Ljósvakinn - 01.11.1925, Side 5

Ljósvakinn - 01.11.1925, Side 5
LJÓSVAKINN 85 obi og Jóhannesi finnum vjer sannleik- ann sagðan á mjög skýran og greini- legan bátt. Jóhannes var sá síðasti af höfundum Nýja-testamentisins, og i þeirri bók, sem hann skrifar næstum 60 árum eftir himnaför Krists, kemst hann svo að orði með tilliti til sinnar eigin reynslu: ^Það sem vjer höfum heyrt, það sem vjer höfum sjeð með augum vorum, Það sem vjer horfðum á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð lifsins«. 1. Jóh. 1, 1. Vjer skulum virða þetta vel fyrir oss og bera það saman \ið þær hugmyndir, sem ýmsir hafa um eðli Guðs. Hjer skýrir lærisveinninn greinilega frá þvi, að hann hann hafi daglega verið með Logos (Kristi). Hann hafði ferðast með honum; hann hafði heyrt hann tala til mannanna orð, sem veittu þeim líf, heilsu, huggun og von, hann hafði etið með honum, hvílt sig við brjóst hans, vakað og beðið með honum. Það er ómótmælanlegt að Krist- ur var persóna að útvortishætti sem maður; en hann var þó öðruvísi en aðrir. Hann kom í heiminn með því háleita takmarki að opinbera eðli Guðs fyrir mönnunum. í þrjú ár gekk hann um meðal þjóðar sinnar og leitaðist við að sýna mönnum kærleika Guðs. Jóhannes efaðist ekki um að þessi starfsemi Jesú hafi haft mikilvæga þýð- ingu því að hann segir: »Og vjer höf- um sjeð og vitnum, að faðirinn hefir sent soninn, til að vera frelsari heims- ins«. 1. Jóh. 4, 14. Eftir að hafa verið meira en þriggja ára tíma með frelsar- anum, hafði Iærisveinninn fengið fulla vissu fyrir því, að hann væri hinn per- sónulegi fulltrúi föðursins. ÍJvað við kemur þvi afli, sem öll náttúran stjórnast af, þá talar Biblian eins skýrt um það eins og persónleika Guðs. Við sköpunina var andi Guðs það framkvæmdarafl, sem faðir og sonur gjörðu verk sin með. Sjá 1. Mós. 1, 2. og Hebr. 1, 2. í sálmunum er víða tal- að um starfsemi andans, t. d.: »Þú sendir út anda þinn, þá verða þau til, og þú endurnýjar ásjónu jarðar«. Sálm. 104, 30. Hjer er átt við það, að nýjar lifandi verur verða ávall til, Guð endur- nýjar jörðina með nýrri og nýrri kyn- slóð. »Hvert get jeg farið frá anda þín- um og hvert fiúið frá augliti þinu?« Sálm. 139, 7. Job segir: »Fyrir and- gusti hans verður himininn heiður«. Joh 26. 13. Efnishyggjan hefir reynst tál, hún getur ekki gert grein fyrir þeirri reglu- festu, sem kemur í ljós í alheiminum. Þess vegna hafa mennirnir tekið það ráð, að hugsa upp það, sem þeir kalla »æðri speki«. Þetta leiðir alveg af sjálfu sjer, því að enginn hugsandi maður getur neitað því, að einhversstaðar hljóti að finnast eitthvað, sem er »æðra«. En mannlegt hyggjuvit hefir ekki getað gefið kynslóðunum rjetta hug- mynd um Guð; en það hefir aftur á móti þóst finna eitthvert óákveðið alsherjarlögmál sem ætti sjer stað í allri náltúrunni. Páll bendir á ástæðuna til þess í Rómverjabrjefinu 1, 23: Menn- irnir »breyttu vegsemd hins ódauðlega Guðs í mynd sem liktist dauðlegum manni, fugluin, ferfætlingum og skrið- kvikindum«. Tilraunir mannanna til að þekkja eðli Guðs af náttúrunni, hafa altaf mistekist. Þess vegna sendi Guð son sinn til þessarar jarðar til þess að opinbera persónulegan Guð. Faðirinn, sonurinn og Heilagur andi

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.