Liljan - 01.11.1926, Qupperneq 8

Liljan - 01.11.1926, Qupperneq 8
68 LILJ AN Gamla konan skoðaði það um stund og' leit síðan undrandi á skipstjórann. Síðan stóð hún upp, lagði hendurnar um háls honum og grjet en sagði ekki eitt einasta orð. En þegar hún leit upp aft- ur, þá skein gleðin niður í botn á öll- um hrukkunum í andliti hennar. „En hvað þú ert líkur honum föður þínum; alveg eins og hann væri kominn sjálfur“, mælti hún nú, „þú ert bara miklu fallegri en hann. Guð hjálpi þjer, gapinn þinn, hver bað þig að þjóta ein- an út á sjó? Var þá veður fyrir þig? En jeg var flón að binda þig ekki við rúmstólpann, þá hefðurðu orðið að hýr- ast heima. Guði sje lof, nú get jeg dáið ánægð og enginn getur spurt um það á gröf minni, hvað jeg hafi gjört af barn- inu mínu“. Það er auðskilið, hversu óvart þetta kom oss, en þetta jólakvöld varð mörg- um öðrum ánægjulegra, þótt illa horfð- ist á. J. L. Ituneberg. -----o--- KYenskátamótið í Danmörku. 3.—13. júlí 1926. Yfir hallargarðshliði Brahe Tralle- borgar, blöktu fánar Norðurlandaþjóð- anna, er um 500 foringjar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og ís- landi söfnuðust saman á þennan stað, til að halda fyrsta mót sitt, eftir á- kvörðun, sem skátaforingjar frá þess- um löndum tóku á alþjóðaskátamótinu í Englandi árið 1924. Frk. Cecilie Lútken formaður í stjórn bandalags dönsku kvenskátanna, bauð þátttakendurna velkomna, og sagðist vona að mótið myndi hafa varanlega þýðingu skátahreyfingarinnar á Norð- urlöndum, og að hinn rjetti skátaandi mætti sameina okkur og víkka sjón- deildarhringinn. Þar á eftir var sungið „Fögur er foldin“. Fáninn var dreginn niður — 3. júlí var á enda. Brátt var alt hljótt, enda vorum við þreyttar eft- ir ferðalagið um daginn. Næsti dagur, sem var sunnudagur, var ætlaður til að kynnast. Það gætti furðulítið örðugleika hvað málin snerti, eða þótt búningamir væru gulir, grænir, brúnir og bláir. Það gerði eng- an mismun. Við vissum að við áttum svo margt sameiginlegt þar fyrir utan, og að við stefndum að sama markinu. Fyrri hluti dags hvers var notaður til að sýna margskonar fyrirkomulag á flokksæfingum, fylkingum og ýmsum skátaíþróttum, síðari hluta dagsins var ýmist farið í skemtiferðir eða haldnir fyrirlestrar. Á kvöldin var kynt bál, og þurfti þá hvert fjelag fyrir sig að halda uppi skemtun eitt kvöld, nema við hjeðan vorum of fáar til þess, svo að við fengum að sýna okkar skemtiatriði sama kvöldið og norsku K. F. U. K. skátarnir. En þó að við hefðum ekki undirbúið okkur með eins margt til skemtunar og hinar, bætti það dálítið úr að þenna dag var fjögra ára af- mæli fjelagsins okkar, og í tilefni af því sungu norsku skátamir til heiðurs fyr- ir ísland, þegar við komum inn á sýn- ingarsvæðið, og frk. C. Lútken færði okkur stóran og fagran rósavönd frá dönsku skátunum. Kvöldið sem dönsku, bláu skátamir skemtu, byrjaði með því, að greifafrú Reventlow, sagði í fáum dráttum sögu Brahe Tralleborgar, frá því munkamir komu þar árið 1150 eftir að hafa leitað lengi að hagfeldum stað fyrir kirkju og klaustur. Þeir sáu að þama var

x

Liljan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.