Ljósvakinn - 01.11.1927, Síða 4
52
LJÓSVAKINN
»Ó, að þú vildir ge/a gaum að boðorðum mínum, þá mundi friður
þinn verða sem fljót, og réltlœti þitt sem bglgjur sjávarins«,
tala og ráðgast um
eitthvað, sem þeir
halda að verði frið-
ur, en þegar þeir
álíta sig vera nærri
komnirað markinu
dettur alt í sund-
ur í höndum þeirra,
og heimurinn fyll-
ist angist og kviða
yfir því, sem koma
muni í náinni fram-
tíð. Jesús er ekki
með slíkum friðar-
furstum í ráðum.
Hann segir við
sína: »í heiminum
hafið þér þrenging«,
en í sinni miskun
og trúfesti bætir
hann við: »verið ó-
hræddir, því ég hefi
sigrað heiminn«.
Ef að hinn virkilegi friður: sá friður,
sem er æðri öllum skilningi, sá friður sem
Kristur einn getur gefið, fær að gagntaka
hjörtu vor, svo að vér nálægjumst hann,
sem kom i heiminn »í fylling tímans fædd-
ur af meyju«, þá mun jólaboðskapurinn,
sem englarnir sungu á völlunum fyrir út-
an Betlehem bergmála í hjörtum vorum,
og getum við þá sungið: » Dýrð sé Guði i
upphæðum, og friður á jöröu með þeim
mönnum, sem hann hefir velþóknun á«.
(Lúk. 2, 14.).
Œ OO OOO o O Étt o o ooo o o
o o o TALAÐ UM FRIÐ — EN UNDIRBÚIN NÆSTA STYRJOLD. o 0 o
£13 oo ooo ooföoo ooo o o
Hinn heimskunni Mussolini, sem er ann-
ar Cæsar Itala og Napoleon hinnar 20. ald-
ar í álfu vorri, hefir nýlega lýst því yfir,
að kollhríðin, sem skeri úr forlögum Ev-
rópu muni verða á tímabilinu milli 1935-
1940. Til þess að vera við þessum atburð-
um búinn, segir hann að Ítalía verði strax
að fara að æfa her, sem nemi 5 miljón-
um manna, ennfremur þurfi að auka flot-
ann að miklum mun og um fram alt að
sjá um að hafa yfirtökin í loftinu, hvað
loftskipum til hernaðar viðvíkji.
Svipað kveður við frá hinum þekta
franska herforinga Foch, sem heldur því