Jólablaðið - 24.12.1929, Page 10
10
JÓLABLAÐIÐ
1929
1ÚLRUQRUR:
Kven- og barnanæríatnaður, undirfatn-
aður, svuntur, prjónatreyjur og peysur, sokk-
ar, hanskar og vetlingar, legghlífar og
háleistur.
Einnig alls konar smábarnafatnaður.
Hvergi betra úrval. Hvergi betra verð.
Uersl. 5 H Ó T, Uesturgötu 16.
Mjólk, rjóma, skyr og smjör, sendum
víð heim eftir pöntunum. —
Kaupið þá fæðu, sem er holl.
MjólkurfjBlag Reykjavíkur.
✓
BRAUÐ og KÖKUR
tíí jólanna, er best frá
AL ÞÝÐ U BR AUÐGERÐINNI.
Simi 1046. Sími 1046.
r
Versí. Kr. Asgeírsson.
Lækjargata 10.
-uunraramni-
Hentug kaup á gæðavörum
— i matinn
— til bökunar
— til smekkbætis
— til ræstinga.
HANGIKJÖT í JÓLAPOTTINN!
P „Sunna“ 1
n
er besta
Ijósaolían,
sem til landsins flytst. hrein og tær,
gefur skæra birtu, og er drjúg í notkun.
Þessi tegund er ein notuð í ljósker
bretsku járnbrautanna og hinna skæru
vita umhverfis Bretland. Þúsundir ís-
lenskra heimila geta borið henni vitni.
Biðjið um „Sunnu“
i biíðunuin.
I umier
SII.J
| NÁÐAÐUR. |
Saga þýdd úr norsku.
Það var Þorláksmessukvöld.
Á járnbrautarstöð þorpsins var mikið um að vera.
Unga fólkið beið hópum saman eftir lestinni frá
Osló. Mátti búast við henni á hverri stundu.
Það var því nær eina skemtunin, sem það átti völ
á, að fara niður á stöðina á kvöldin og sjá lestina
fara og koma. Og þetta kvöldið var enn meira í
vændum en venjulega, því að nú máttí sjá, hvað
kæmi heim af fólki um jólin og hverjir fengju heim-
sóknir.
Nokkuð af ungum stúlkum og piltum stóð í hóp
sjer og töluðust vi§. »Hafið þið heyrt«, sagði einn
þeirra, »að Sigurður Níelsson kemur með lestinni í
kvöld ?«
»Hvað er að heyra, getur það verið satt, Ólafur?«
kallar unga fólkið upp yfir sig eins og með einum
munni. — »Sigurður, morðinginn, kemur hann í kvöld?«
»Hægan, hægan«, ansaði Ólafur. »Það er nú tæp-
ast hægt að kalla hann morðingja, það var ekki að
yfirlögðu ráði, að hann varð orsök í dauða mannsins«.
»En hann var dæmdur til 7 ára. Hann getur varla
verið búinn að taka út nema 3—4 ár«, sagði einhver
úr hópnum.
»Nei, en hann hefir verið náðaður, að því er Lárus
Másson segir. En þarna kemur Lárus, við skulum spyrja
hann«.
»Hæ, Lárus, hvað er Sigurður búinn að »sitja« lengi?«
Sá er ávarpaður hafði verið, stór og sterklegur
piltur um tvítugt, leit snöggvast yfir hópinn. Horfði
hvast og ásakandi til Ólafs, og tók til orða: »Einmitt
það, þú hefir þá látið þau vita, að Sigurður muni
koma í kvöld — þú, sem lofaðir að þegja um það.
Þú ert dálaglegur piltur 1«
»Þú mátt nú ekki reiðast svona, Lárus, jeg hjelt
það væri saklaust að segja frá því, — eða er því
ekki svo varið, að Sigurður hafi verið náðaður?«
»Jú«, svaraði Lárus, »hann hefir verið náðaður,
eftir að hann var búinn að taka út 3l/2 ár af hegn-
ingartímanum«.
»Mjer finst það varla áhættulaust að sleppa honum
út«, sagði 16 ára gömul, ljóshærð stúlka.
»Finst þjer það«, sagði Lárus. »Ó-nei, þú mátt reiða
þig á, að hann gerir slíkt aldrei framar. Vesalings
Sigurður«, bætti hann við og raunasvip brá fyrir á
björtu andlitinu. »Jeg hefði alveg eins getað orðið
valdur að dauða mannsins kvöldið það«, bætti hann við.
»Já, þú varst Ííka í »slagnum«, ansaði annar.
»Það var jeg«, svaraði Lárus og fór hrollur um hann.
»Jeg hafði líka tekið upp hnífinn minn. En það var
Sigurður, sem varð fyrri til að beita hnífnum, og lagði
Jens í hjartað. — Ofdrykkjan er skelfilegt böl«, bætti
hann við með áherslu. »Brennivínið, sem við höfðum
drukkið, gerði okkur vitstola. Þegar Jpns fjell örend-
ur til jarðar, rann loks af okkur«.
Alvörublær færðist yfir andlitin. Og er Jens hafði
lokið máli sínu, varð stundarþögn.
