Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 2

Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 2
82 LJÓSVAKINN manninuni gefnar vonir um að öðlast hinn rjetta og sanna skilning nema fyrir trú. Vjer verðum að byrja í trú og svo verðum vjer að halda áfram í skilningi og þekkingu. Þetta er það afl sem vinnur á móti öllum mannasetningum, á móli efnishyggjunni, sem byggir á náttúruöflunum; skynsemistrúnni, sem byggir á mannlegu hyggjuvili; algyðis- trúnni, sem segir að Guð sje í öllum hlutum í náttúrunni. Alt þetta og ann- að þvílíkt, sem mennirnir finna upp og búa til, verður að engu fyrir þessu eina; Irúnni. Og trúin er ekki blind hjátrú eins og sumir af spekingum heimsins vilja fá oss til að trúa. Sá maður, sem ekki vill meðtaka viskuna með trú, mun aldrei öðlast hana; bjer er auð- vitað átt við hina sönnu visku — það, sem veitir manninum skilning og þekk- ingu á því, sem viðkemur mannseðlinu og eilífðarmálunum. Mennirnir eru skapaðir með trúar- tilhneigingu, og ef þeir bæla ekki niður þessa meðfæddu tilhneigingu, þá mun hún koma þeim til að trúa á einhverja æðri veru. Að þetta er svo í raun og veru, sjáum vjer af því, að ekki er til nein kynkvísl eða þjóðflokkur í heim- inum, sem ekki hefir einn eða annan átrúnað. Til þess að leiða í ljós og kunngjöra sannleikann, sem mennirnir hafa dregið skýlu fyrir með öllu þvi, sem þeir sjálfir hafa hugsað og fundið upp, gaf Guð mönnunum hið opinbera orð sitt í Heilagri ritningu og hinn lif- andi sendiboða Jesúm Krist. Með áhrif- um Heilags anda hefir hann stöðugt reynt að leiða mennina til þekkingar á sannleikanum eins og hann birtist í orði hans og lífi sonar hans. Með verk- um sínum í náttúrunni hefir hann leit- ast við að opinbera kærleika sinn til mannanna, til þess að mennirnir lærðu að elska hann. Trúin á tilveru Guðs er því fyrsta sporið til sannrar þekkingar, og því næsl er trúin á Biblíuna. Vjer verðum að meðtaka Guðs orð sem op- inberun á hinum guðdómlegu sannind- um. Annaðhvort er Biblian Guðs orð eða hún er það ekki, og ef hún er það ekki, þá hefir Guð ekki gefið oss neina opinberun, því að engin önnur bók en Biblían krefst þess, að vera álitin Guðs orð. Og ef Biblían er ekki Guðs orð, þá hefir Guð Iátið mennina vera án beinnar opinberunar. það er lífsskilyrði fyrir oss að vjer meðtökum Biblíuna eins og hún er — meðtökum hana sem hina heilögu bók Guðs, sem mennirnir hafa fengið fyrir mælikvarða og leiðar- vísir. Það eru ekki allir, sem vilja viður- kenna þær grundvallarreglur, sem hjer hefir verið bent á sem skilyrði þess að geta öðlast sannan skilning og þekkingu, en enginn getur gengið fram hjá þeim án þess að stofna sálu sinni í voða. Það er ekki nema um tvent að velja: Annaðhvort verðum vjer að meðtaka Guð og hans orð, eða vjer verðum að aðhyllast mannasetningar og mannaboð- orð — verðum að láta mannlegt hyggju- vit útskýra fyrir oss leyndardóma lífsins. Og allir höfum vjer rekið oss á það, hversu mönnum er hætt við að skjátl- ast. Allar ráðgátur verða ráðnar og all- ir leyndardómar opinberaðir í ljósi Bibl- íunnar. Vjer viðurkennum að náttúr- unni sje viðbaldið og stjórnað af þeim, sem hefir skapað hana. í trú flýjum vjer til Guðs til þess að fá andlega hjálp, og í trú meðtökum vjer Jesúm, opinberaðan i holdi, sem friðþæging fyrir vorar syndir. Hvernig guðdómur-

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.