Ljósvakinn - 01.08.1928, Qupperneq 7

Ljósvakinn - 01.08.1928, Qupperneq 7
LJÓSVAKINN 29 til að efla sína eigin velferð. Eg hefi veilt því eftirtekt, að kristniboðarnir vinna mik- ið persónulegt starf í landinu; en eg vona að það verði viðurkent að það er þörf á miklu meiri starfsemi til þess að göfga fólkið og bæta kjör þess«. Öeigingjörn þjónusta fyrir nauð- staddan heim. Hugsið yður hvílíka þýð- ingu það hefir fyrir heiminn á þessum ágirnd- arlimum að hafa hóp manna um heim allan, sem inna af hendi óeigingjarna þjónustu i annara þarfir! Þeir sem vinna í þágu kristniboðsins, verða aldrei sakaðir um það að vinna að eins að eigin áhugamálum. Hefðu þeir veraldlegan hagnað fyrir augum, þá gæti sérhver þeirra betur náð takmarki sínu við annað starf. Aflfjöðurin í starfi þeirra er, að þeir hafa helgað hjörtu sin og hendur því hlutverki, sem einungis launast með göfgun og afturhvarfi þeirra sem þeir starfa fyrir. Þeim er þetta hin æðsta jarðneska gleði. Kristniboðinn fer út í starfið á ungum aldri, mætir þeim vandamálum sem þetta verk hefir í för með sér, læiir nýlt tungu- mál, býr í ógeðfeldu umhverfi í einveru við erfitt starf, horfandi fram til þeirra tíma, sem vissulega munu koma sem svar við bæn hans og starfi, þá er vígi heiðindómsins veröa að hrynja fyrir krafti fagnaðarboðskaparins. Slík óeigingjörn þjónusta sem hvarvetna er leyst af hendi getur ekki annað en haft áhrif til hins betra á sér- hverjum stað. Hún er aug- ljóslega gagn- stæð eigin- gjörnum á- hugamálum. Engir menn í heiminum verð skulda fremur virð- ingu, aðdiun og slyrk rétt- hugsandi manna en kristniboðarnir fyrir þjónustu sína. Annarstaðar í þessu blaði mun lesarinn finna frásagnir um, að í skólunum og hinum miklu undirbúningsstofnunum eru nemendur í þúsundatali sem búa sig undir slíka þjónustu, og sá skari kristniboða, sem þannig fara út eykst ár frá ári. Árið 1927 sendi Aðventista sam- bandið út 184 nýja kristniboða. Meðal þeirra voru guðhræddir menn og konur, sem voru full- trúar í sérhverri grein kristi- legrar starfsemi. Það voru lækn- ar, bæði menn og konur, hjúkr- unarfólk, hverra starf mun vitna í hvildarlausum syndarþjökuð- um heimi um orð Krists, er hann segir: »Komið til mín allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvild«. Og þar voru kenn- arar, bæði karlar og konur, sem vinna að því mikla verki, ekki að eins að þroska gáfur heiðingjanna er í andlegu myrkri sitja, heldur og að gróöursetja hið A siðasta mannsaldri hafa pessar eijjar orðið að pvi sem pœr eru í d,ig: heimkynni með uppfrœddu fólki er trúir á Jesúm Krisl og hann krossfestan. Stúlka frá Filippseyjum í einkennisbúningi.

x

Ljósvakinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.