Ljósvakinn - 01.08.1928, Page 6

Ljósvakinn - 01.08.1928, Page 6
28 LJÓSVAKINN Induerskt musteri. í anddyiinu slanda danskir kristniboðar, rekin er meðal þeirra. Einn þeirra segir um sjálfan sig: »Fyrir tæpu ári síðan lifði eg eins og sá, sem er gerfallinn fyrir hinu illa. Öl- æðisverk mín og illu athafnir voru hneyksli f nágrenni mínu. Það var vani minn að sóa viku- lega kaupi míu fyrir áfengi. Kona mín sem leið af hungri og klæðleysi, sár- bað mig um fáeina aura fyrir brauði, en eina svarið frá minni hendi við þessum beiðnum var reiðikast og siðan misþyrming. Með vopni i hendi ógnaði eg henni með því að eg skyldi þagga niður kröfur hennar fyiir fult og alt. Hún varð loks neydd til að ílýja árásir þessar tii að bjarga lífi sínu. Þannig lifði eg í fátækt og van- sæmd. En svo kom breyling. Kristniboði einn kom í heimsókn. Hann sagði mér hina dýrðlegu frásögn um Krist. Pegar eg sá hvílík von var fyrir syndarann vegna Krisls, mýktist hjarta mitt. Aftur og aftur kom kristniboðinn með Guðs orð, þar til boðskapur þess umbreylli algeilega Deijrul i Sýrlandi hjarta mínu. í dag er eg nýr maður. Eg geng í nýju ljósi og í hjarta mínu rikir nýr andi. Eg hef hælt að lifa í synd og svívirðingum. í stað þess að sóa pening- um mínum til þess að fullnægja fýsnum mínum nota eg þá nú fyrir nauðsynjar lífsins, og kona mín sem eg áður ofsótti, nýtur nú umhyggju minnar. Fyrir Guðs náð get eg því borið þann vitnisburð að fagnaðarboðskapurinn »er kraftur Gnðs lil sáluhjálpar«. Og slíkur vitnisburður hljómar ekki að eins frá þeim, sem hafa tekið á móli krist- indóminum. Einnig sumir sem ekki eru kristnir, finna sig knúða til að vitna um þýðingu kristilegrar starfsémi í umhverfl sínu. Einn þess konar vitnisburð höfum vér frá K. Cbandy sem er einn af helstu valdsmönnum í My- sora, Indlendi, en það er eitt stærsla, auðugasta og fram- faramesta ríki und- ir indverskii stjórn. Hann segir: »þessar dygðir (hreinlæli, reglusemi og að vinna sigur yfir skaðlegum venjum og hjátrú) samfara anda sem er fús til að þjóna öðrum í stað þess að ala árásahug, eru, að mér virðist, þeir kostir sem Indland sárlega þarfnast Gnðspjóiuista við einn a/ skólum vorum.

x

Ljósvakinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.