Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 8

Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 8
88 LJÓSVAKINN iö talar um. Sá fyrri sje liarður. grimmur og herskár, en sá siöari kærleiksríkur, mild- ur og góöur. Þennan mismun hafa menn Bibliunnar sjálfir aldrei oröið varir viö. Davíð segir: »Pú, Drottinn, ert góður og fús til að fyrirgefa, gæskuríkur öllum, er ákalla þig«. Sálm. 86, 15. Pessi orð staöfesta það, sem Drottinn segir sjálfur við Móse er hann gekk fram hjá honum og kallaði: »Drottinn, Drottinn, miskunnsamur og liknsamur Guð, þolinmóður, gæskuríkur og harla trúfastur, sem auðsýnir miskunn þúsundum og fyrir- gefur misgjörðir, afbrot og syndir, en lætur þær þó ekki með öllu óhengt. 2. Mós. 34, 6, 8. Pað frelsunaráform sem var tekið við fall mannsins og framkvæmt þegar Guðs sonur gjörðist maður, hafði uppruna sinn hjá hinum eilífa Guði, sem »auðsýnir misk- unn þúsundum og fyrirgefur misgjörðir, af- brot og syndir«. Hann er kærleikur, hann hefir altaf verið það og mun altaf verða það. Um þennan eiginleika Guðs vilja menn- irnir gjarnan heyra talað: en það er annar eiginleiki hans, sem þeim er ekki eins geð- felt að heyra minst á, það er rjettlæti hans. Synd er Guði viðurstygð og það er ómögu- legt fyrir Guð að samþykkja nokkuð, sem synd er, hann getur ekki kallað þann »rjett- látan, sem með rangt mál fer!« Brot gegn vilja Guðs leiðir óumílýjanlega af sjer hegn- ingu. Guð kallar yfirtroðslumenn til reikn- ingsskapar, þegar hans tími kemur, hvort sem sá er yfirtroðsluna fremur er einn ein- stakur maður eða heil þjóð. Hann heldur dóm yfir þjóðunum jafnt og yfir einstakling- num. Petta hefir altaf verið svo og mun alt- af verða svo, meðan syndin er til, því að Guð cr eilitlega hinn sami. Orðskviðirnir. 33, 3(5. Fyrir nokkru var lítil telpa, Margrjet að nafni, að lesa Bibliulexíuna sina. »Pabbi«, sagði hún, »Hvað á Guð við, þegar hann segir:« »Son minn, gef mjer hjarta þitt?« »Pað skal jeg skýra fyrir þjer seinna«, sagði faðirinn. «Gefðu mjer peningabudduna þína« — Mar- grjet lltla tók strax litlu budduna sína upp úr vasanum, og rjetti pabba sinum. Hún var viss um, að hann hafði eitthvað sjer- stakt í hyggju með því, að biðja um hana. Pað voru aðeins fáeinir aurar i henni Að tveimur dögurn liðnum kallaði faðir- inn á litlu dóttur sina. »Margrjet fjekk jeg ekki peningabudduna þina i fyrradag?« »Jú, pabbi«. »Hjelstu að jeg hefði þurft hennar með?« »Nei«, sagði liún brosandi, »en jeg hjelt að þú mundir ætla að láta eitthvað í hana«. »Pú hefir hugsaö rjett«, svaraði hann. Síðan rjetti hann henni budduna og þegar barnið opnaði hana, fann það í henni skínandi fagra silfurkrónu. Á sama hátt eigum við að skilja það, sem stendur í Orðskv. 23, 26. Pað er ekki af þvi, að Guð hafi þörf fyrir vort auma hjarta, að hann biður um það, nei, en það er af því, að hann vill fylla það auðæfum — allri Guðs fyllingu. Ef. 3, 19. Hann, sem er hinn mikli læknir, þráir að fá að binda um sárin þar inni. Gefum hon- um því hjarta vort og biðjum stöðuglega: »Skapa í mjer hreint hjarta, ó Guð, og veit mjer af nýju stöðugan anda«. A. K. mín. Það prýðir ekki ncina Biblíu að ekkert sjái á henni og hún beri það með sjer, að hún sje ekki notuð. Biblía á ætið að vera slitin eins og fáni sem stöð- ugt er notaður. Á henni eiga aö sjást iingra- för — í henni eiga að vera margar undir- strikanir. Pegar jeg get ekki notað Biblíuna mína lengur, kaupi jeg nýja, en jeg fleygi þó ekki þeirri gömlu. Jeg vil þekkja Biblí- una mína svo vel, að jeg geti gengið að því vísu, sem jeg ætla að finna. Johs. Loft. l^Ulíí er neitt hreinna en heiðarleik- inn, ekkert fegurra en dygðin, ekkert heitara en kærleikurinn, ekkert óbifanlegra en trúin. Þegar þessir eiginleikar sameinast í liuga eins manns, þá koma þeir til vegar hinni hreinustu, indælustu, mestu, helgustu og varaulegustu hamingju á jörðinni. LJÓSVAKINN, inálgagn S. D. Aðventista, kemur út einu sinni i mán- uöi. — Kostar kr. 2,75 árgangurinn.— Gjalddagi 15. jan. og fyrirfram.— Útg.: Trúboðsstarf S. D. Aöventista. — Kitstjóri: O. J. Olscn. Simi899. Pósth. 262. — Afgreiöslum. J. G. Jónsson, Ingólfsstr. 19. Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.