Jólablaðið - 24.12.1929, Page 18

Jólablaðið - 24.12.1929, Page 18
18 JÓLABLAÐIÐ 1929 Fyrsta sinn, er jólin voru haldin á Norðurlöndum, bauð Guð þremur af englum sínum að fljúga um og leita að jólatrje. Það voru englarnir, sem Guði þótti allra vænst um: engill trúarinnar, engill vonarinnar og engill kærleikans. Þeir flugu í áttina til skógar, langt í burtu. Það var ákaflega kalt. Englarnir töluðu saman á leiðinni. Engill trúarinnar, sem var fagur, hvít- ur engill, með stór, skær, blá augu, sem æfinlega sáu inn í himin Guðs, sagði þeirra fyrstur: „Fyrst jeg á að velja jólatrje, verður i það að bera mynd'krossins og benda upp til himins“. Engill vonarinnar sagði: „Trjeð, sem jeg vel, má ekki visna eða fölna; það verður að vera grænt og fagurt allan veturinn, eins og lífið sem sigrar dauðann“. Engill kærleikans, sem var fegurstur allra þeirra sagði: „Trjeð, sem jeg geri mig ánægðan með, verður að vera hlýlegt trje og vin- gjarnlegt, sem breiðir greinar sínar út til verndar litlu fuglunum“. Þegar þeir höfðu fundið trje með þess- um eiginleikum, vildu þeir allir* gefa því einhverja gjöf. Engill trúarinnar gaf því jólaljósin, til þess að það gæti borið dýrlega birtu hina fyrstu jólanótt. Engill vonarinnar gaf því fagra stjörnu til að bera í toppinum, og engill kærleikans þakti það alt ýmis kon- ,ar fallegum jólagjöfum. Og Guð faðir gladdist, og horfði með velþóknun á þjóna sína. aðrar ágætar jólagjafir kaupið þjer best og ódýrast á Laugaveg 2. Sjónaukar. Barómeter. . Hitamælar. Stækkunargler. Myndaspeglar. Lindarpennar. Teikniáhöld. Húsmæður! Jólakaffið verður áreiðanlega bragðbest, ef þjer nofið kaffi frá Kaffibrenslu O. Johnson & Kaaber. Edinborg jólagjafir fyrir alla. — Meira úrval en nokkru sinni fyr af alls konar barnaleikföngum. Leirtau og búsáhöld ættuð þjer ekki að kaupa fyr en þjer hafið litið inn í GLER- VÖRUDEILD EDINBORGAR, þar er úr mestu að velja, ódýrastar og bestar vörur. Vefnaðarvörur fáið þjer hvergi betri — nje ódýrari en í — Edinborg S oooooooooooooooooooooo Besta óskin. tooooooo oooooooo Nokkru fyrir jólin sagði kennarinn við okkur börnin í skólanum: A morgun þurfið þið engan stíl að skrifa, en þi'ð getið skrifa'S á spjöldin jdckar, það sem ykkur langar mest til að l’á í jólagjöf". pessu var teki'ð meö miklum fögnuði, einkanlega af okkur drengjunum. Rjettrit'unin var ör'ðugt viöfangsefni, en að skrifa óskaseðil var Öllum ljúft og ljett verk. -— En þegar að því kom, að við áttum að skrifa, reyndist þetta engan veginn eins ljett, og við liöfðum búist við í byrjun. pegar vel var að grett, var það í raun rjettri svo fjarska margt, sem á- nægjulegt væri að fá í jólagjöf. patS var ekki smávægilegum örðugieikum bundið, að þurfa a'ð á- kveða sig og velja einhverja ákveðna hluti, — þeir voru vissulega svo margir eigulegir; best hefði nú verið að mega kjósa þá alla! — Við áttum báðir heima í samá húsi, Jón frændi minn og jeg. Um kvöldið tókum viö báðir að skrifa