Ljósvakinn - 01.11.1925, Síða 3

Ljósvakinn - 01.11.1925, Síða 3
LJÓSVAIÍINN 83 inn starfar gegnum náttúruöflin og hvernig hann ræður yfir mönnunum, er sú spurning, sem vjer brjótum ekki lengur heilann um, vegna þess, að trú- in svarar henni, og vjer vitum af reynslu að því er þannig varið. Reynsl- an verður því ekki það, sem vjer byggjum skilning vorn á, heldur stað- festir reynslan skilning vorn. Efnis- byggjan útskýrir ekki sannleikann; efn- isheimurinn er aðeins efni, sem guð- dómskrafturinn starfar og kemur í ljós í. Vjer tilbiðjum ekki náttúruna eins og Guð, en vjer rannsökum náttúruna af því að vjer finnum Guðs kraft opinber- ast í henni. Sannindi Bibliunnar viðkomandi per- sónulegleika Guðs eru einnig grund- völlur allrar sannrar siðfræði. Maðurinn var skapaður i Guðs mynd, fær til að skilja andlega hluti og hugsa guðdóm- legar hugsanir. Mennirnir elska hver annan vegna þess, að kærleikurinn er frá Guði og það er Guð sem viðheldur honum og gjörir hann að því, sem hann er. Vjer fáum siðferðislegan kraft af þvi að vjer erum skapaðir með frjálsræði til að velja og áforma og skynsemi til að skilja grundvallarreglur sannleikans og framfylgja þeim. Vjer getum þroskað eðli vort með því, að hafna þvi, sem rangt er og veita því móttöku, sem rjett er. Sá, sem öðlast hina sönnu þekkingu og hinn rjetta skilning, mun sjá alt með öðrum aug- um en hann gjörði áður. Dásemdarverk Guðs og hin aðdáanlega niðurröðun i náltúrunni opinberast fyrir honum á alt annan hátt en áður. Með Gnði sem hina persónulegu þungamiðju og al- heiminn sem merki um kærleika hans og almætti, munum vjer í rgnnsóknum vorum verða varir við nýjar og nýjar dásemdir. Þegar vjer gjörum trúna að undirstöðuatriði, verðum vjer andlega frjálsir; þvi að þegar vjer höfum valið að trúa á Guð og almætti hans, munum vjer verða þess varir, að vilji vor er sameinaður sterkasta afli alheimsins. Vjer finnum þá, að oss er ekki stjórnað af blindum tilviljunum, heldur af eilífum vísdómi — með Guðs eigin hendi. Sjer- hverri siðferðislegri spurningu verður svarað með sannindum Biblíunnar, og vjer veitum Guðs orði viðtöku sem leiðarvisi gegnum þennan heim og til dýrðarinnar í hinnm komandi heimi. H. W. C. Guð er persóna. Bihlían byrjar á því, að lala um Guð sem skapara himins og jarðar, og hún endar með því, að tala um Guð sem þann, er leysir alla undan ánauð synd- arinnar og afleiðingum hennar. Guö í Opinberunarbókinni er sá sami Guð og i fyrstu Mósebók, þvi að Ritningin segir: »Drottinn Guð, anda spámannanna, sendi engil sinn, til að sýna þjónum sínum það sem verða á innan skamms«. Op. 22, 6. Að Guð spámannanna er sá Guð, sem talað er um í fyrstu Mósebók, sjest greinilega af mörgum spádómum í Gamla-testamentinu, eins og t. d. þess- um: Jeg hefi gjört jörðina og mennina og skepnurnar sem á jörðinni eru«, Jer. 27, 5. »Droltinn eilífur Guð, er skapað hefir endimörk jarðarinnar«. Jes. 40, 28. Þessi Guð er persónuleg vera og ekki einungis frumall eins og margir halda fram nú á vorum dögum. Jóhannes segir: í upphafi var orðið [Logos], og

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.