Það var brennivínið, sem gerði Sigurð að óláns-
manni. Ekki var kynlegt, þó Lárus hefði ekki bragð-
að áfenga drykki síðan.
»Lárus, þú skalt ná í Sigurð og taka hann heim
með þjer«. Með þessum orðum rauf einn úr hópnum
þögnina. »Megum við heilsa upp á hann?«
»Nei, jeg held ekki«, ansaði Lárus. »Hví ekki?«
»Enginn ykkar gæti boðið hann velkominn heim, því að
hugur myndi ekki fylgja máli. Þið mynduð aðeins
glápa á hann eins og tröll á heiðríkju. Og síðanfær-
uð þið að skýra náunganum frá, hvernig hann líti út
eftir fangavistina. Nei, sá mestí greiði, sem þið getið
gert Sigurði, er að láta sem þið vitið ekkert um, að
hann komi í kvöld. Og verið þið svo ekkert að skima
eftir honum«. Svo gekk Lárus rakleitt inn á stöðvar-
stjettina.
»Það er talsverður rembíngur í honum«, segir Ólafur.
»Sagði hann máske ekki satt ?« sagði einhver í hópn-
um. »Ætluðum við ekki að heilsa upp á Sigurð, ein-
ungis til þess að sjá, hvernig hann væri ásýndum
eftir 3>/a árs fangavist, og til þess að skeggræða við
fólk um það á eftir? Enginn okkar mun líta á hann
sem kunningja hjer á eftir. Við myndum jafnvel forð-
ast hann«.
Sú frjett, að Sigurðar væri von með lestinni þetta
kvöld, barst bráðlega um alla járnbrautarstöðina. Sam-
ræðurnar höfðu verið það háværar, að þeir, sem næst-
7T Ð UH
fyr var það oft talsverðum vandkvœðum bundið fyrir
fólk að fá á einum stað ýmsar vörur, sem á þurfti að
halda, þegar farið var að gera jólainnkaupin, sjerstak-
lega fundu húsmœður mikið til þess, hvað óþœgiiegt var
aö þurfa að renna búð úr búð,- og stundum bœinn á enda
eftir fatnaði, bœði á börnin og fullorðna fólkið, og eins
lika eftir efni i veroglölc í rúmin, eða þá gardinur fyrir
gluggana. Nú hefir mikið rœtst úr þessu í seinni tlð, og
sjerstaklega hefir það þó lagast við það, að S. Jóhannesdótt-
ir opnaði líka verslun í Reykjavík, þvl að þar má heita
að alt fáist, sem fólk þarf til að lclœðast i, hvort heldur
konur eða karlar, unglingar eða börn, eins og lika öll
álnaúara til heimilisþarfa. Llka hefir þessi verslun, sem
oftast i daglegu tali er kölluð Soffiubúð, getið sjer besta
orð fyrir hvað ódýrt verðlagið sje, og mun það vera
rjett, sem einn afgreiðslumaðurinn þar sagði nýlega, að
takmark þeirra vœri, þegar þeir seldu fólki vörur, að
selja 7svo góðar og ódýrar, að sá, sem einu sinni
keypti þar eitthvað, keypti þar allar slnar þarfir eftii
það. En af þessu má ráða, að ekki er að undra þótt við-
skiftamönnunum fjölgi ört i Soffiubúð.
Hjer sjest
leiðin
AUSTURSTRPcT! X
£
Lands-
banhinn
Póst-
husi'Ö
Lancl-
simast.
HAFNAR- > -STRfFTi
|
___ ^
'O
------1 0.
^ | (Jngó/fs-
'2 C1 hvoil___
íts
*
ö
er best að kaupa í
I u J> ú ð.
— S. Jóhannesdóttir —
= Austurstrœti 14 (beint á móti Landsbankanum)
1 i Reykjauík, og á ísafirði.
E Kven-
Peysu/atakápur.
Kjólar.
Golftreyjur.
Sjöl.tvíl. og einl.
§! Silkisvuntur. Slifsi, brocade
H og alm. Nærfatnaður:
s Tricotine, ull og baðmull.
S Sokkar, allir litir, úr ull,
S silki og bómull.
| Unglinga og barna fatnaður, ytri og innri,
§ við flestra hæfi, hvort heldur er fyrir drengi
| eða telpur.
JÓLAGJAFIR
1 margs konar mjög hentugar, sem vert er
i að skoða. Upphluts-silki, bolsilki, skyrtu-
1 silki, silkiflauelsborðar. Peysufatasilki og
alklæði. Silkiflauel og annað tilheyrandi.
| Peysufatakápur. Brokade-slifsi, hvít og misl.
Sjöl, kasmír og frönsk, tvílit.
i Komið þangað sem úrvalið er mest og
| verðið best, því græddur er sparaðar eyrir.
Karlmanna-
Alkiæðnaðir, bláir og mis-
litir. Regnfrakkar og káp-
ur. Peysur. Nærfatnaður
úr silki, ull og bómull.
Sokkar. Náttföt. Manchet-
skyrtur. Axlabönd. Bindi.
Slaufur. Flibbar. Vetrar-
frakkar.
.............iiiii..........................................................