óskaseðilinn. Móðir mín sagði þá við mig: „Besta óskin, sem þú getur óskað þjer, er, að þú eignist göfugt og gott hjarta“. Jeg sá strax, að þetta var rjett, mjer gat ekki dulist, að jeg þurfti þess fyllilega með, en þó vildi jeg ekki skrifa það á töfluna. Jeg óttaðist, að kennarinn og börnin í skólanum. myndi hlægja að mjer, þegar þetta yrði uppvíst um mig. Jeg taldi mjer líka trú um það, að óskin væri svo stórvægileg og háleit, að ekki væri viðeigaildi að fara með hana til kennarans á óskaseðlinum. — Jón frændi minn fjekk sama róð hjá foreldrum sínum og mjer var gefið. pað var ekki annað en skrifa 12. versið í 51. sálmi Davíðs, þar sem þann- ig er komist að orði: „Skapa í mjer hreint hjarta, ó, Guð, og veit mjer af nýju stöðugan anda“. prátt fyrir alt þetta fór jeg mínu fram, og skrifaði á óskaseðilinn: 1. vasahnífur, 2. skopparakringla, 3. vetlingar. Jón frændi íninn fylgdi ráðum foreldra sinna, og skrifaði á spjaldið sitt með skýrum stöfum: „Skapa í mjer hreint hjarta, ó, Guð, og veit mjer af nýju stöðugan anda“. Næsta dag, þegar í skólann kom, vorum við öll í mikilli eftirvæntingu um, hvað yrði nú úr þessu öllu saman og hvaða ósk kennaranum geðjaðist best -að. Hann skoðaði vandlega alla óskaseðlana, sumir voru mjög skemtilegir, og las hann þa alla upphátt. Minn óskaseðill var einnig lesinn upp, cn það var engin athugasemd gerð við hann. pegar kennarinn leit á spjaldið hans frænda mms, tok jeg eftir því, að útlit hans breyttist snögglega, og hann varð mjö~ alvarlegur í bragði. Svo sagði hann,. eins og við sjálfan sig: „Já, þetta er nú besta óskin“. Hann las nú upphátt, það sem á seðlinum stóð og bætti því við, að ekkert bam- anna hefði óskað sjer þess, sem væri svo nytsamt og gott, eins og það, sem Jón litli frændi minn hafði óskað sjer. — Óskin hans var langbest! — Óskin um að ema gott hjarta og göfugt, var sú besta ósk. sem nokkur maður, -fir höfuð að tala, gat óskað sjer, sagði hann. ‘3* Tvíbura hnífar. í blikksmíðavinnustofu J. B. Pjeturssonar, TALSlMI 125. REYKJAVÍK. PÓSTHÓLF 125. kaupa menn bestar og ódýrastar neðan- skráðar vörutegundir til skipaútgerðar: Acetylen. Gasblys. Aðgerðar-Ljósker. Akkeris-Ljósker. Blikkbrúsa, Blys- könnur. Hliðar-Ljósker. Jafnvægislampa. Lifrarbræðsluáhöld. Loftrör. Olíubrúsa. Olíukassa (í mótorbáta). Olíukönnur. Potta (allar stærðir). Síldarpönnur. Steam-Ljósker. He'ck-Ljósker. Troll-Ljósker. Gas-Ljóslcer. Form. Tarínur. Könnur. Katla. Fiskbakka. Brennara. Glös, riffluð og sljett í flestallar tegundir af ljóskerum. Lampa. Lampaglös. Kveiki. Kúppla og margt fleira, sem oflangt yrði upp að telja. StySjið innlendan iðnað, og kaupið hjá ofangreindri vinnustofu, sem uppfyllir kröfur nútímans með; Vandaðri vinnu! Lágu verði og fljótri afgredðslu! Munið að bestu matar- kaupin eru í Matardeild Sláturfjelagsins, Hafnar- stræti, sími 211.

x

Jólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/472

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.