Liljan - 01.11.1926, Qupperneq 14
74
LILJAN
þessa hærra sjávarmáls má sjá alstað-
ar hjer í nágrenninu, og ótal sinnum
hefur athugun þeirra veitt mjer
óblandna ánægju, er jeg hef rekist á
þau á útigöngum.
í sögunum er sagt að landið hafi ver-
ið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Hver
trúir því? Jeg man að mjer þótti það
ekki sennilegt, er jeg leit yfir gróður-
lausu, grýttu hálsana, í nágrenni Reyk-
javíkur. En er jeg rakst á lítinn græn-
an blett, suðvestan í Öskjuhlíðinni,
komst jeg á aðra skoðun. Yfirborð
þessa blettar lá hærra en hlíðarinnar í
kring, og það var auðvelt að sjá, að
sama stórgrýtið, sem þakti hlíðina, var
einnig þar sem græni bletturinn var —
inni undir honum. Það var eins og
þarna væri stór grasi gróinn moldar-
bingur ofan á grjótinu. Hvernig gat á
honum staðið ? Hvernig var þessi mold
komin þarna? Svarið gat ekki verið
annað en það, að þetta væru leyfar af
moldarlagi, sem einu sinni hefði hulið
alla hlíðina, og þá hefur hún vafalaust
verið skógi þakin. En þegar forfeður
vorir eyddu skógunum, bljes landið
upp, það er: moldin fauk burt. Víða í
nágrenni Reykjavíkur standa einstök
börð eftir, sem eru leyfar af jarðvegs-
lagi því, er huldi alla beru, grýttu ás-
ana, sem nú eru, en þeir voru þá skógi
vaxnir. .
En hvað varð af moldinni, sem fauk?
Sumt fauk á sjó út, sumt í lækina, sem
báru það, sem þeir fengu, sömu leið.
Mest af moldinni hefur þó borist ofan í
mýrarnar milli ásanna og er þar enn-
þá, eins og sjá má, þar, sem mýrar
eru skurðaðar. Þegar mikil brögð hafa
verið að uppblæstrinum, og vindurinn
hefur rifið upp stór svæði í einu, hef-
ur moldinni sumstaðar hlaðið saman í
háa skafla. Með breyttri vindstöðu
hefur svo aftur rifið úr þeim sköflum,
en eftir orðið, samt sem áður, stórir
moldarhaugar, er síðar grjeru upp.
Slíka uppgróna moldarhauga, sem eru
grónir moldarskaflar, frá því er ásam-
ir mistu jarðveginn, má víða sjá, t. d.
þegai' gengið er milli Elliðaánna og
Fossvogs.
En hversvegna bljes ekki jarðvegur-
inn einnig, þar, sem börðin standa eft-
ir? Sumstaðar hefur mjer virst það
mundi hafa verið af því, að jarðvegur-
inn var rakur, annars staðar, þó undar-
legt sje, af því hvað hann var þur. Þar,
sem enginn skógur var, heldur bara
gras, bljes ekki upp, því grasrætumar
hjeldu moldinni. Það er því jarðvegur
rjóðranna, sem eftir er og að minsta
kosti í einu litlu barði, sem eftir stend-
ur, er jarðlagið svo þunt, að mjer þyk-
ir sennilegt, að það hafi aldrei verið
skógi vaxið, af þvi að það hafi ekki
getað haldið í sjer nægum raka, til
þess að næra trje, þó það væri nógu
þykt til þess, að gras gæti vaxið þar.
En viðvíkjandi blettinum, sem fyrst
vakti athygli mína, er það að segja, að
hann er í halla, og sökum hins óvenju
frjóa gróðurs hans, þykir mjer senni-
legt, að þarna hafi staðið fjárhús í
skóginum á landnámstíð, en dálítill op-
inn blettur verið fyrir framan það og
neðan, þar sem jarðvegurinn ennþá er
eftir.
Það hefur skeð í mörgum löndum,
þetta, að skóginum hefur verið eytt, og
landið síðan blásið, en það er ekki
skemtilegra fyrir því, það sem skeð
hefur hjer hjá okkur, og það er síst að
furða, þó skáldin okkar hafi oft orkt
um skógana horfnu, eða dreymt vun
nýja skóga.
Margir hatast við loftkastalasmíðar,
en með órjettu, því þó ekki sjeu þær