Kirkjublað - 01.11.1933, Page 11

Kirkjublað - 01.11.1933, Page 11
KIRKJUBLAÐ 7 og menn á öllum tímum munu dást að og leita til með- trúarþörf sína og hljóta þá svölun hjá, sem flestum öðr- um er um megn að láta í té. Að þessu leyti mun Lúther lifa áfram í fremstu röð andans stórmenna og ekkert fá dregið dimmu á líf hans og persónuleika fremur en hing- að til. Dr. J. H. Kraftur frá hæðum. Æðsta mark og mið kristindómsins er að opna mönn- um aðgang að guðlegum mætti. Fagnaðarerindi Krists er ekki aðeins opinberun kærleikseðlis Guðs og fræðsla um takmark mannsins og siðferðilega breytni, heldur öllu öðru fremur kraftur, sem birzt hefir í mannlegu lífi. Dásamlegast birtist þessi kraftur frá hæðum í lifi Jesú Krists sjálfs. Lýsingar guðspjallanna bera allar vott um þann mikla og undursamlega mátt, sem einkenndi alla framkomu hans og líferni, hvort sem litið er til kenningar hans, kraftaverka hans eða pínu hans og dauða. Allt líf hans var opinberun gæzku Guðs og máttar, opinberun þess, að faðirinn himneski væri i honum og hann í föð- urnum. Guðspjöll vor lýsa þessu með því að segja, að »kraftur Drottins« hafi verið með honum. Og Postulasag- an skýrir frá þeim ummælum Péturs postula, að »Guð smurði hann heilögum anda og krafti«. Allir, sem Nýja-testamentið hafa lesið, vita, að Jesús gaf Iærisveinum sínum fyrirheiti um þennan sama kraft. Hann heitir þeim aðstoð frá hæðum eftir að hann sé frá þeím farinn. Frá því er skýrt í niðurlagsorðum Matteusar-' guðspjalls, i síðasta kapítula Lúkasar, í skilnaðarræðum Jóhannesar og í upphafi Postulasögunnar. í Lúkasi eru ummælin þessi: »Og sjá, ég sendi fyrirheit föður míns yfir yður; og þér skuluð vera kyrrir í borginni, unz þér íldœd- izt krafti frá hœðum.«. Fyrstu lærisveinar Krists voru ekki í neinum vafa um„

x

Kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.