Liljan - 01.11.1926, Page 16

Liljan - 01.11.1926, Page 16
76 LILJAN himininn var enn þá dimmrauður í vestrinu. Fjöllin voru nú orðin dökk- blá, og hverareykirnir voru orðnir að bláleitri móðu. Við rísum hljóðlega á fætur og bjuggumst til hvíldar. Það var ekki langrar stundar verk. Við fórum úr skátafötunum okkar, hengd- um þau upp í tjaldið og fórum í hlýjar ullarpeysur. Því næst vöfðum við okk- ur í teppin, stungum malpokunum und- ir höfuðið og lögðumst út af. Það var samt ekki meiningin að sofna strax. Nei, samkvæmt gömlum og góðum skátasið varð ein okkar að segja sögu, og það var ekki fyr en henni var lokið, að við hugsuðum til svefns. Hann ljet heldur ekki á sjer standa, andartaki síðar vorum við allar sofnaðar. Niðurí. næst. Heiða Sæm. ----o---- Úr heimi skáta. Frá „Birkibeinum“. t fyrravetur skrifaði jeg „Liljunni" stutta frásögn um Skátafjelagið „Birkibeina“ á Eyr- arbakka. Nú vil jeg bæta við höfuð- dráttum úr sögu fjelagsins síðan. Hef- ur fjelaginu vaxið mjög fiskur um hrygg, bæði að efnum og atorku. Nú er svo komið, að allir fjelags- menn hafa einkennisbúninga og merki þau, er þeir hafa rjett til að bera. Lagði fjelagið til skyrtur, klúta og merki, drengirnir sjálfir hitt. Gjafir tvær, er fjelaginu bárust, gerðu því kleifa þessa miklu búningsbót. Skátar þeir úr 1. Væringjasveit, er hingað komu austur um hvítasunnu í vor (Sjá „Liijuna" 6.-7. bl. þ. á.) færðu fje- laginu 100,00 kr. að gjöf frá Væringj- um og Skátasveit K. F. U. K. Þá gaf A. V. Tulinius fjelaginu 25,00 kr., eitt sinn er hann kom í Þrastaskóg s. 1. sumar. „Birkibeinar" þakka þessar rausnargjafir. Ilafa þær orðið fjelaginu til hinnar mestu viðreisnar. Minna prófi luku flestallir skátarnir 5. apríl s. 1., en þeir, sem þá voru eftir, hafa lokið því í haust. Prófdómendur voru Gísli Pjetursson læknir og Ingi- mar Jóhannesson kennari. 24 sjerprófs- merki hafa veríð tekin; 11 þeirra fyrir „hjálp í viðlögum“. Nokkrir eru að búa sig undir að taka merki. ,,Birkibeinar“ hafa óvenjuslæma að- stöðu um útilegur, sakir þess, að dreng- imir eru flestallir í sveit á sumrum. Nokkrír skátar voru þó í Þrastaskógi 4 ágæta sólskinsdaga í júní og skemtu sjer hið besta. Auk þess voru einstöku „Birkibeinar“ stundum í skóginum um helgar, í tjöldum foríngjans, sem er umsj ónarmaður skógarin s. Sex ára afmælis fjelagsins, 9. nóv., var minst með samsæti. Við það tæki- færi útnefndi foringi Sigurjón Valdi- marsson til aðstoðar-sveitarforingja. A. S. Sunnudaginn þ. 28. nóv. vígði sjera Þorsteinn Bríem á Akranesi, fána skát- anna þar, í kirkjunni. Athöfn þessi fór mjög hátíðlega og vel fram. Á öðrum stað hjer í blaðinu birtist vígsluræða sjera Þorsteins. — Um 15 skátar hjeð- an úr Reykjavík fóru uppeftir þenna sunnudag. Þakka þeir góðar viðtökur og biðja Liljuna að skila kæni kveðju. Útgefendur: Væringjar i Reykjavík. AbyrgðarmaÖur: Ársæll Gunnarsson. Utanáskrift blaðsins er: P. O Box 834 Reykjavik. Blaðið kemur út einu sinnt í mánuði (þó ekki i júli og ágúst). Argangurinn kostar 3 krónur. — Prentsmiðjan Acta.

x

Liljan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Liljan
https://timarit.is/publication/484

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.