Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 10

Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 10
6 KIRKJUBLAÐ hafna,« hefir skáldið Heine sagt um hann. »Hugsanir hans voru ekki aðeins búnar vængjum, heldur einnig höndum. Orð og athafnir héldust í hendur hjá honum. Hann var ekki aðeins tunga, heldur og sverð aldar sinnar. Hann var hvorttveggja í senn kaldrænn háspekingur og spámaður fullur guðmóðs og andagiftar. . . . Oft er hann ólmur eins og ofviðrið, sem rífur eikur upp með rótum, og svo aftur blíður sem blær, er leikur um litskreyttar fjólur. Hann var gagntekinn af geigursfullum guðsótta, fullur sjálfsafneitunar heilögum guði til dýrðar, en bar þó hinsvegar glöggvasta skyn á dýrðir jarðar vorrar og kunni að meta þær. . . . í honum bjó eitthvað frumlegt, óskiljanlegt, undursamlegt, eins og á sér stað um alla þá menn, er virðast reka er- indi forsjónarinnar.« Með þessu er Lúther í mörgu tilliti rétt lýst. Hann á í öllu þessu sammerkt við hina miklu spámenn í ísrael. Þeim er hann líkastur í eldmóði anda síns, djúpsýni hugsunarinnar, einbeittni viljans, djörfung^ sinni og guðsótta. Lúther óttaðist guð og ekkert annað. Yfir alla hluti fram mat hann vissuna um að vera handhafi náðar Guðs. í augum hans var þetta fylling þess, sem oss er gefið dýrlegast í kristindóminum: »Þar sem fyrirgefning syndanna er, þar er lífið og sáluhjálpin.« Á vissunni um Guðs náð grundvallaðist afburðamennska Lút- hers fyrst og fremst. Þessi vissa læsir sig um állt líf hans og gervallan persónuleika hans. í þeirri vissu prédikaði hann og söng sálma sína. í henni gekk hann út í baráttu sína gegn páfanum og öllu veraldarvaldi. í henni gladdist hann með eiginkonu og börnum á heimili sínu. Stórskor- inn var hann einatt í framkomu sinni, hversdagslegur í orðum og óttalegur í reiði sinni. Sterkyrði og stóryrði voru honum eiginleg, en þau stóðu í nánu sambandi við ákaflyndi hans, en jafnframt við aldarhátt þeirra tíma. En á hinn bóginn var hann viðkvæmur, ástúðlegur og gaman- samur, þegar því var að skifta, — maður, sem hafði lært þá list, að »gráta með grátendum og fagna með fagnend- um«. En öllu öðru fremur er Lúther sá hinn skapandi spá- mannlegi andi, sem litið verður upp til um ókomnar aldir

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.