Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 7

Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 7
L J Ó S V A K I N N 87 meira þegar sálin læknast af sjúkdómi syndarinnar. Hið skapandi orð Guðs, sem getur umbreytt lífinu, tekið burt hatrið úr hjörtum vorum og fylt þau með kærleika Guðs og hreinsað oss af öllum óhreinleika — þetta er mesta undraverkið. Ef vjer erum i efa eða óvissu hvort það, sem vjer höfum bygt trú vora á er rjett, þurfum vjer ekki annað en að gefa gætur að hinni alvarlegu viðvörun frelsarans, sem kemur rjett á eítir hinni, sem að framan er tilfærð. Þar segir hann. »Hver sem því heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, honum má líkja við hygginn mann, sem bygði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan, og beljandi lækir komu og stormar bljesu og skulln á því húsi, en það fjell ekki, þvi að það var grundvallað á bjargi. Og hverjum, sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, honum má líkja við heimskan mann, er bygði hús sitt í sandi; og sleypiregn kom ofan, og beljandk lækir komu og stormar bljesu og buldu á því húsi, og það fjell, og fall þess var mikið«. Matt. 7, 24, 27. Takið eftir þessari mikilsverðu leið- beiningu frelsarans um, »að hver sá, sem heyrir þessi orð hans og breytir eftir þeim«, hann stendur á öruggum grundvelli. Frá þessu er engin undan- tekning. Sjerhver maður getur verið viss um að sá grundvöllur, sem hann byggir á sje traustur, ef hann aðeins heyrir orð meistarans, og breytir eítir þeim. Ef vjer gefum gætur að Guðs orði, sjánm vjer, að hann leggur oss þann mikla vanda á herðar, að lifa hinu sanna fullkomna lífi, sem hann lifði sjálfur hjer á jörðinni. En þegar hið undraverða líf hans blasir við hinum andlegu augum vorum, finnum vjer van- mátt vorn i þvi að gjöra það, sem bann krefst af oss. Já, Drottinn segir oss lika, að vjer getum alls ekkert gjört án sín. Jóh. 15, 5. En um leið og vjer finnum sárt til þess, að þetta er satt, getum vjer huggað oss við það, að hann bljes Páli postula því í brjóst að segja: »Alt megna jeg fyrir hjálp hans, sem mig styrkan gjörir«. Fil. 4, 13. Lifandi samband og lifandi sam- fjelag við hinn lifandi frelsara er hið þýðingarmesta af öllu. Fað er þetta lif- andi samfjelag við Drottin, sem um- breytir sálunni og skapar hið hreina hjarta, sem getur tileinkað sjer fyrir- heitið um að sjá Guð. r. > Hitt og þetta. Orð vor eru lögð á aðra metaskálina og verk vor á hina. Sje alt eins og það á að vera er hvorutveggja jafn þungt; en það er ekki ætíð, að munnurinn og höndin starfa saman. Höndin, það er að segja verkin, eru áreiðanlegasti mælikvarðinn fyrir hinu rjetta ástandi voru. Ritningin talar svo víða um þetta, t. d. segir hún: »Sá sem segist vera í ljósinu og hatar bróður sinn, hann er ennþá í myrkrinu«. 1. Jóh. 2, 9. »Sá sem segir: Jeg þekki hann, og heldur ekki hoðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum«. 4. v. »Ef vjer segjum: Vjer höfum samfjelag við hann, og göngum þó i myrkrinu, þá ljúgum vjer og iðkum ekki sannleikann«. Kap. 1, 6. Orð án samsvarandi verka vega ekkert — hafa ekkert gildi. Verk án orða eru betri en orð án verka. Eilíllega liiim sami, Peir eru margir á vorum tímum, sem segja, að sá Guð, sem Gamla-testamentið talar um, sje alt öðruvísi en sá Guð, sem Nýja-testament-

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.