Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 4

Ljósvakinn - 01.11.1925, Blaðsíða 4
84 LJÓSVAKINN orðið var hjá Guði, og orðið var Guð«. »Euginu hefir nokkurntíma sjeð Guð; sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti föðursins, hann hefir veitt oss þekkingu á honum«. Jóh. 1, 1. 18. »Pað sem vjer höfum sjeð og heyrt, það boðum vjer yður«. 1. Jóh. 1, 3. Meðal heimspekinganna á dögum postulanna, var til kenning viðvíkjandi »Logos«, er birtist i náttúruöflunum eða náttúrulögmálinu — einskonar opinber- un til mannanna um undirstöðuatriði náttúrulögmálsins. En hjer gefur Jó- hannes oss hinn rjetta skilning á »Log- os« eða Guðs orði í hinni persónulegu opinberun gegnum Jesúm frá Nasaret. Jesús kom til þess að opinbera mönn- unum einn mikilvægan eiginleika Guðs, — eiginleika sem speki mannanna hafði dregið skýlu yfir, sem sje persón- leika Guðs. Náttúran getur opinberað mátt hans og að nokkru leyti kærleika hans, en hún opinberar hann hvergi sem persónu. Þess vegna kom Guðs sonur sem »Logos« sem á grísku tákn- ar opinberun hugsana Guðs með hljóði eða orðum. Þetta sjest mjög greinilega á því, sem stendur í Hebrabrjefinu 1,3. þar er sagt, að Kristur sje »Ijómi dýrð- ar hans og ímynd veru hans«, og í Kólossabrjefinu 1, 15. stendur, að hann sje »fmynd hins ósýnilega Guðs«. þessi sannleikur um persónulegan Guð, sem er opinberaður í syni hans, er, ásamt sannleikanum um Krist i mannlegu holdi, aðalefni og innihald frelsunaráformsins. »Því að eigi er held- ur annað nafn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sje ætlað fyrir hólpnum að verða«. Postulas. 4, 12, Páll skrifar um þann »leyndardóm, sem hefir verið hulinn frá þvi að alfijr og kynslóðir urðu til; en nú hefir verið opinberaður Guðs heilögu, er hann vildi gjöra kunnugt, hvílíkur er dýrðar- ríkidómur þessa leyndardóms meðal heiðinna þjóða, sem er Kristur meðal yðar, von dýrðarinnar«. Kól. 1, 26. 27. Hjer höfum vjer þannig fyrir oss lýsingu Biblíunnar á Guði. Hann er ekki eingöngu frumafl allra hluta eins og sumir segja, heldur er hann vera, raunveruleg persóna, sem er kunngjörð heiminum af persónunni Jesú Kristi, og sem fyrir þennan sama Jesúm Krist býr í huga og hjörtum þeirra, sem meðtaka frelsarann sem persónulegan frelsara. Petta er ekki neitt samsett og upphugs- að fræðikerfi, það er lifandi veruleiki, eins og Pjetur postuli segir; »Því að ekki fylgdum vjer spaklega uppspunn- um skröksögum, er vjer kunngjörðum yður mátt og komu Drottins vors Jesú Krists, heldur vorum vjer sjónarvottar að hátign hans«. 2. Pjet. 1, 16. Við um- myndunina á fjallinu, sem hann á hjer við, sá Pjetur dýrð Guðs hjá föðurnum, þessa sömu dýrð sem hann kom til að opinbera mönnunum — þá dýrð, sem tilheyrir persónulegum Guði og per- sónulegum írelsara. Pað sem bjá hinum heiðnu heimspekingum var eintóm dul- speki, varð hjer að áþreifanlegum veru- leika. Pessir menn fengu að sjá dýrð Guðs í fullkomnari skilningi en nokkrum öðrum hefir verið veitt, þeir þurftu því ekki að fylgja spaklega uppspunnum skröksögum, þeir kunngjörðu það, sem þeir höfðu sjeð með sínum eigin augum. Hvergi í Biblíunni finnum vjer nokkr- heimild fyrir þeirri algyðistrú, sem vjer verðum varir við hjá sumum mönnum nú á vorum timum; en hjá Pjetri, Jak-

x

Ljósvakinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.