Liljan - 01.06.1916, Blaðsíða 9

Liljan - 01.06.1916, Blaðsíða 9
LILJAN 51 á veröndinni á matsöluhúsinu. Hinir matþegarnir sátu snöggklæddir skamt frá þeim svo að ungu lijónin hvísluðust á. Lottið í þvergötunni var heitt og mollu- legt. Þeflnn af rotnandi ávöxtum og reykinn af fram- hjáþjótandi bifreiðum lagði til þeirra. En það var þó erfilt að velja á milli götunnar og svefnherbergisins þeirra, sem angaði bæði af gasfýlu og eldhúslykt. »Við verðum að kæla okkur einhverstaðar, því annars get- urðu ekki sofnað«, sagði eiginmaðurinn ungi. »Eigum við að fá okkur svalavatn með ísrjóma, eða svolitla ferð á ferjubátnum?« »Ferjubátinn«, sagði konan, »þá komumst við burt frá Öllu þessu fólki«. Framh. Úr ýmsum áttum. í Kaupmannahöfn streyma inn gjafir til nýja hússins, sem K. F. U. M. er að reisa par. Ýmsir utanfélagsmenn hafa geflð stóruppliæðir. Nýlega gaf einn ónefndur maður 15000 kr. til þess að kaupa fyrir húsgögn í móttöku- salinn og skreyta hann á annan hátt. Annar gaf 12000 kr., sem á að verja til hátíðasalsins. í uppreist írsku sjálfstæðismannanna í Dublín beið K. F. U. M. þar mikið tjón. Hús félagsins var í einni af göt- um þeim, er uppreistarmennirnir höfðu á valdi sínu. Þegar bardaginn hallaðist á þá, ruddust þeir inn í félagshúsið og bjuggu svo vel um sig, að herinn varð að skjóta 6 sprengi- kúlum á húsið áður en hann náði því á sitt vald. í þeim hluta liússins, sem ætlaður var hermannastarfsemi, kom upp eldur og nú er húsið að miklu leyti i rústum.

x

Liljan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.