!lllllllll!llllll!llilll!l!l!ll!llll!l!lllll!lllllllll
Bestu- innkaupin!
Mest úrvalið
Jóiabasar okkar.
Bæjarins mesta úrval af barnaleikföngum
alt afar ódýrt, Jólatrjesskraut, jólakerti, stór
og smá. Borðlöberar og serviettur. Stjörnu-
Ijós, blys, o. fl. — Jólagjafir fyrir eldri og
yngri, Lítið í gluggana. Jólatrjen koma 10.
des. Pantanir mótteknar í síma 1683.
Fímcitörvcrslun
DORL. DORLEIFSSONAR,
KIRKJUSTRÆTI 10.
(á móti Reykjavíkur Hpóteki)
var, að hún sagði frá því, að drengurinn hefði komið til
sín og borið sig upp undan illri meðferð. Þetta voru hrein
ósannindi. Hann hafði aldrei talað orð við Margrjeti. Sem
vænta mátti frjettist þetta til nágrannahjónanna og þau
urðu fokreið. Þau lögðu fæð á drenginn og tortrygðu hann.
Þau gáfn honum ráðningu, þó að hann, vesalingurinn, bæri
það blákalt fram, að hann liefði ekki talað stakt orð við
Margrjeti.
Nokkru seinna kom presturinn til þess að vera við barna-
próf. Að lokum talaði hann við börnin um fjórða boðorðið
og áminti þau um að vera þakklát fyrir, að þau ættu gott
heimili og ástríka foreldra. Alt i einu fór niðursetningurinn
að hágráta. Hann skalf af ekka og tárin streymdu niður
vanga hans, svo að kennarinn varð að fara með hann út.
Þettu litla atvik i skólanum var lagt fósturforeldrum
drengsins út til lasts. Og Margrjeti var skemt, þegar hún
frjetti það. Meinfýsi hennar og samvitskuleysi var nú tak-
markalaust. Hún skrifaði fátækranefnd nafnlaust brjef, og
skýrði frá þvi, að fósturforeldrarnir færu illa með niður-
setninginn, Helga Lárusson.
Nokkru siðar kemur umsjónarmaður frá hreppsnefndinni.
Hann fær vitneskju um allan orðasveiminn í sveitinni. —
Hann sjer, að drengurinn er grár og gugginn, feiminn og
einurðarlaus. Hjá kennaranum og prestinum frjettir hann
um atvikið í skólanum. í stuttu máli — sú ákvörðun er
tekin, að drengnum skuli komið fyrir á öðrum bæ.
Eftir þetta virðist alt með kyrrum kjörum i sveitinni.
Fósturforeldrarnir fengu eins konar uppbót á þeim ósóma,
sem þeim var ger, því að drengurinn heimsótti þau á
sunnudögum og hvenær, sem hann amíars komst liöndum
undir, og var farinn að kalla þau pabba og mömmu.
En Margrjeti var ekki rótt innanbrjósts. Nú, þegar synd
Og hefnigirni höfðu náð tökum á henni, fór samvitskan að
láta til sín heyra. Margrjet, sem áður hafði verið djarfleg,
varð dul og mannfælin. Dagar og nætur komu með óró-
leika og kvíða — fyrir reikningsskapnum, sem koma hlaut.
En altaf skaut hún því á frest. Og nú lá hún hjer.
--------Það var orðið bjart af degi. Slökt liafði verið á
lampanum og gluggatjöldin dregin til hliðar. Kapteinninn
hafði fengið að vita alt og hafði lofað að hjálpa þeim eft-
ir mætti. Þeim var öllum ljóst, að hjer þurfti skjótra ráða
við. Andlegar og iíkamlegar þjáningar drógu úr kröftum
sjúklingsins með liverjum tímanum, sem leið. Kapteinninn
fór til grannkonunnar, sagði henni alt og bað hana að
fylgjast með sjer til Margrjetar. Það var hugðnæm stund, er
þær mættust, og Margrjet, sem áður hafði verið drembilát,
grátbað grannkonuna að fyrírgefa sjer og gleyma. Síðan
var drengurinn sóttur og Margrjet skipaði að gefa honum
nýju, fallegu sálmabókina, gylta í sniðum. Það átti að ferma
Helga um haustið.
Kapteinninn var þar allan daginn til þess að hjálpa þess-
ari bágstöddu sál. Hún sat við rúmið og hvíslaði • náðar-