Liljan - 01.06.1916, Blaðsíða 5

Liljan - 01.06.1916, Blaðsíða 5
L I L J A N 47 busta. Síðan má þvo hörundið úr karbólvatni, lýsól- vatni eða öðrum sóttvarnarmeðulum, en sárið sjálft má þvo úr hreinu nýsoðnu vatni eða bórvatni. .Rýjan> sem til þess er notuð verður að vera algerlega lirein (ný- soðin) og sá sem þvær það verður að hafa þvegið hendur sinar vel úr sápuvatni og karbólvatni eða því- um líku. Með skeinur, rispur eða stungur má bera joð á sárið og hörundið í luing, og þá þarf engan þvott að viðhafa, þvi að hörundið þarf að vera þurt. Hafi menn æther eða spíritus, er þó gott að þvo hörundið fyrst með honum, áður en joðið er borið á með pensli, sem er gerður á þann hátt, að litlum baðmullarlagð er þéttvafið utanum enda á eldspítu. Ávalt skal forðasl að snerta á sári með berum höndum. Byrjað er að binda um með því að leggja yfir sárið samanbrotið tárhreint sáralín, sem væta má í bórvatni. Utan yfir það er Iagð- ur tandurhreinn baðmullarlagður, sem verður að vera nokkuð stór, og siðan er bundið um með vaflíni eða klútum (þríhyrnum). Út í það er eigi hægt að fara nákvæmar myndalaust og skal þess eins getið, að binda skal nokkuð þétt um og vefja þannig um við- komandi likamspart, að bandið geti ekki losnað af sjálfu sér. (Bregða t. d. upp um úlflið eða fram i greip, þegar bundið er um hendi). Mjög gott og lient- ugt er að kunna að binda um með klútum eða þrí- hyrnum og það eiga allir Væringjar að kunna. Það getur verið meiri vandi en margur hyggur og gaman er fyrir þá, sem ekki hafa lært það, að reyna sjálfir að binda svo með klút um hina ýmsu líkamshluta, að eigi geti bandið runnið af. Hvernig bundið er um, ef mikið blæðir úr sári, er lalað um í næstu grein á undan.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.