Jólablaðið - 24.12.1929, Page 14

Jólablaðið - 24.12.1929, Page 14
14 i JÓLABLAÐIÐ 1929 Jólin nálgast, það vita allir, en það eru ekki allir sem vita, hvar best og hag- kvæmust kaup eru á fatnaðarvörum handa sjer og sínum. Því viljum við leyfa okkur að vekja athygli á okkar nýkomnu, góðu og ódýru vörum. T. d.: Barnatatnaðí, utast sem inst, feikna úrval. Kvennærfatnaði, úr ull, Tríkotine og baðmuli, ó- heyrilega ódýrt. Karlmannanærfatnaðir. Manchet- skyrtur. Flibbar. Bindi. Hattar. Húfur. Vetrarfrakk- ar. Regnfrakkar og treflar. Einnig höfum viö mesta og besta úrvalið af: Kven- karla- og barna-sokkum, úr ull, baðmull, silki og ísgarni. Komið og lítið á varninginn, það er öllum velkomið, og borgar sig ábyggilega. Sokkabúðin, Laugaveg 42. Sími: 662. Nú, þegar vjer höldum hátíð, í tilefni af fæðingu Jesú, gæti það verið fróðlegt að athuga, hvaða stórmenni voru uppi, samtímis honum. Það er mjög eftirtektarvert, að tiltölulega fá nöfn andlegra afburðamanna og leiðtoga eru þekt frá því timabili, hvorki meðal heiðinna þjóða nje Gyð- inga. Það var sem djúp þögn ríkti meðal þjóð- anna, svo raust Guðs Sonar næði sem víðast. Raddir spámannanna höfðu ekki heyrst um lang- an aldur meðal Gyðinga. Rjett áður en Jesús hóf starfsemi sína, kom Jóhannes skírari að visu fram, en störf hans voru sem stjörnuhröp um dimma nótt. Eins og elding kom hann og fór. Hinn mikli fræði- skóli í Jerúsalem átti nú enga atkvæða lærifeður. Þar var nú enginn sá andans maður, sem átti það andlega viðsýni og sálarþrek, að hann væri fær um að þýða hin mikilfenglegu rit spámannanna. Ágústus keisari var einvaldsdrottinn hins víðlenda og volduga Rómaríkis, þegar Drottinn vor og Frels- ari fæddist. Hann var fæddur árið 63 f. Kr. og var systurdóttursonur Júlíusar Cæsars, hins mesta manns, sem sögur fara af, og var hann kjörsonur hans og erfingi. Hann hafði sigrað alla óvini sína, og not- aði nú síðustu æfiárin til alls konar umbótastarf- semi í hinu víðlenda ríki sínu. Sagt er, að hann hafi tekið við Rómaborg úr grjóti og leir, en skil-' aði henni aftur endurbygðri úr skínandi marmara. Jesús var 14 ára gamall, þegar þessi voldugi þjóð- höfðingi dó í Nala í Kampaníu. Eftirmaður hans varð hinn grimmlyndi og ímyndunarsjúki Tíberíus. — Hið mikla ljóðskáld Rómverja, Virgilíus, dó 19 árum fyrir fæðingu Krists, og Hóratíus, annað þekt- asta skáld þeirra, dó 11 árum síðar. Ovidíus vará lífi, þegar Kristur fæddist, en dó 12 árum áður en hann hóf starfsemi sina opinberlega. Sagnfræðing- urinn rómverski, Salustíus, dó 34 árum fyrir fæð- ingu Krists, en Livíus var uppi samtímis honum, og ritaði hann mjög greinilega sögu rómverska ríkisins yfir þetta tímabil,. sem er eitt hið merki- legasta, er sögur fara af, og þó einkanlega með tilliti til þess atburðar, er gerðist í einum afskekt- asta hluta hins volduga rikis. — Ciceró dó 43 árum fyrir fæðingu Krists, en Se- neca var einn af þektustu samtíðarmönnum hans. Frægasti sagnritari Gyðinga, Jósefus, fæddist 37 árum síðar en Kristur. Rit hans eru stórmerkileg, og eru þann dag í dag einhver besta heimildin, sem til er um líf og háttu Gyðingaþjóðarinnar Grískar bókmentir geyma einungis nafn eins rit- höfundar, sem nokkuð kveður að, frá samtíð Jesú Krists, en það er sagnritarinn Didodorus Siculus, sem ritaði sögu Grikkja frá ýmsum tímum. Hentagar jólagfafír. Pcystifatasílkí margarteg. Uppblata sílkí. Sílfci- svantaefní. Slífsi. Ilmvötn. Vandaðar vörar. Verðíð íágt. Versltin G. Bergþórsdóttar. Simi 1199. Laugaveg 11. SHELL-SKjOTARNIR. EKKI GÓÐ OLÍA EIN EKKI GOTT BENSÍN EITT Pi D S H E L L OLIA OG BENSIN. Saman veita þau mest afl og vjelinni greiðastan gang. Shell hreyfilolíur smyrja best hvern hreyfil, sem nöfnum tjáir að nefna. Shell hreyfilbensin er best í heimi. Dugur Skell-skjóta dvínar hvorki í háum hita nje heljarkulda, nje í ferðavosi. Þau bila hvorki í kappraun nje hverdagsvinnu. VERIÐ ORUGGUR, - VERIÐ VISS. HALDIÐ OLÍUR, S H E L L BENSÍN, HINA FRÁU FARARSKJÓTA. UlÍSlÖQIÍlíÍ^ÍlÍÍ Þegar þjer kaupiö j ó I a g j a f i r, þó uiljiö þjer hafa þcer, góðar, fallegar og óðýrar. Rthugið, huort öll þessi shilyrði eru ekki uppfylt í UER5LUHIH EöILL ]R[OB5EN • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • Silkinærfatnaður, tvíofinn, í miklu úrvali. Kvensokkar, silki, ull og ísgarn. Barnafatnaður alls konar. Versl. SKÓGAFOSS, Laugaveg 10. • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • »••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••, »•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• /

x

Jólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.