Ljósvakinn - 01.08.1928, Síða 11

Ljósvakinn - 01.08.1928, Síða 11
33 LJÓSVAKINN Frá Kina. Dörn heiðingjanna, sem komin eru til krislni- boðsskólans frá nœrliggjandi sveitahéruðum. blind það sem eftir væri æfinnar. Síðan var komið inn með litla stúlku og það kom í ljós að það var eins ástatt með augun i henni og af sörou orsök. Hér voru tvær manneskjur, sem voru blindar og hlutu að verða það æfilangt sem afleiðing af læknismeðferð þess, er þær hugðu að gæti gert þær heilbrigðar. í þessu sama sjúkrahúsi var kona ein, sem læknirinn hafði með uppskurði lækn- að af miklu meini. í þessu litla sjúkrahúsi var troðið saman 53 sjúklingum. Fiestir þeirra hefðu mist lífið, ef þeir hefðu ekki fengið Iæknishjálp. Hér voru menn og kon- ur, sem limir höfðu verið teknir af, mein- semdir verið skornar úr, hættuleg sár fengið grædd og aðrir, sem höfðu fengið lækn- ingu við augnveiki eða húðsjúkdómum. Gangarnir, og jafnvel baðherbergin voru full af sjúklingum. Alstaðar voru þeir. Ár- lega er sjúklingum í þúsundatali hjúkrað og veitt læknishjálp. Svo margir hafa feng- ið fulla heilsubót og eru komnir heim til sín að hundruðum skiftir, og alt er þetta árangur af starfi þessara krislnu lækna, hjúkrunarkvenna og aðstoðarmanna þeirra. Þetta er eina sjúkrahúsið fyrir meir en 3 milj. manna, og vér biðjum lesarann minnast þess, að það var reist fyrir gjafir, sem komu inn við haustsöfnunina. Gjaftr til Guðs málefnis mega aldrei álítast tap. Peningum, sem hinum bágstöddu er miðlað, eru ekki tapaðir eða illa notaðir. Peir eru sem brauð, sem varpað er út á vatnið og einhversstaðar munu koma að notum fyr eða síðar. Pessar gjafir létta byrðar fólksins og færa von og gleði myrkvuðum hjörtum, og oft á það sér stað, að þeir, sem bjálpina hljóta, verða aftur öðrum tii blessunar. Pannig halda gjafir vorar áfram að verða til blessunar viðar og víðar alt til enda veraldar. Og vér verðum heldur ekki fátækari við það að gefa. »Sumir miðla öðrum mildi- lega, og eignast æ meira, aðrir halda í meira en rétt er, og verða þó fátækari. Velgjörðasöm sál mettast rikulega, og sá, sem gefur öðrum að drekka, skal og sjálf- ur drykkjaður verða«. Orðskv. 11, 24. 25. Hversu mundi ekki skyggja fyrir oss ef vér fengjum fregnir um að nú væri ekki framar nokkra manneskju að finna í heim- inum, sem þyrfti á bjálp vorri að halda. Krisniboðinn segir börnnnum um Jesúm.

x

Ljósvakinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósvakinn
https://timarit.is/publication/486

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.