Liljan - 01.11.1926, Síða 12
72
LILJAN
tegundir. Jeg hafði um veturinn lesið
bók, og- marglesið, er jeg hafði fengið
lánaða á bókasafni. Hún hjet „Dan-
marks Natur“. Jeg hef oft síðan rek-
ist á eintök af þeirri bók, og í hvert
sinn, er jeg tek hana mjer í hönd, finn
jeg til einhvers velvilja eða samúðar,
sem fyrir blindni tilfinninganna kemur
fram gagnvart bókinni, þó það ætti að
vera gagnvart höfundunum. En til
samúðarinnar finn jeg af því að þessi
bók, þó hún sje um náttúru Flatlands,
varð til þess að opna augu mín fyrir
náttúru okkar eigin lands, eða jafnvel
allra landa, og hún vísaði mjer jafn-
framt inn í undraheim raunveruleikans.
Áður hafði jeg ekki sjeð annað en
fugla í skóginum, bara fugla, en nú sá
jeg ýmsar og ólíkar tegundir þeirra.
Jeg sá líka beykitrje, sem voru að
vaxa upp yfir eik — þarna var þá ein
af síðustu orustum þessara trjáteg-
unda. Beykið þolir vel skugga eikar-
innar, en vex hraðar en hún og byrgir
fyrir henni sólargeislana. En ungar
eikur þola ekki skugga gamalla beyki-
trjáa. Þess vegna hefur beykið útrýmt
eikinni að mestu úr Danmörku. Það
eru beykiskógar nú þar, sem áður voru
eikarskógar.
Og svona mætti lengi upp telja, hvað
jeg sá, og hvað sá sjer í náttúrunni,
sem ekki er henni ókunnugur. Sá, sem
ekki sér annað en máfa á ísnum, hefur
ekki sömu ánægju af því að horfa á
þá og sá, sem sjer hinar 'einstöku teg-
undir þeirra, eins og sá hefur ekki
sömu ánægju af að koma út í skóg,
sem ekki sjer annað en trje — og hinn,
er sjer margbreytni tegundanna.
m.
Mörgum árum seinna, hóaði þessi
kunningi minn í mig, einn sumardag, er
hann mætti mjer í Lækjargötu í Reyk-
javík.
Hann var með ferðapoka á bakinu,
og sagðist vera að koma úr gönguför.
Var hann kátur yfir því ferðalagi, eins
og allir, sem ferðast gangandi um ís-
lenska víðáttu, fái þeir gott veður, en
einnig án þess, ef um nokkra verulega
för er að ræða.
Sagðist hann hafa óskað, að það
hefði verið maður með honum í förinni,
sem hefði getað skýrt hvaða fuglar
það voru, sem Ijetu til sín heyra hin
ýmislegu hljóð, sem hann heyrði við og
við svo yndislega rjúfa kyrð sumar-
næturinnar, því þá hefði förin verið
enn ánægjulegri.
Og hann hafði rjett að mæla. Því
þeim manni, sem gengur út um víða-
vang, en þekkir ekki fuglana, og þekkir
ekki fimmtíu til hundrað algengustu
blómin, ekki síst, ef hann heldur ekki
þekkir undirstöðuatriðin í því, hvernig
yfirborð landsins er myndað, honum
er líkt farið eins og villimanni, sem lok-
aður er inni í bókasafni. Því rjett fyrir
framan hann er fróðleikur og óþrjót-
andi tilbreytni, sem hann kann ekki
að meta, veit einu sinni ekki af — get-
ur ekki notið.
Jeg man hve hissa jeg varð, þegar
jeg sá fyrst ísnúna klöpp. Jeg var að-
komumaður þar, en það hittist nú svo
á, að þetta var einmitt á þeim staðn-
um, sem jeg hef enn fram að þessu
stigið flest sporin — á fæðingarstað
mínum, Eskifirði.
Þarna í hlíðinni fögru, milli tveggja
raða dunandi fossa, þar sem annars-
vegar er hin blikandi röð Bliksárfoss-
anna, sem sanna að nafn árinnar er
einmitt svo, en ekki dregið af hest-
nafni, þó þjóðsögn hermi — þama í
hlíðinni, þar, sem fossar hinnar regn-