Jólablaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 11
1929
JÓLABLAÐIÐ
11
J óIa g j afir
fyrir fullorðna og börn
1 miklu úrvali, svo sem alls konar:
Kristallsvörur.
Steintausvörur.
Emal. vörur.
Galv. vörur.
Glervörur.
Postulínsvörur.
Trjevörur.
Járnvörur.
Leirvörur.
Aluminiumvörur.
Blikkvörur.
Burstavörur.
Leikföng.
Bestar og ódýrastar í
Verslunin Ingvar Ólafsson.
Sími 15. Laugaveg 38. Sími 15.
FJÖLBREYTT ÚRVBL FíF SKRBUTLEQUM
ÖSRJUM FYRIRLIQQJANDI.
H. ÓLnFSSON & BERNHÖFT.
SÍMFIR: 2090 & 1609.
ir stóðu, höfðu heyrt þær, og síðan
barst fregnin mann frá manni. Og er
lestin frá Osló, er seinkað hafði um
20 mínútur, brunaði inn á stöðina,
voru margir, er ekki aðeins lituðust
um eftir kunningjum og ástvinum,
heldur leituðust einnig við að koma
auga á »morðingjann«, eins og þeir
komust að orði.
Þegar þeir Sigurður og Lárus gengu
ut úr stöðvarsalnum, heyrði hann um-
mæli svo grimmúðleg, að honum fanst
hann ekki geta afborið að hlusta á
þau.
»Þarna gengur morðinginn, að hann
skuli ekki skammast sín að koma
hingað. Maður getur tæpast verið
óhultur lengur hjer í þorpinu. Það
væri fróðlegt að vita, í hvern hann
leggur hníf sinn næst!«
Hvert orð hitti sálu Sigurðar eins
og rýtingsstunga. Lárusi gramdist
þetta mjög. Langaði hann mest til
þess að berja alla þessa miskunnar-
lausu menn, er svona töluðu. Komst
hann í mestu vandræði með að þrýsta
sjer og Sigurði gegnum mannþröngina.
Sigurður nötraði eins og laufblað í
vindi og gat naumast staðið á fótun-
um. Til allrar hamingju var ekki lang't
þangað, sem Lárus átti heima.
Hvorugur þeirra Lárusar og Sig-
urðar mælti orð frá munni.
Þegar faðir og móðir Lárusar buðu
hann hjartanlega velkominn, og tóku
honum með opnum örmum, og leiddu
hann inn í dagstofuna, þar sem ríku-
legur kveldverður var framreiddur, þá
gat hann loks stunið upp þessum
orðum: »Lárus, þú heyrðir, hvað sagt
var á stöðinni? Jeg ætti að blygðast
mín að vera að koma hingað. Það
var rjett hjá þeim, jeg hefði ekki átt
að koma. Jeg hefði ekki átt að taka
LISTVERSLUNIN
I KIRKJUSTRÆTI 4
HEFIR MYLEQÖ FEMQIÐ MIKIÐ f\T
FALLEQUM OQ FfiSJEÐUM VÖRUM
HEMTUQUM TIL
JÓLn- OQ TÆKIFÆRISQjnm.
^VimmiiiiigdMIIGvrrmniinnrcW
á móti þínu vinsamlega tilboði um að
búa hjá ykkur. Enginn annar hjer á
staðnum hefði viljað taka við mjer,
skilst mjer. Nei, jeg hefði átt að fara
eitthvað annað; þangað sem enginn
þekkir mig. Þið eigið á hættu að verða
fyrir fyrirlitningu, sökum þess að þið
tókuð við mjer«. — Sigurður fól and-
litið í höndum sjer og grjet eins og
barn.
Þá lagði Már gamli hönd sína á
öxl honum.
»Sigurður«, mælti hann með titr-
andi röddu, »jeg hefi svo iðulega
hugleitt það, að vel hefði það getað
verið drengurinn minn, sem varð
manninum að bana. Þess vegna hefir
okkur fundist, konunni minni og mjer,
og ekki síst Lárusi okkar, að við ætt-
um í rauninni að gjalda þjer bætur á
einhvern hátt. Þú hefir aldrei átt
neitt heimili. Þú hefir hvergi haft
fastan samastað, farið frá einum til
annars, eins og áður en þú lentir
hjer í þorpinu. Lífið hefir sannarlega
farið um þig hörðum höndum. En
hjeðan í frá skal heimili okkar vera
þitt heimili. Og af því að jeg þarf á
þjer að halda í vinnustofunni, þá skaltu
losna við að fara um þorpið hjer, til
þess að Jeita þjer atvinnu«.
Már trjesmiður þurkaði sjer um
augun og endurtók setninguna: »Það
hefði vel getað verið Lárus í það
skiftið«.
Þrátt fyrir alt andstreymið smakk-
aðist Sigurði maturinn vel.
Þegar gamli maðurinn las húslest-
urinn og bað um umsjá Guðs með
sjer og sínum, einnig Sigurði, þá var
eins og læknandi hönd hrærði við
særðri sálu hans. Hann fann mátt
GRÆNLANDSFOR 1929
er bók, sem öll börn mundu hafa gamap af að eignast
og lesa. Segir frá ferð Gottu til sauðnautaveiða á Norður-
Grænlandi, og æfintýrum þeim, er leiðangursmenn
komust í, sem voru bæði mörg og skrítin. í bókinni
eru 40 myndir.
Biðjið pabba um bókina! Hann mun líka hafa gaman
af henni sjálfur. Fæst hjá öllum bóksölum á landinu.
Bókav. ÁrsælsÁrnasonar.Reykjavík.
05A
BINDI.
SILKITREFLAR.
FERÐ AVESKI.
LEÐURVÖRUR, allsk. SKINNHANSKAR.
VASAKLÚTAR. M AN CHETSKYRTUR. g
SILKINÆRF0T. HATTAR. - HÚFUR. W
PRJÓNAF0T Á BÖRN. _ g
REGNHLÍFAR. GÓLFTEPPI. g
MARTEINN EINARSSON & CO. »