Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 5

Kirkjublað - 01.11.1933, Blaðsíða 5
KIRKJUBLAÐ 1. árg. Miðvikudaginn 1. nóv. 1933. 1. tbl. Kirkjublað. Á tveim siðustu aðalfundum Prestafélagsins og deildafundum hafa komið fram eindregnar óskir um það, að kirkjublað verði gefið út. Var stefna blaðsins mörk- uð svo á aðalfundinum 1932, að það slcyldi fyrst og fremst vera uppbyggilegs eðlis, forðast trfifræðilegar flokkadeil- ur, en flytja greinar fræðandi og vekjandi um andleg mál og fregnir um störf presta og safnaða landsins og um hið merkasta, er gerist. í þeim efnum erlendis. Á fundi þessum var kosin nefnd til að vinna að undirbúningi útgáfunnar og væntanlegri útbreiðslu blaðsins, og skipa þeir nú nefnd- ina séra Bjarni Jónsson prófastur í Reykjavik, séra Eiríkur Albertsson prófastur á Hesti, séra EiríJcur Brynjólfsson á Útskálmn, séra Friðrik Rafnar á Akureyri, séra Guðbrand- ur Bjömsson í Viðvík, séra Halldór Kolbeins á Stað í Súg- andafirði, séra Hálfdán Helgason á Mosfelli, séra Jakob Jónsson á Nesi í Norðfirði, séra Óskar Þorláksson á Kirkju- bæjarklaustri, séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum, séra Sigurgeir Sigurðsson prófastur á ísafirði og séra Sveinbjöm Högnason á Breiðabólsstað. Við undirritaðir höfum svo eftir beiðni nefndarinnar telcið að okkur að sjá um útgáfu blaðsins, og liöfum við í samráði við stjórn Prestafélagsins ráJðið séra Knút Arngrímsson til þess að annast ritstjóm þess og afgreiðslu þar sem enginn olckar gat bætt ritstjóminni ofan á þau störf, sem fyrir eru. Við höfum valið blaðinu heitið KIRKJVBLAÐ, i þvi trausti, að það megi verða í raun og veru málgagn kirkj- unnar hér á landi og styrki starf hennar með því að flytja

x

Kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublað
https://timarit.is/publication/485

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.