Ljósvakinn - 01.08.1926, Side 12

Ljósvakinn - 01.08.1926, Side 12
LJÓSVAKINN 3(5 fœri til Makedóníu og starfaði þar upp á eigin kostnað. Hann var söðlasmiður og hafði mjög góða atvinnu heima i sinu cigin landi. Hann kunni málið, sem talað er í Makedóníu, og trú- boðsstjórnin skrifaði honum og spurði hann hvort hann mundi ekki fáanlegur til að ílytja verslun sína þangað og reka par atvinnu sína og um leið vinna trúboðsstarf, Hann varð við þessari ósk, seldi verzlun sína og fór til hins ókunna lands. Nú fróttum vér ekkert af honum fyr en beiðni kom frá honum um að senda prédikara þangað austur, því þar væru 10 menn og konur, sem óskuðu að skír- ast biblíuskírn. Aftur leið tími scm vér heyrð- um ekkert af honum, þá kom aftur bciðni um að scnda prédikara þar cð nú væru 12 í við- bót, sem bæðu um skirn. En nú byrjuðu ofsóknir. Nokkrir illviljaðir mcnn æstu alþýðuna og hermennina í gegn honura. Peir drápu konu hans, og þeir sögðu lionum, að eins og þeir hefðu farið með hana, svo mundu þeir einnig fara með hann, ef hann hefði sig ekki á burt. Hann svaraði: »Ég er hingað kominn til þess að vitna um Guð. Ég er fús til að deyja, en ég vil ekki fara burt«. Hann var sjálfur æltaður frá Makedóníu, og var þar kyr og er enn. Síð- an þelta skeði eru margir mánuðir, og það ijós, sem hann fór til að kveikja, skín skært framvegis. Vegna þess, að fjárhagur vor leyfir það ekki, getum vér ekki kostað hann þar, sem hann er. Safnaðarmeðlimirnir þar eru fátækir, en þeir gjalda tíund. Innteklír manna þar í landi eru yfirleitt litlar, en systkini vor eru fús að afneita sjálfum sér þegar um það er að ræða að gefa og starfa. ■ fangelsi sakir Krists. Fyrir skömmu tók lögreglan forstöðumann- inn og safnaðarþjóninn í einum söfnuði vor- um og setti þá í fangelsi. Peir settu járnhlekki um háls þeirra og ökla og bundu þá þannig við steingólfið í fangaklefanum, og þar voru þeir i köldu vetrarveðri í 10 daga. í allan þenn- an tíma gat varla heitið, að þeir fengju vatns- dropa að drekka eða matarbita að borða. Pað er undravert, að þeir skyldu lialda lífinu Pað liggur næst að ætla, að menn hlytu að deyja, af slíkri meðferö. Á hverjum degi komu fanga- verðirnir inn til þeirra og sögðu: »Ef þið væruð þjófar, morðingjar eða föðurlandssvikarar, þá mundum við ekki beita ykkur svo hörðu. En við höfum frétt, að þið séuð verkfæri djöfulsins, og það er ætlun okkar að drepa ykkur«. Á hverjum degi var þeim boðið frelsi ef þeir vildu afneila trú sinni; en þessir trúu þjónar Guðs sögðu: »Við erum fúsir til að láta lifið, en við viljum ekki afneita Jesú«. Eftir 10 daga voru hlekkirnir leystir af þeim, og skömmu síðar voru þeir látnir lausir. Pessir tveir viðburðir hafa orðið til þess, að ljós sannleikans hefir kastað geislum sínum út um alla Makedóníu. Margir tala um þennan safnaðarformann og safnaðarþjón og söðla- smiðinn hvers kona var drepin, og þeir segja, að þessir menn hljóti að heyra Guði til, þareð þeir geti liðið svo mikið og samt sem áður clskað óvini sína og beðið fyrir þeim. L. II. Chrislian. 1 stöðugri hæltut. Á þessum tímum störfum vér i þcim hluta af Nýju-IIebredeseyjunum, sem talinn cr að vera einhver allra myrkasti bletturinn i öllum lieim- inum. Aðventistafélagið starfar á þessu hættu- lega svæði meðal grimmra, viltra mannæla. Eng- ir aðrir kristniboðar eru nú sem stendur í svo augljósri liættu. Boðskapur sannleikans kallar oss til þessa, og hinir hugrökku trúboðar gripa fagnandi tækifærið, sem þeim gefst til að starfa á þessum stað, og mikii er gleði þeirra, þegar þeir vinna sál í slíku myrkri. Utlærðir innfæddir kennarar frá Ambrym- eyjunum hafa verið settir á hagkvæmustu stað- ina með endilangri Malekula-ströndinni, þar sem margir þessara villimanna læðast áfram með byssur sínar í því skyni að drepa. Iíristni- boðið er nýung, og hver, sem tekur þátt í því er sladdur í hættu. Einn af vorum duglegu kennurum frá Ambrym, Jóhanncs að nafni var í Tommiel, og stigamennirnir hótuðu að drepa hann. Eiun dag gekk hann ásamt nokkrum öðr- um til Espiegels-fjarðarins, og var það h. u. b. 8 km. vegur. Á heimleiðinni gekk Jóliannes niður að brunninum við ströndina til að fá sér ad drekka og þvo sér. Við heimkomuna til trú- boðshússins kom það í ljós, að hann bæði á leiðinni að heiman og heim, hefði ekki verið fulla byssulengd frá nokkrum stigamönnum með riffla, sem höfðu falið sig i hinu hávaxna grasi, en höfðu ekki skotið hann, þar eð annaöhvort englar höfðu tekið fram fyrir hendur þeirra, eða þeir á því augnabliki höfðu verið slegnir með blindu. Pegar þeir urðu uppvísir, miðuðu þeir byssum sínum á húsið og flýðu. Ekki eitt einasta skot hilti mark. Nokkru síðar hætti einn afleiðtogum vorum, Harry að nafni, sér inn í þorp sligamannanna

x

Ljósvakinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.