Liljan - 01.11.1926, Side 5

Liljan - 01.11.1926, Side 5
LILJAN 65 menni, sem gæti saknað hans við jóla- grautinn og jólakökuna. Auk þess var hann svo harðnaður, að hann þoldi alt sem nefndist vindur, vatn og kuldi, en eigi varð það um oss sagt, hina. Og ef hann hefði setið undir stýri á sínum eigin bát, þá mundi hann trauðla hafa skeytt um að beygja sig, þótt hann hefði átt á hættu að reka sig upp undir mánan á hverjum ölduhrygg. En sigling vor var þó gamanlaus. Vjer beittum ýmist á stj óm- eða bak- borða tvo og þrjá vikufjórðunga í einu, en unnum lítið á. Því að undiralda var mikil og vann á móti seglinu. Loks vorum vjer orðnir úrkula vonar um að ná meginlandi. Tókum vjer þá það ráð, að liggja um nóttina við Hafnsögu- hólmann og leita húsaskjóls hjá hafn- sögumönnum, sem þar búa. En hólm- inn er sæbrattur, grenigróinn klettur, úti í hafi. Vjer sáum þar tilsýndar ljós í gluggum, og hinn glaðlyndi formað- ur sigldi þangað ljúfan vind. Hann saup nú vænan sopa af köld- um miði og mælti síðan: „Það má raup- laust segja, góðir hálsar, að nú sje stinningskaldi. En engu óstinnari kalda fjekk jeg þó, þegar jeg var fjögra, fimm ára gamall, og var þá einn á báti. Jeg hefi ekki látið þess getið, að mjer er öðruvísi háttað en öðrum mönnum. Því að mjer er kunnugra um, hvað af mjer muni verða í þessum sæla heimi, en hvaðan jeg er kominn. En best er að hverfa að efninu. Þegar jeg var um fimm ára gamall, og það mun hafa ver- ið fyrir 30 árum, eftir því sem mjer hefir verið sagt, þá var jeg úti á rúm- sjó á næturþeli eins og nú. Sá er eini munurinn, að þá rak mig fyrir sjó og vindi, en nú hefi jeg uppi tvö órifuð segl, að þá var jeg stirður af kulda, en nú er mjer heitt alveg fram í litlutá. Lítið man jeg, hvað gerðist í þessari fyrstu sjóferð minni. En það man jeg að jeg var skilinn einn eftir á nöktum kletti og ætlaði að fara á eftir þeim, sem yfirgáfu mig svo. Niðamyrkur var á eins og nú, og þegar jeg reyndi að róa, þá sló fyrsta báran árina úr hend- inni á mjer. Ekki man jeg hve lengi mig rak svo, en hitt er víst, að jeg lenti í góðra manna höndum. Þjer sjáið því, að mjer er líkt farið og Adam og jeg veit varla, hvort jeg á foreldra eður eigi. Vörulaunung var atvinna þeirra manna, sem sögðust hafa bjargað mjer, en þeir voru annars efnabændur. Jeg fæddist upp með þeim og stundaði at- vinnu þeirra þar til, er mjer fór að vaxa skegg. En þá fór jeg í skip og gerðist heiðarlegur maður. — Hana nú, takið nú krókstjakan, takið á móti. Ekki veit jeg hver fjand- inn vísar mjer veg innan um grjótið hjerna“. Nú lá báturinn með blaktandi segl- um í vík einni milli tveggja kletta- tanga. Og tóku menn að teygja sig og geispa sjer til hita. Formaðurinn og tveir sveinar urðu eftir við bátinn til þess að ganga frá honum. En vjer hin- ir gengum til stofu og var þar hlýtt að vera. Þar voru jól í hverjum kima. Þar log- aði bál á breiðum ami og lagði birtuna um stofuna. Auk þess var stórt konga- ljós á borðinu og önnur smærri. Net hengu um alla veggina og önnur fiski- gögn. En í stofuhornunum skein á hvít- ar geitur og kiðlinga, er þar höfðu flokkast. í stofunni var fjörgömul kona, er sat við borð og las sálma, miðaldramaður og kona hans og fimm böm. Fjögur

x

Liljan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.