Ljósvakinn - 01.08.1928, Page 14
36
LJÓSVAKINN
Meðal Indiána í Suður-Ameríku.
Mynd. af Slalil ki islniboða
og frú hans. Mijndin var
tekin mcðan pau dvöldn á
heilsuhœli voru, Skodsborg
í Danmörku.
F. A. Stalil,
kristniboði heflr
sem brautryðj-
andi kristniboðs-
ins meðal Indí-
ána í Suður-
Ameríku, unnið
að kalla má
undraverk. Hann
hefir dvalið 17
ár í Peru og
lengst af þeim
tíma starfað með-
al Inci-Indíána
er búa meðfram
Titíc ikavatninu.
Síðustu tvö ár
hefir hann starf-
að meðal Indí-
ána er búa við
Amazonfljótið. Margar frásagnir hans sýna
hvernig Guð hefir varðveitt hann og konu
hans á hinum hættulegu ferðalögum í til-
raunum þeirra, að færa sálum Guðs sann-
an frið. Dr. Stahl hefir dvalið fyrir stuttu
á heilsuhæli voru Skodsborg í Danmörku,
og haldið fyrirlestra víða i hinum Skan-
dínavisku löndum, er hafa mikið aukið
áhuga fyrir starfinu meðal Indfáua í
Suður-Ameríku.
Par eð við vitum að það mun gleðja les-
endur blaðsins, að heyra um hvernig Guð
hefir varðveilt hann a hinum hættulegu
stundum, viljum vér tilfæra eina merki-
lega frásögn um björgun frá dauða, er
hann og kona hans heimsótlu eitt Inca-
hérað. Fau dvöldu þar í litlu húsi,
en alt í einu léðist Indíánaflokkur, 500
að tölu, að húsinu er þau bjuggu í; prest-
arnir höfðu gert Indiánana ölvaða, og
skipuðu þeim svo að koma kristniboðan-
um í burt. Nokkrir af þessum óeirðarflokk
höfðu byssur. Peir réðust að húsinu með
grjótkasti. Stahl kristniboði lýsir þessum
atburðum þannig:
rrPað fyrsta er þeir gerðu var að skera
í sundur hnappheldur af 5 hestum er við
höfðum, og reka þá burtu. Eg leitaðist við að
stöðva hestana, en var þá stöðvaður með
grjólkasti af þessari mannmergð, einn
steinninn kom í höfuð mér ogfekk eg mjög
alvarlegt sár, blóðið rann niður andlitið
og eg var að missa alla meðvitund, er
kona mín kom mér til hjálpar, og gat
dregið mig inn í húsið og lokað dyrunum
á réttum tíma, til að forðast annað hræði-
legt grjótkast.
Hið næsta er við bar, var að hundruð-
um steina var kastað i hurðina, og hún
brolnaði i smá slykki, og grasflöturinn
fyrir utan húsið fyltist af æpandi Indíán-
um; við létum húsmuni og annað er við
höfðum handbært í dyrnar til að hindra
inngöngu þeirra. Á máli Indíána hrópuðu
allir með hárri raust: »Pilchim Catumcr,
er þýðir: »takið þá og brennið«; samtímis
reyndu þeir að ná þvi er við höfðum oss
til varnar, og slá oss með járnslegnum
stöfum er þeir höfðu. Að eins það, að svo
margir sóttu að i einu hindraði inn-
Ki islniboðinn Stalil heilsar Indiánahöfðingja frá
Amazonhcraðinu í austurhluta Peru.