Ljósvakinn - 01.11.1927, Page 15
LJÓSVAKINN
63
hefir aldrei bein-
línis getað haft
áhrif á mig í þá
ált að afla mér
þekkingar.nokk-
uð, sem ég sæk-
ist eftir. Hann
talaði heldur
aldrei utn að
ég skyldi verða
prestur, inælsk-
ur prestur, því
hann var sjálfur
fátalaður — og
hélt [ekki opin-
berar ræður.
Foreldragleði. Hann leiðbeindi
mér ekki heldur
á ritsmíðasviðin, því hann skrifaði lítið, en
í sínu rólega og þolinmóða lífi var hann
mér fyrirmynd í öllu, sem mesta þýðingu
heíir f þessu lifi — hann hefir sýut mér
hvað er að vera heiðvitður maður.
Maður getur gert öðrum ógagn með því
að sýna fram á hve lítið hann viti í tungu-
málum, stærðfræði, efnafræði, eða hvað
það nú er, en uppbygð lyndiseinkunn
verður ekki fyrir áföllum af því. Mentun
og golt minni getur komið manninum á-
fram í heimi þessum, en lyndiseinkunn og
insta eðli mannsins hefir að segja þegar
yíir eilífðina er komið.
Faðir minn var að eins 22 ára er hann
misti konu sína, er eftirlét honum tvö
börn, annað tveggja ára og hitt sjö mán-
aðar gamalt. Hann var fátækur og meira
segja í stór skuld, en hann hafði kjark og
reyndi því að fá það besta út úr lífinu sem
hann gat. Hann sneið sér stakk eftir vexti
og vann sigur á endanum. Sú reynsla
styrkti hans andlega þrek og hreinsaði
I^'ndiseinkunn hans.
Washington sagði einu sinni:
Hinn leiði og syndugi vani að blóta og
ragna hvað litið sem fyrir kemur er svo
heiinskulegur og dýrslegur, að hver einasti
heiðvirður og skj'nsamur maður varast
slíkt og þykir skömm að. Ég hefi aldrei
heyrt föður minn segja neitt ótilhlýðilegt
orð, og meira að segja sjaldan að hann
væri óþarfamælgi. Þessi fyrirmynd er hann
lét mér í té hefir kent mér að hafa taum
á tungu minni.
Ég hefi ekki enn þá eignast heimili.
Pabbi býr margar milur héðan, og hann
skrifar mjög sjaldan, en ég gleymi aldrei
þeirri þolinmæði, sem hann umgirti mig
með á æskuárunum, er lyndiseinkunn mín
var að byrja að taka sér stefnu, og sem
enn eimir af.
Eg er honum þakklátur fyrir heiðarlega
umgengni hans á öllum sviðum, fyrir fyrir-
mynd þá er hann gaf mér að því er tal
snerti, og einkum fyrir að hann vandi mig
á að hafa viðbjóð á tóbaki í öllum mynd-
um þess. Hann lyktaði aldrei af tóbaki eins
og oft er með tóbaksmenn. Framferði hans
var mér leiðarvísir.
Hin heiðvirða breytni hans og ósérplægni
gerði sama gagn lifi mínu og bremsan gerir
í hvaða vél sem er — og ennfremur má
líkja áhrifum þeim við jafn nauðsynlegt
verkfæri og áttaviti er fyrir skipin.
Ennis V. Moore.
1 LJÓSVAKINN, blað S. D. Aðventista, kemur út í þremur heflum á pessu ári. Árgangurinn kostar kr. 2,75. Gjalddagi eftir móttöku 1. heftis. — K Útg: Trúboðsstarf S. D. A. Ritstjóri 0. J. Olsen — Simi 899 — c Pósthólf 262 — Afgreiðslumaður: J. G. Jónsson Ingóltsstræti 19. 5