Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 7

Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 7
KIRKJUBLAÐ væri ósæmilegt, að láta minningu Lúthers ósinnt með öllu, jafnmikla þakkarskuld og vér eigum honum að gjalda fyrir blessunar-áhrifin af æfistarfi hans. Þau hafa orðið örlög fjölda þeirra manna, sem fram hafa komið á sjónarsviði sögunnar og taldir hafa verið til afburðamanna með þjóð sinni, að þvi lengra sem leið frá því, er æfi þeirra lauk, því óskýrari urðu drættirnir í mynd þeirra og því meira fyrndist yfir afrek þeirra, svo að um síðir varð lítið eftir í vitund manna annað en nafn- ið tómt. Með nýjum kynslóðum komu fram nýir menn, sem skyggðu á þá. Nýjar raddir ómuðu frá vörum þeirra út yfir löndin, svo að menn hættu að gefa röddum hinna gaum. Slik hafa ekki orðið örlög Lúthers. Hafa þó, síðan hann var uppi, hersingar andans mikilmenna komið fram, sem heilluðu hugi þjóða og einstaklinga. En enginn þeirra hefir verið þess máttugur að draga dimmu á per- sónuleika Lúthers. Og hve hljómsterkar sem raddir þeirra voru, brast þó mikið á, að þær tæki yfir rödd hans. Fram á þennan dag má hiklaust telja Lúther fullu höfði hærri en alla aðra í afburðamanna-fylkingu heimsins um næst- liðnar fjórar aldir og þó lengra sé farið aftur í tímann. Meira að segja hefir persónuleiki hans aldrei verið stór- fenglegri fyrir vitund manna en einmitt nú, og glöggsýni manna á óvenjulega mannkosti hans aldrei verið meiri en nú. Hvað mundi valda því, að Lúther hefir fremur flest- um, et ekki öllum andans mikilmennum liðinna alda tekizt að halda velli fram á þennan dag, .svo að enginn þeirra, er siðar komu fram, reyndist þess máttugur að skjóta honum aftur fyrir sig? Vera má að einhverjum detti í hug, að þetta sé djúp- settum lærdómi hans að þakka og risavaxinni afkastasemi hans til ritstarfa eða athafnasemi hans yfirleitt. Því er nú sízt að neita, að Lúther var maður vel lærður, enda hlaut hann að vera það vegna stöðu sinnar sem háskólakennari. En í því tilliti voru ýmsir samtiðarmanna hans honum fremri (mætti þar m. a. nefna Melankthon samverkamann

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.