Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 1

Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 1
Skilningur og trú. »Gn í þvi er hiö eilffa lif fólgið, að þeir þekki þig, hinn eina sanna Guö, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist. Jóh. 17, 3. Á vorum timum eru margir, sem standa í þeirri meiningu að vjer byggj- um þekkingu vora á mannseðlinu og afstöðu hans til Guðs, á skynsemi og skilningi. En slíkur grundvöllur mun aldrei reynast traustur. Trúin er sá grundvöllur, sem allur rjettur skilning- ur í þessum efnum byggist á. Rjett þekking á Guði er grundvöllur þess, sem kallast getur sönn lífsspeki. Sjer- hver maður hefir einhverskonar skilning á lífinu — sambandinu milli hins lfkamlega og hins andlega. Þar eð Guð er þungamiðja allra and- legra sanninda, verður þekkingin á eðli hans grundvöllur allra eilffra sanninda. Rangur skilningur á Guði leiðir út L á allskonar villubrautir, sem liggja niður á við og út i ógæfuna. Biblian kennir, að Guð sje persóna, skapari allra hluta. Það er ekki einungis að hann sje sá, sem skapað hefir efnisbeim- inn; heldur hefir hann gjört alla hluti sýnilega og ósýnilega. Kól. 1, 16. Öll vor þekking og allur vor lærdómur hvort það er heimspeki, visindi eða hvaða nöfnum sem það nefnist, hefir upptök sin í þessu, að Guð hefir skapað alt og viðheldur öllu. Ef vjer eigum að geta öðlast sanna þekkingu og sannan skilning, verðum vjer að byrja á því, sem er undirstöðu- steinn allra sanninda og hann finnum vjer í Hebr. 11, 6. »Sá, sem gengur fram fyrir Guð, verður að trúa þvi, að hann sje til«. Trúin er sá grundvöllur, sem allur sannur skilningur byggist á. Sumum kann að finnast, að það sje helst til of mikiö sagt með þessu; en það er ekki meira en Heilög ritning segir, og hvergi i öllu Guðs orði eru

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.